Segir landsmenn hafa tapað á verðsamráði Randver Kári Randversson skrifar 11. júlí 2014 14:35 Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar. Viðurkenning Húsasmiðjunnar á alvarlegum samkeppnislagabrotum og greiðsla 325 milljón króna sektar varpar ljósi á þau óhæfuverk sem Húsasmiðjan og Byko stunduðu gegn neytendum og Múrbúðinni. Samráð þessara tveggja fyrirtækja um verðlagningu á byggingavörum hefur hækkað byggingarkostnað um milljarða króna, með tilheyrandi vísitöluhækkun á lánum heimila og fyrirtækja. Þetta segir í fréttatilkynningu sem Múrbúðin hefur sent frá sér. Jafnframt segir í tilkynningunni að samráð Húsasmiðjunnar og Byko gegn Múrbúðinni hafi falist í samkeppnishamlandi verðlagningu sem leiddi til þess að Múrbúðin varð að hætta sölu á timbri og grófvöru. Þar með hafi þessi fyrirtæki rutt úr vegi einu alvöru samkeppninni sem var á þessum markaði. Í frétt Samkeppniseftirlitsins um sektargreiðslu Húsasmiðjunnar kemur fram að samráð hennar og Byko hafi einkum gengið út á að koma í veg fyrir að Múrbúðin næði fótfestu á markaði fyrir timbur og grófvöru. Meðal annars er upplýst að Húsasmiðjan viðurkennir að hafa beitt sér til að koma í veg fyrir að Múrbúðin fengi viðunandi viðskiptakjör hjá Steinullarverksmiðjunni. Húsasmiðjan og Byko áttu 50% í Steinullarverksmiðjunni. Á sínum tíma fullyrti forstjóri Steinullarverksmiðjunnar við Múrbúðina að þrýstingur eigenda hefði engin áhrif á viðskiptakjörin. Nú hefur hið gagnstæða verið staðfest. Það skýrir að sjálfsögðu hvers vegna Steinullarverksmiðjan var ófáanleg til að veita Múrbúðinni ásættanleg viðskiptakjör og kom þannig í veg fyrir verðlækkun á vörunni. Múrbúðin telur rétt að benda á að þótt fyrrum eigendur Húsasmiðjunnar hafi tekið að sér að greiða sektina, þá byggir núverandi markaðsstaða Húsasmiðjunnar á ólögmætri samkeppnishegðun fyrirtækisins á sínum tíma. Þeir starfsmenn Húsasmiðjunnar sem brutu samkeppnislög starfa þar enn, þó að þeir sæti sakamálaákæru. Lögbrot Húsasmiðjunnar áttu sér stað meðan fyrirtækið var í eigu Landsbankans og Framtakssjóðs og það er Landsbankinn sem tekur á sig greiðslu 325 milljón króna sektarinnar. Með öðrum orðum, landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og nú borga landsmenn sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir að lokum í tilkynningunni. Tengdar fréttir Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Viðurkenning Húsasmiðjunnar á alvarlegum samkeppnislagabrotum og greiðsla 325 milljón króna sektar varpar ljósi á þau óhæfuverk sem Húsasmiðjan og Byko stunduðu gegn neytendum og Múrbúðinni. Samráð þessara tveggja fyrirtækja um verðlagningu á byggingavörum hefur hækkað byggingarkostnað um milljarða króna, með tilheyrandi vísitöluhækkun á lánum heimila og fyrirtækja. Þetta segir í fréttatilkynningu sem Múrbúðin hefur sent frá sér. Jafnframt segir í tilkynningunni að samráð Húsasmiðjunnar og Byko gegn Múrbúðinni hafi falist í samkeppnishamlandi verðlagningu sem leiddi til þess að Múrbúðin varð að hætta sölu á timbri og grófvöru. Þar með hafi þessi fyrirtæki rutt úr vegi einu alvöru samkeppninni sem var á þessum markaði. Í frétt Samkeppniseftirlitsins um sektargreiðslu Húsasmiðjunnar kemur fram að samráð hennar og Byko hafi einkum gengið út á að koma í veg fyrir að Múrbúðin næði fótfestu á markaði fyrir timbur og grófvöru. Meðal annars er upplýst að Húsasmiðjan viðurkennir að hafa beitt sér til að koma í veg fyrir að Múrbúðin fengi viðunandi viðskiptakjör hjá Steinullarverksmiðjunni. Húsasmiðjan og Byko áttu 50% í Steinullarverksmiðjunni. Á sínum tíma fullyrti forstjóri Steinullarverksmiðjunnar við Múrbúðina að þrýstingur eigenda hefði engin áhrif á viðskiptakjörin. Nú hefur hið gagnstæða verið staðfest. Það skýrir að sjálfsögðu hvers vegna Steinullarverksmiðjan var ófáanleg til að veita Múrbúðinni ásættanleg viðskiptakjör og kom þannig í veg fyrir verðlækkun á vörunni. Múrbúðin telur rétt að benda á að þótt fyrrum eigendur Húsasmiðjunnar hafi tekið að sér að greiða sektina, þá byggir núverandi markaðsstaða Húsasmiðjunnar á ólögmætri samkeppnishegðun fyrirtækisins á sínum tíma. Þeir starfsmenn Húsasmiðjunnar sem brutu samkeppnislög starfa þar enn, þó að þeir sæti sakamálaákæru. Lögbrot Húsasmiðjunnar áttu sér stað meðan fyrirtækið var í eigu Landsbankans og Framtakssjóðs og það er Landsbankinn sem tekur á sig greiðslu 325 milljón króna sektarinnar. Með öðrum orðum, landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og nú borga landsmenn sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir að lokum í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04
Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44