Segir vanta verkferla svo taka megi á einelti fangavarða í garð fanga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2015 16:43 Frá fangelsinu Litla-Hrauni. vísir/E.Ól. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fanga svekkta með frumvarp Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, um fullnustu refsinga. Hann segir frumvarpið frekar einkennast af refsistefnu en betrunarstefnu en Afstaða skilaði inn umsögn um frumvarpið til Alþingis. Í umsögninni er meðal annars gagnrýnt að ekki sé tekið á eineltismálum sem upp hafa komið innan fangelsanna, það er þegar fangaverðir leggja fanga í einelti. Í umsögninni segir að slík mál hafi ítrekað komið upp á síðustu árum og að engin úrræði séu til staðar. Guðmundur segir að árið 2005 hafi þáverandi fangelsismálastjóri sett reglur um einelti í fangelsum landsins en þær hafi fyrst og fremst miðað að málum sem upp komu á milli fanga. Verði fangi uppvís að einelti í garð samfanga eða fangavarðar er hann beittur agaviðurlögum eða jafnvel settur í einangrun.Andlegt ofbeldi og hótanir fangavarðar náðust á myndband „Svo aftur á móti hafa komið upp mál þar sem fangaverðir leggja fanga í einelti og það er ekkert hægt að gera í því. Við höfum fengið slík mál inn á borð til okkar, orðið vitni að svoleiðis málum og jafnvel sjálfir orðið fyrir því,“ segir Guðmundur en að hans sögn er ekki um að ræða mörg mál á hverju ári. Þegar svona mál koma upp segir Guðmundur að fangar geti aðeins leitað til forstöðumanns viðkomandi fangelsis en í þeim tilfellum sem Afstaða þekkir til þá hefur ekki verið tekið mark á föngunum.Guðmundur Ingi ÞóroddssonNefnir Guðmundur dæmi um atvik sem upp kom í fyrra en þá náðist á myndband þegar fangavörður varð uppvís að andlegu ofbeldi og hótunum í garð fanga, að sögn Guðmundar. „Þetta mál er eftir því sem ég best veit enn í ferli hjá innanríkisráðuneytinu en þá geymdi forstöðumaðurinn ekki myndbandið né yfirheyrði vitni þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um það. Fanginn kvartaði yfir þessu til forstöðumanns sem svo sendi málið til Fangelsismálastofnunar en niðurstaðan var sú að rætt var við viðkomandi fangavörð um að sýna öllum föngum ítrustu kurteisi,“ segir Guðmundur.Mikilvægt að sjálfstætt eftirlit sé með fangelsunum Málið fór síðan til innanríkisráðuneytisins sem staðfesti að ekki þyrfti annað að gera í málinu en fanginn kærði það þá til umboðsmanns Alþingis. Hann sendi það þá aftur til forstöðumanns fangelsins. „Þetta er búið að rúlla svona núna síðan í apríl í fyrra minnir mig, þetta fer bara svona fram og til baka, og í rauninni mun aldrei neitt koma út úr þessu máli því forstöðumaðurinn klikkaði á að yfirheyra vitni og nú er langt um liðið og vitnin kannski laus og myndbandið ekki til.“ Guðmundur segir mikilvægt að verkferlar séu til staðar innan fangelsanna þegar svona mál upp en hann nefnir í þessu samhengi samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri og vanvirðandi meðferð eða refsingu. Samningurinn tók gildi hér á landi 22. nóvember 1996 en Alþingi hefur ekki fullgilt valfrjálsa bókun með samningnum sem kveður á um eftirlit sjálfstæðra aðila með fangelsunum. „Fangar gætu þá leitað til þessa ytra eftirlits þegar svona mál kæmu upp og þau yrðu rannsökuð. Þetta er því mjög mikilvægt úrræði,“ segir Guðmundur. Tengdar fréttir Ungar stúlkur „skelfingu lostnar“ þegar þær koma í heimsókn á Litla-Hraun Í umsögn Fangelsismálastofnunar um frumvarp innanríkisráðherra um fullnustu refsinga er fjallað um mikilvægi þess að heimsóknir til fanga séu ekki misnotaðar. 