Innlent

Nágrannaríki fái að nýta eigin auðlindir

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Sigmundur vill að Grænlendingar ráði sjálfir yfir eigin auðlindum.
Sigmundur vill að Grænlendingar ráði sjálfir yfir eigin auðlindum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigmundur segir afstöðu ríkisstjórnarinnar skýra hvað makríldeiluna varðar.

Framganga Norðmanna í þessari makríldeilu hefur verið algjörlega óásættanleg og ég hef gert forsætisráðherra Noregs grein fyrir því og ég veit að fjármálaráðherra hefur gert það líka," sagði Sigmundur. „Það sem okkur þótti sérstaklega ámælisvert var einmitt  þegar Norðmenn fóru að skipta sér af tvíhliða samningum Íslendinga við önnur ríki."



Aðspurður sagði Sigmundur viðhorf ríkisstjórnarinnar til aukins kvóta Grænlendinga ekki ráðast af því hvort Íslendingar fái að nýta auðlindirnar. „Afstaða okkar er sú að nágrannaríki okkar eins og önnur lönd eigi að fá að nýta eigin auðlindir. Grænlendingar ráða yfir sínum auðlindum og ef þeir vilja vinna með Íslendingum að nýtingu þeirra þá er það að sjálfsögðu bara þeirra mál og okkar Íslendinga, ekki Norðmanna."

Aðrar auðlindir en fiskurinn í Grænlandi

Sigmundur segir auðlindavinnslu í Grænlandi bjóða upp á ýmis tækifæri fyrir Íslendinga á komandi árum. 

„Það eru gríðarlegar auðlindir í Grænlandi aðrar en fiskurinn. Þar eru olía og gas og námuvinnsla sem verður mjög umtalsverð, mjög mikil á næstu árum og áratugum. Þá hefur verið bent á að Ísland liggi best við að þjónusta þá starfsemi á stórum hluta Grænlands, það er að segja í austanverðu Grænlandi. Í þessu felast mjög mikil tækifæri fyrir okkur Íslendinga."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×