Fótbolti

Castro skrifaði Maradona

Maradona með bréfið frá vini sínum, Castro.
Maradona með bréfið frá vini sínum, Castro. vísir/getty
Sögusagnir eru um að Fidel Castro sé látinn en hann ákvað að afsanna það með því að skrifa bréf til Diego Maradona.

Af öllu fólki heimsins ákvað þessi fyrrum leiðtogi Kúbu að skrifa Maradona svo hann gæti sagt heiminum frá því að hann væri á lífi. Enn ein furðufréttin sem Maradona flækist í.

Ekkert hefur heyrst frá hinum 88 ára gamla Castro í marga mánuði og því voru sögusagnir um að hann væri látinn.

Ekki hefur verið tekin mynd af Castro síðan í ágúst en vitað er að heilsu hans hefur hrakað mikið á síðustu mánuðum.

Castro og Maradona urðu góðir vinir er Argentínumaðurinn eyddi mörgum mánuðum á Kúbu er hann var að reyna að hrista af sér fíkniefnadjöfulinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×