Fótbolti

Elmar: Lítið um sambabolta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Theodór Elmar Bjarnason segir fátt hafa komið á óvart í vináttulandsleik Íslands og Svíþjóðar í Abú Dabí í dag. Svíar höfðu þá betur, 2-0.

„Þetta var jafnt á köflum. Þeir voru meira með boltann eins og við var að búast,“ sagði Elmar en viðtalið, sem var tekið af KSÍ eftir leikinn, má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Við vorum kannski aðeins of stressaðir með boltann en fyrir utan smá kafla í seinni hálfleik þegar við náðum að setja pressu á þá var lítið um sambabolta,“ sagði Elmar enn fremur.

„En það var gaman að fá 90 mínútur og spila aftur [með landsliðinu]. En þetta voru hundleiðinleg úrslit.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×