Segir landsmenn hafa tapað á verðsamráði Randver Kári Randversson skrifar 11. júlí 2014 14:35 Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar. Viðurkenning Húsasmiðjunnar á alvarlegum samkeppnislagabrotum og greiðsla 325 milljón króna sektar varpar ljósi á þau óhæfuverk sem Húsasmiðjan og Byko stunduðu gegn neytendum og Múrbúðinni. Samráð þessara tveggja fyrirtækja um verðlagningu á byggingavörum hefur hækkað byggingarkostnað um milljarða króna, með tilheyrandi vísitöluhækkun á lánum heimila og fyrirtækja. Þetta segir í fréttatilkynningu sem Múrbúðin hefur sent frá sér. Jafnframt segir í tilkynningunni að samráð Húsasmiðjunnar og Byko gegn Múrbúðinni hafi falist í samkeppnishamlandi verðlagningu sem leiddi til þess að Múrbúðin varð að hætta sölu á timbri og grófvöru. Þar með hafi þessi fyrirtæki rutt úr vegi einu alvöru samkeppninni sem var á þessum markaði. Í frétt Samkeppniseftirlitsins um sektargreiðslu Húsasmiðjunnar kemur fram að samráð hennar og Byko hafi einkum gengið út á að koma í veg fyrir að Múrbúðin næði fótfestu á markaði fyrir timbur og grófvöru. Meðal annars er upplýst að Húsasmiðjan viðurkennir að hafa beitt sér til að koma í veg fyrir að Múrbúðin fengi viðunandi viðskiptakjör hjá Steinullarverksmiðjunni. Húsasmiðjan og Byko áttu 50% í Steinullarverksmiðjunni. Á sínum tíma fullyrti forstjóri Steinullarverksmiðjunnar við Múrbúðina að þrýstingur eigenda hefði engin áhrif á viðskiptakjörin. Nú hefur hið gagnstæða verið staðfest. Það skýrir að sjálfsögðu hvers vegna Steinullarverksmiðjan var ófáanleg til að veita Múrbúðinni ásættanleg viðskiptakjör og kom þannig í veg fyrir verðlækkun á vörunni. Múrbúðin telur rétt að benda á að þótt fyrrum eigendur Húsasmiðjunnar hafi tekið að sér að greiða sektina, þá byggir núverandi markaðsstaða Húsasmiðjunnar á ólögmætri samkeppnishegðun fyrirtækisins á sínum tíma. Þeir starfsmenn Húsasmiðjunnar sem brutu samkeppnislög starfa þar enn, þó að þeir sæti sakamálaákæru. Lögbrot Húsasmiðjunnar áttu sér stað meðan fyrirtækið var í eigu Landsbankans og Framtakssjóðs og það er Landsbankinn sem tekur á sig greiðslu 325 milljón króna sektarinnar. Með öðrum orðum, landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og nú borga landsmenn sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir að lokum í tilkynningunni. Tengdar fréttir Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Viðurkenning Húsasmiðjunnar á alvarlegum samkeppnislagabrotum og greiðsla 325 milljón króna sektar varpar ljósi á þau óhæfuverk sem Húsasmiðjan og Byko stunduðu gegn neytendum og Múrbúðinni. Samráð þessara tveggja fyrirtækja um verðlagningu á byggingavörum hefur hækkað byggingarkostnað um milljarða króna, með tilheyrandi vísitöluhækkun á lánum heimila og fyrirtækja. Þetta segir í fréttatilkynningu sem Múrbúðin hefur sent frá sér. Jafnframt segir í tilkynningunni að samráð Húsasmiðjunnar og Byko gegn Múrbúðinni hafi falist í samkeppnishamlandi verðlagningu sem leiddi til þess að Múrbúðin varð að hætta sölu á timbri og grófvöru. Þar með hafi þessi fyrirtæki rutt úr vegi einu alvöru samkeppninni sem var á þessum markaði. Í frétt Samkeppniseftirlitsins um sektargreiðslu Húsasmiðjunnar kemur fram að samráð hennar og Byko hafi einkum gengið út á að koma í veg fyrir að Múrbúðin næði fótfestu á markaði fyrir timbur og grófvöru. Meðal annars er upplýst að Húsasmiðjan viðurkennir að hafa beitt sér til að koma í veg fyrir að Múrbúðin fengi viðunandi viðskiptakjör hjá Steinullarverksmiðjunni. Húsasmiðjan og Byko áttu 50% í Steinullarverksmiðjunni. Á sínum tíma fullyrti forstjóri Steinullarverksmiðjunnar við Múrbúðina að þrýstingur eigenda hefði engin áhrif á viðskiptakjörin. Nú hefur hið gagnstæða verið staðfest. Það skýrir að sjálfsögðu hvers vegna Steinullarverksmiðjan var ófáanleg til að veita Múrbúðinni ásættanleg viðskiptakjör og kom þannig í veg fyrir verðlækkun á vörunni. Múrbúðin telur rétt að benda á að þótt fyrrum eigendur Húsasmiðjunnar hafi tekið að sér að greiða sektina, þá byggir núverandi markaðsstaða Húsasmiðjunnar á ólögmætri samkeppnishegðun fyrirtækisins á sínum tíma. Þeir starfsmenn Húsasmiðjunnar sem brutu samkeppnislög starfa þar enn, þó að þeir sæti sakamálaákæru. Lögbrot Húsasmiðjunnar áttu sér stað meðan fyrirtækið var í eigu Landsbankans og Framtakssjóðs og það er Landsbankinn sem tekur á sig greiðslu 325 milljón króna sektarinnar. Með öðrum orðum, landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og nú borga landsmenn sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir að lokum í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04
Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44