Elítan í norrænum barnabókmenntum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. október 2014 12:30 Tinna Ásgeirsdóttir: „Allir fyrirlesarar á hátíðinni eru í fremstu röð á sínu sviði. Þetta verður rosaflott.“ Vísir/Ernir Alþjóðlega barnabókahátíðin Mýrin hefst í sjöunda sinn í Norræna húsinu á morgun og stendur fram á sunnudag. Á henni koma fram á fjórða tug íslenskra og erlendra rithöfunda. Stór sýning byggð á norrænum barnabókmenntum er haldin í tengslum við hátíðina og stendur yfir í sjö vikur. Á hátíðinni verður einnig haldið málþing um framtíð barnabókmennta, ýmsar málstofur, sköpunarsmiðjur og fleira og fleira. „Þetta er þétt dagskrá,“ segir Tinna Ásgeirsdóttir verkefnastjóri. „Á morgun verður dagskrá fyrir skólahópa, málstofur og stefnumót við höfunda, á föstudag er málþing um framtíðina í barnabókmenntum sem stendur allan daginn og þarf að skrá sig á. Á laugardag verða fleiri málstofur, meðal annars málstofa um það hvernig rithöfundar og barnabókmenntir nálgast viðkvæm viðfangsefni á borð við dauðann og önnur um það sem er tabú að skrifa um í barnabókum á hverjum tíma undir yfirskriftinni Tabú og tíðarandi, sem ég held að verði mjög skemmtileg.“ Á sunnudaginn verða svo upplestrar, leiðsögn og myndasmiðja fyrir börn og foreldra. „Það er rétt að undirstrika að smiðjurnar eru allar hugsaðar sem fjölskylduviðburðir,“ segir Tinna. „Við hvetjum foreldra til að taka þátt í þeim með börnum sínum.“ Á laugardag og sunnudag munu þeir höfundar sem eru tilnefndir í ár til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs lesa upp úr bókum sínum frá klukkan 13 til 15. „Þetta er elítan í barnabókmenntum á Norðurlöndunum í dag,“ segir Tinna. „Og allir fyrirlesarar á hátíðinni eru í fremstu röð á sínu sviði. Þetta verður rosaflott.“ Allar upplýsingar um viðburðina og tímasetningar þeirra er að finna á heimasíðu hátíðarinnar myrin.is. Menning Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira
Alþjóðlega barnabókahátíðin Mýrin hefst í sjöunda sinn í Norræna húsinu á morgun og stendur fram á sunnudag. Á henni koma fram á fjórða tug íslenskra og erlendra rithöfunda. Stór sýning byggð á norrænum barnabókmenntum er haldin í tengslum við hátíðina og stendur yfir í sjö vikur. Á hátíðinni verður einnig haldið málþing um framtíð barnabókmennta, ýmsar málstofur, sköpunarsmiðjur og fleira og fleira. „Þetta er þétt dagskrá,“ segir Tinna Ásgeirsdóttir verkefnastjóri. „Á morgun verður dagskrá fyrir skólahópa, málstofur og stefnumót við höfunda, á föstudag er málþing um framtíðina í barnabókmenntum sem stendur allan daginn og þarf að skrá sig á. Á laugardag verða fleiri málstofur, meðal annars málstofa um það hvernig rithöfundar og barnabókmenntir nálgast viðkvæm viðfangsefni á borð við dauðann og önnur um það sem er tabú að skrifa um í barnabókum á hverjum tíma undir yfirskriftinni Tabú og tíðarandi, sem ég held að verði mjög skemmtileg.“ Á sunnudaginn verða svo upplestrar, leiðsögn og myndasmiðja fyrir börn og foreldra. „Það er rétt að undirstrika að smiðjurnar eru allar hugsaðar sem fjölskylduviðburðir,“ segir Tinna. „Við hvetjum foreldra til að taka þátt í þeim með börnum sínum.“ Á laugardag og sunnudag munu þeir höfundar sem eru tilnefndir í ár til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs lesa upp úr bókum sínum frá klukkan 13 til 15. „Þetta er elítan í barnabókmenntum á Norðurlöndunum í dag,“ segir Tinna. „Og allir fyrirlesarar á hátíðinni eru í fremstu röð á sínu sviði. Þetta verður rosaflott.“ Allar upplýsingar um viðburðina og tímasetningar þeirra er að finna á heimasíðu hátíðarinnar myrin.is.
Menning Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira