Innlent

Bílarnir eru ónýtir

Jóhannes Stefánsson skrifar
Vísir/Pjetur
Uppfært kl 15:19:

Betur fór en á horfðist í upphafi þegar tveir litlir fólksbílar lentu í árekstri með þeim afleiðingum að báðir bílarnir eyðilögðust. Fimm manns voru í bílunum og hafa verið fluttir á slysadeild til skoðunar. Ekki er talið að neinn hafi hlotið alvarleg meiðsl, þó að fólkið sé mjög skelkað vegna árekstrarins. Áreksturinn átti sér stað á mótum Reynisvatnsvegs og Víkurvegs við Þúsöld í Grafarholti.

„Þetta eru leiðinda gatnamót," segir varðstjóri lögreglunnar sem var á vettvangi. „Þetta voru tveir litlir fólksbílar sem skullu saman. Þeir eru báðir ónýtir. Miðað við hvað þetta var harkalegur árekstur verður að teljast heppni að enginn hafi slasast verr en raun ber vitni," segir varðstjórinn.

---

Tveggja bíla árekstur varð við Þúsöld nú fyrir skemmstu. Fimm manns voru í upphafi taldir slasaðir og varðstjóri slökkvliðsins sagði að um harðan árekstur hafi verið að ræða.

Sjúkrabílar og lögregla voru kölluð út til að flytja fólkið á slysadeild samkvæmt upplýsingum fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×