26. nóvember 2015 15:46 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fanga svekkta með frumvarp Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, um fullnustu refsinga. Hann segir frumvarpið frekar einkennast af refsistefnu en betrunarstefnu en Afstaða skilaði inn umsögn um frumvarpið til Alþingis. Í umsögninni er meðal annars gagnrýnt að ekki sé tekið á eineltismálum sem upp hafa komið innan fangelsanna, það er þegar fangaverðir leggja fanga í einelti. Í umsögninni segir að slík mál hafi ítrekað komið upp á síðustu árum og að engin úrræði séu til staðar. Guðmundur segir að árið 2005 hafi þáverandi fangelsismálastjóri sett reglur um einelti í fangelsum landsins en þær hafi fyrst og fremst miðað að málum sem upp komu á milli fanga. Verði fangi uppvís að einelti í garð samfanga eða fangavarðar er hann beittur agaviðurlögum eða jafnvel settur í einangrun.Andlegt ofbeldi og hótanir fangavarðar náðust á myndband „Svo aftur á móti hafa komið upp mál þar sem fangaverðir leggja fanga í einelti og það er ekkert hægt að gera í því. Við höfum fengið slík mál inn á borð til okkar, orðið vitni að svoleiðis málum og jafnvel sjálfir orðið fyrir því,“ segir Guðmundur en að hans sögn er ekki um að ræða mörg mál á hverju ári. Þegar svona mál koma upp segir Guðmundur að fangar geti aðeins leitað til forstöðumanns viðkomandi fangelsis en í þeim tilfellum sem Afstaða þekkir til þá hefur ekki verið tekið mark á föngunum.Guðmundur Ingi ÞóroddssonNefnir Guðmundur dæmi um atvik sem upp kom í fyrra en þá náðist á myndband þegar fangavörður varð uppvís að andlegu ofbeldi og hótunum í garð fanga, að sögn Guðmundar. „Þetta mál er eftir því sem ég best veit enn í ferli hjá innanríkisráðuneytinu en þá geymdi forstöðumaðurinn ekki myndbandið né yfirheyrði vitni þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um það. Fanginn kvartaði yfir þessu til forstöðumanns sem svo sendi málið til Fangelsismálastofnunar en niðurstaðan var sú að rætt var við viðkomandi fangavörð um að sýna öllum föngum ítrustu kurteisi,“ segir Guðmundur.Mikilvægt að sjálfstætt eftirlit sé með fangelsunum Málið fór síðan til innanríkisráðuneytisins sem staðfesti að ekki þyrfti annað að gera í málinu en fanginn kærði það þá til umboðsmanns Alþingis. Hann sendi það þá aftur til forstöðumanns fangelsins. „Þetta er búið að rúlla svona núna síðan í apríl í fyrra minnir mig, þetta fer bara svona fram og til baka, og í rauninni mun aldrei neitt koma út úr þessu máli því forstöðumaðurinn klikkaði á að yfirheyra vitni og nú er langt um liðið og vitnin kannski laus og myndbandið ekki til.“ Guðmundur segir mikilvægt að verkferlar séu til staðar innan fangelsanna þegar svona mál upp en hann nefnir í þessu samhengi samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri og vanvirðandi meðferð eða refsingu. Samningurinn tók gildi hér á landi 22. nóvember 1996 en Alþingi hefur ekki fullgilt valfrjálsa bókun með samningnum sem kveður á um eftirlit sjálfstæðra aðila með fangelsunum. „Fangar gætu þá leitað til þessa ytra eftirlits þegar svona mál kæmu upp og þau yrðu rannsökuð. Þetta er því mjög mikilvægt úrræði,“ segir Guðmundur.
Tengdar fréttir Ungar stúlkur „skelfingu lostnar“ þegar þær koma í heimsókn á Litla-Hraun Í umsögn Fangelsismálastofnunar um frumvarp innanríkisráðherra um fullnustu refsinga er fjallað um mikilvægi þess að heimsóknir til fanga séu ekki misnotaðar. 26. nóvember 2015 15:46 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Ungar stúlkur „skelfingu lostnar“ þegar þær koma í heimsókn á Litla-Hraun Í umsögn Fangelsismálastofnunar um frumvarp innanríkisráðherra um fullnustu refsinga er fjallað um mikilvægi þess að heimsóknir til fanga séu ekki misnotaðar. 26. nóvember 2015 15:46
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent