Erlent

Fylgdi „óvart“ klámsíðu á Twitter

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Tifatul Sembiring, samskiptaráðherra Indónesíu olli töluverðu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum í Indónesíu í vikunni þegar hann fylgdi klámsíðu á Twitter „óvart“. Sembiring hefur farið mikinn gegn klámi í Indónesíu og því hefur atvikið vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum.

Sembiring segir að athygli hans hafi verið vakin á klámsíðunni svo hann gæti lokað fyrir hana á Twitter og neitar því að hafa skoðað efni síðunnar. „Ég ýtti óvart á follow takkann. Það getur gerst við notkun snertiskjáa,“ sagði ráðherran.

Eftir atvikið hefur hann stungið upp á því að þeir sem vilji tilkynna klámfengið efni hafi héðan af samband við samstarfsmenn hans, en ekki hann sjálfan.

Samskiptaráðherrann er einn virkasti notandi Twitter í Indónesíu og er með um 732.000 fylgjendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×