FH stefnir KSÍ og krefst 700 þúsund króna Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar 26. júní 2014 15:13 Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH. Vísir/Pjetur Knattspyrnudeild FH hefur stefnt Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ) og krefst þess að fá 700 þúsund krónur greiddar frá sambandinu. Málið snýst um meinta misnotkun á aðgangspössum KSÍ. KSÍ gefur út svokallaða A-passa á hverju ári en þeir veita frítt aðgengi að knattspyrnuleikjum á Íslandi. Skýrt er kveðið á um í reglugerð hverjir fá slíka passa en meðal handhafa þeirra eru stjórnar- og nefndarmenn KSÍ og knattspyrnudómarar. Stefna FH er tilkomin þar sem menn þar á bæ telja að misnotkun á úthlutun þessara passa hafi orðið til þess að félagið missti af tekjum og vill félagið fá þær tekjur til baka. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir í samtali við Vísi, að hann hafi lengi bent á þessa misnotkun en talað fyrir daufum eyrum. Hann hafi því tekið sig til, greint nafnalista yfir handhafa A-passanna og komist að því að um 40 einstaklingar á listanum uppfylltu ekki skilyrði fyrir að fá úthlutað passanum. „Ég sendi KSÍ bréf þar sem sambandinu voru gefnir tveir kostir. Að afturkalla þessa passa eða borga fyrir aðgengi þessa fólks. Ég fékk svar í þá áttina að mér kæmi þetta ekki við. Þá var ekki annað í stöðunni en að senda sambandinu reikning upp 700 þúsund krónur fyrir aðgengi þessara 40 einstaklinga á ellefu heimaleiki FH síðastliðið sumar. Þeim reikningi var hafnað í tvígang og því var það sent í innheimtu. Og nú er málið komið fyrir dómstóla,“ segir Jón Rúnar. Aðspurður hvort þetta sé hluti af valdatafli milli hans og forystu KSÍ segir Jón Rúnar svo ekki vera. „Þetta er prinsipp- og innheimtumál. Ekkert annað. KSÍ getur ekki verið að bjóða hverjum sem er í partý til mín. Ég vil hafa eitthvað um það segja hverjir koma í mín partý,“ segir Jón Rúnar og bætir við að verið sé að vanvirða þessa passa með því útdeila þeim til hvaða jólasveina sem er. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir í samtali við Vísi að hann sé sorgmæddur yfir þessum málatilbúnaði. „Við höfum unnið þessi mál í góðri sátt við aðilarfélögin og þessi úthlutun byggir að einhverju leyti á hefð,“ segir Geir. Aðspurður um hvort hann óttist að mögulegur dómur FH í hag hafi fordæmisgildi og að sambandið fái í kjölfarið yfir sig holskelfu af reikningum frá hinum ellefu liðum Pepsi-deildarinnar segir Geir svo ekki vera. „Ekkert annað félag innan okkar vébanda hefur gert athugasemdir við úthlutun þessara passa.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Knattspyrnudeild FH hefur stefnt Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ) og krefst þess að fá 700 þúsund krónur greiddar frá sambandinu. Málið snýst um meinta misnotkun á aðgangspössum KSÍ. KSÍ gefur út svokallaða A-passa á hverju ári en þeir veita frítt aðgengi að knattspyrnuleikjum á Íslandi. Skýrt er kveðið á um í reglugerð hverjir fá slíka passa en meðal handhafa þeirra eru stjórnar- og nefndarmenn KSÍ og knattspyrnudómarar. Stefna FH er tilkomin þar sem menn þar á bæ telja að misnotkun á úthlutun þessara passa hafi orðið til þess að félagið missti af tekjum og vill félagið fá þær tekjur til baka. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir í samtali við Vísi, að hann hafi lengi bent á þessa misnotkun en talað fyrir daufum eyrum. Hann hafi því tekið sig til, greint nafnalista yfir handhafa A-passanna og komist að því að um 40 einstaklingar á listanum uppfylltu ekki skilyrði fyrir að fá úthlutað passanum. „Ég sendi KSÍ bréf þar sem sambandinu voru gefnir tveir kostir. Að afturkalla þessa passa eða borga fyrir aðgengi þessa fólks. Ég fékk svar í þá áttina að mér kæmi þetta ekki við. Þá var ekki annað í stöðunni en að senda sambandinu reikning upp 700 þúsund krónur fyrir aðgengi þessara 40 einstaklinga á ellefu heimaleiki FH síðastliðið sumar. Þeim reikningi var hafnað í tvígang og því var það sent í innheimtu. Og nú er málið komið fyrir dómstóla,“ segir Jón Rúnar. Aðspurður hvort þetta sé hluti af valdatafli milli hans og forystu KSÍ segir Jón Rúnar svo ekki vera. „Þetta er prinsipp- og innheimtumál. Ekkert annað. KSÍ getur ekki verið að bjóða hverjum sem er í partý til mín. Ég vil hafa eitthvað um það segja hverjir koma í mín partý,“ segir Jón Rúnar og bætir við að verið sé að vanvirða þessa passa með því útdeila þeim til hvaða jólasveina sem er. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir í samtali við Vísi að hann sé sorgmæddur yfir þessum málatilbúnaði. „Við höfum unnið þessi mál í góðri sátt við aðilarfélögin og þessi úthlutun byggir að einhverju leyti á hefð,“ segir Geir. Aðspurður um hvort hann óttist að mögulegur dómur FH í hag hafi fordæmisgildi og að sambandið fái í kjölfarið yfir sig holskelfu af reikningum frá hinum ellefu liðum Pepsi-deildarinnar segir Geir svo ekki vera. „Ekkert annað félag innan okkar vébanda hefur gert athugasemdir við úthlutun þessara passa.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira