"Staða okkar er ömurleg“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. febrúar 2014 19:19 Þungt hljóð er í framhaldskólakennurum eftir samstöðufundi sem haldnir voru um land allt í morgun. Kennararnir segja slæm starfskjör ógna nýliðun í stéttinni og grafa undan skólastarfi. Ákvörðun um hvort ráðist verður í verkfall verður tekin á næstu dögum. Framhaldsskólakennarar lögðu niður störf klukkan fimm mínútur ellefu í dag og funduðu í um klukkutíma. „Það er mikill hugur í fólki. Nú eru liðin of mörg ár í endalausum niðurskurði og staða okkar er ömurleg. Ef að ekkert býðst verðum við að fara í hart, við munum ekki frá hverfa,“ sagði Halldóra Sigurðardóttir, kennarí í MH, að fundi loknum. Kennarar í framhaldsskólum víða um land hafa sent frá sér ályktanir sem samþykktar voru á samstöðufundum. Þær hafa streymt inn á vefsíðu Kennarasambands Íslands í dag, en þar er lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála og vonbrigðum yfir tilboði samninganefndar ríkisins. Framhaldskólakennarar telja sig hafa dregist aftur úr sambærilegum stéttum hjá hinu opinbera undanfarin ár, en meðaltal dagvinnulauna þeirra er í dag rúmlega 395 þúsund krónur á mánuði. Kennararnir vilja að þeim verði bætt kjararýrnum sem þeir telja sig hafa orðið fyrir umfram viðmiðunarstéttir, en þá myndu laun þeirra hækka um 17% og verða rúmar 463 þúsund krónur á mánuði. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir að staðan verði metin á næstu dögum og þá tekin ákvörðun um hvort boðað verði til aðgerða á borð við verkfall. Tengdar fréttir Kennarar áhyggjufullir: Skólum haldið í spennitreyju fjárskorts Kennarafélag Verkmenntaskóla Austurlands krefst leiðréttingar launa og segja stjórnvöld halda framhaldsskólum í spennitreyju fjárskorts. 3. febrúar 2014 13:02 Framhaldsskólakennarar ganga út Kennarar í famhaldsskólum landsins ætla að ganga út úr kennslustundum klukkan 11:05 í dag en boðað hefur verið til fundar kennara í öllum framhaldsskólum landsins á þeim tíma. 3. febrúar 2014 09:01 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Þungt hljóð er í framhaldskólakennurum eftir samstöðufundi sem haldnir voru um land allt í morgun. Kennararnir segja slæm starfskjör ógna nýliðun í stéttinni og grafa undan skólastarfi. Ákvörðun um hvort ráðist verður í verkfall verður tekin á næstu dögum. Framhaldsskólakennarar lögðu niður störf klukkan fimm mínútur ellefu í dag og funduðu í um klukkutíma. „Það er mikill hugur í fólki. Nú eru liðin of mörg ár í endalausum niðurskurði og staða okkar er ömurleg. Ef að ekkert býðst verðum við að fara í hart, við munum ekki frá hverfa,“ sagði Halldóra Sigurðardóttir, kennarí í MH, að fundi loknum. Kennarar í framhaldsskólum víða um land hafa sent frá sér ályktanir sem samþykktar voru á samstöðufundum. Þær hafa streymt inn á vefsíðu Kennarasambands Íslands í dag, en þar er lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála og vonbrigðum yfir tilboði samninganefndar ríkisins. Framhaldskólakennarar telja sig hafa dregist aftur úr sambærilegum stéttum hjá hinu opinbera undanfarin ár, en meðaltal dagvinnulauna þeirra er í dag rúmlega 395 þúsund krónur á mánuði. Kennararnir vilja að þeim verði bætt kjararýrnum sem þeir telja sig hafa orðið fyrir umfram viðmiðunarstéttir, en þá myndu laun þeirra hækka um 17% og verða rúmar 463 þúsund krónur á mánuði. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir að staðan verði metin á næstu dögum og þá tekin ákvörðun um hvort boðað verði til aðgerða á borð við verkfall.
Tengdar fréttir Kennarar áhyggjufullir: Skólum haldið í spennitreyju fjárskorts Kennarafélag Verkmenntaskóla Austurlands krefst leiðréttingar launa og segja stjórnvöld halda framhaldsskólum í spennitreyju fjárskorts. 3. febrúar 2014 13:02 Framhaldsskólakennarar ganga út Kennarar í famhaldsskólum landsins ætla að ganga út úr kennslustundum klukkan 11:05 í dag en boðað hefur verið til fundar kennara í öllum framhaldsskólum landsins á þeim tíma. 3. febrúar 2014 09:01 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Kennarar áhyggjufullir: Skólum haldið í spennitreyju fjárskorts Kennarafélag Verkmenntaskóla Austurlands krefst leiðréttingar launa og segja stjórnvöld halda framhaldsskólum í spennitreyju fjárskorts. 3. febrúar 2014 13:02
Framhaldsskólakennarar ganga út Kennarar í famhaldsskólum landsins ætla að ganga út úr kennslustundum klukkan 11:05 í dag en boðað hefur verið til fundar kennara í öllum framhaldsskólum landsins á þeim tíma. 3. febrúar 2014 09:01