Verkfalli frestað til 22.maí: "Okkar fólk mætir til vinnu á morgun" Hrund Þórsdóttir skrifar 29. apríl 2014 20:00 Samninganefndir flugvallastarfsmanna og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia funduðu í alla nótt án árangurs og var fundi slitið á sjöunda tímanum í morgun. Ótímabundið verkfall sem hefjast átti klukkan fjögur í nótt hefði náð til yfir 400 flugvallastarfsmanna og leggja átti niður tugi áætlunarflugferða með þúsundir farþega, strax á morgun. Allt flug til og frá landinu og innanlandsflug hefði lagst niður. Fundahöld hófust aftur hjá ríkissáttasemjara um klukkan tvö í dag. Eftir því sem líða tók á daginn varð hljóðið í fundarmönnum léttara og klukkan rúmlega sex tilkynnti Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, að fyrirhugaðri vinnustöðvun hefði verið frestað til tuttugasta og annars maí næstkomandi. „Vinnustöðvun hefur ekki verið aflýst en hluti af sátt er að henni verður frestað til 22.maí. Við höfum náð grunni að samkomulagi sem við munum byggja á og teljum okkur þess umbúin að fresta aðgerðum. Við höfum síðan rúman tíma til að kynna samninginn og greiða um hann atkvæði,“ sagði Kristján. „Okkar fólk mætir til vinnu á morgun eins og ekkert hafi ískorist og engar frekari aðgerðir eru fyrirhugaðar. Við höldum áfram að funda og vonandi klárum við samning í kvöld.“ Kristján vildi ekki ræða innihald nýs tilboðs en sagði að samningsaðilar þyrftu að gera málamiðlanir. Flugmenn Icelandair hafa boðað til nokkurra verkfalla í maí og flugfreyjur hjá Wow vísuðu sínum kjaramálum til ríkissáttasemjara í dag. Það er þó ljóst að þeir sem hugðu á flugferðir á morgun, munu komast ferða sinna. Tengdar fréttir Lög á verkfall líklega kynnt ríkisstjórninni í dag Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu um klukkan hálftíu í morgun. 29. apríl 2014 09:51 Samningaviðræður við flugvallastarfsmenn brotlenda Eins og staðan er nú stefnir allt í verkfall flugvallastarfsmanna sem þýðir að á morgun lamast allar flugsamgöngur til og frá Íslandi. 29. apríl 2014 06:46 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Samninganefndir flugvallastarfsmanna og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia funduðu í alla nótt án árangurs og var fundi slitið á sjöunda tímanum í morgun. Ótímabundið verkfall sem hefjast átti klukkan fjögur í nótt hefði náð til yfir 400 flugvallastarfsmanna og leggja átti niður tugi áætlunarflugferða með þúsundir farþega, strax á morgun. Allt flug til og frá landinu og innanlandsflug hefði lagst niður. Fundahöld hófust aftur hjá ríkissáttasemjara um klukkan tvö í dag. Eftir því sem líða tók á daginn varð hljóðið í fundarmönnum léttara og klukkan rúmlega sex tilkynnti Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, að fyrirhugaðri vinnustöðvun hefði verið frestað til tuttugasta og annars maí næstkomandi. „Vinnustöðvun hefur ekki verið aflýst en hluti af sátt er að henni verður frestað til 22.maí. Við höfum náð grunni að samkomulagi sem við munum byggja á og teljum okkur þess umbúin að fresta aðgerðum. Við höfum síðan rúman tíma til að kynna samninginn og greiða um hann atkvæði,“ sagði Kristján. „Okkar fólk mætir til vinnu á morgun eins og ekkert hafi ískorist og engar frekari aðgerðir eru fyrirhugaðar. Við höldum áfram að funda og vonandi klárum við samning í kvöld.“ Kristján vildi ekki ræða innihald nýs tilboðs en sagði að samningsaðilar þyrftu að gera málamiðlanir. Flugmenn Icelandair hafa boðað til nokkurra verkfalla í maí og flugfreyjur hjá Wow vísuðu sínum kjaramálum til ríkissáttasemjara í dag. Það er þó ljóst að þeir sem hugðu á flugferðir á morgun, munu komast ferða sinna.
Tengdar fréttir Lög á verkfall líklega kynnt ríkisstjórninni í dag Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu um klukkan hálftíu í morgun. 29. apríl 2014 09:51 Samningaviðræður við flugvallastarfsmenn brotlenda Eins og staðan er nú stefnir allt í verkfall flugvallastarfsmanna sem þýðir að á morgun lamast allar flugsamgöngur til og frá Íslandi. 29. apríl 2014 06:46 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Lög á verkfall líklega kynnt ríkisstjórninni í dag Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu um klukkan hálftíu í morgun. 29. apríl 2014 09:51
Samningaviðræður við flugvallastarfsmenn brotlenda Eins og staðan er nú stefnir allt í verkfall flugvallastarfsmanna sem þýðir að á morgun lamast allar flugsamgöngur til og frá Íslandi. 29. apríl 2014 06:46
Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38
Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01