Lögreglan glímdi við nakinn mann á bílþaki - myndband Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. mars 2014 11:44 Hér má sjá lögregluna eiga við manninn í gær. Vísir/Skjáskot „Við komum keyrandi inn eftir Hringbrautinni og þá stendur maðurinn þarna nakinn á miðri götunni, hann gengur upp á bílinn minn og byrjar að hossast á þakinu,“ segir Hafdís Ólafsdóttir, sem lenti í óvenjulegri uppákomi í gærkvöldi þegar nakinn maður klifaðraði upp á bíl hennar. Atvikið gerðist á gatnamótum Hringbrautar og Ljósvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í gærkvöldi. „Hann stóð með hendur úti á miðri götunni og ég varð hreinlega að stoppa. Hann lagði hendurnar á húddið, klifraði upp á toppinn á bílnum, reif loftnetið af bílnum og byrjaði að sveifla því,“ útskýrir Hafdís. Hafdís segir umferð hafa stoppað og marga fylgst með atvikinu. „Við hringdum strax á lögregluna. Aðrir vegfarendur voru í viðbragðsstöðu og einn maður var kominn þarna að og sagði okkur að læsa öllum hurðum, sem við gerðum,“ segir Hafdís.Lögreglan fljót á vettvang „Mér skilst að fullt af fólki hafi einnig hringt í lögregluna. Lögreglumennirnir voru mjög fljótir að bregðast við, voru komnir þarna á innan við fimm mínútum,“ segir Hafdís. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá tvo lögreglumenn fjarlæga manninn af þaki bíls Hafdísar. Maðurinn sveiflar loftnetinu sem hann reif af bílnum í átt að lögreglumönnum. Lögreglan beitti pipargasi til að yfirbuga manninn sem er svo komið fyrir í framsæti bifreiðarinnar. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá svör hjá lögreglu um vinnubrögðin við handtökuna í gærkvöldi en engin svör fengið. Í almennri tilkynningu frá lögreglunni frá því í morgun kemur fram hún hafi svarað kalli um nakinn mann sem stöðvaði umferð á Hringbraut. Þegar lögregluna hafi borið að garði hafi komið í ljós að nokkrir bílar hefðu orðið fyrir skemmdum. Lögreglan mat sem svo að maðurinn sýndi henni mótþróa, handtók manninn og færði á lögreglustöð. Í kjölfarið hafi hann verið vistaður á viðeigandi stofnun eins og segir í tilkynningunni.Talaði erlent tungumál eða tungum Hafdís segir manninn hafa talað eitthvað erlent tungumál. „Ég skildi hann ekki. Hann var annaðhvort að tala erlent tungumál eða tala tungum,“ segir Hafdís. Bíll Hafdísar er skemmdur eftir uppákomuna. „Ég hélt fyrst að toppurinn hefði eingögnu orðið fyrir skemmdum, en svo kom í ljós að húddið er líka talsvert skemmt,“ útskýrir Hafdís. Hafdís hefur kært manninn til lögreglu vegna tjónsins. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
„Við komum keyrandi inn eftir Hringbrautinni og þá stendur maðurinn þarna nakinn á miðri götunni, hann gengur upp á bílinn minn og byrjar að hossast á þakinu,“ segir Hafdís Ólafsdóttir, sem lenti í óvenjulegri uppákomi í gærkvöldi þegar nakinn maður klifaðraði upp á bíl hennar. Atvikið gerðist á gatnamótum Hringbrautar og Ljósvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í gærkvöldi. „Hann stóð með hendur úti á miðri götunni og ég varð hreinlega að stoppa. Hann lagði hendurnar á húddið, klifraði upp á toppinn á bílnum, reif loftnetið af bílnum og byrjaði að sveifla því,“ útskýrir Hafdís. Hafdís segir umferð hafa stoppað og marga fylgst með atvikinu. „Við hringdum strax á lögregluna. Aðrir vegfarendur voru í viðbragðsstöðu og einn maður var kominn þarna að og sagði okkur að læsa öllum hurðum, sem við gerðum,“ segir Hafdís.Lögreglan fljót á vettvang „Mér skilst að fullt af fólki hafi einnig hringt í lögregluna. Lögreglumennirnir voru mjög fljótir að bregðast við, voru komnir þarna á innan við fimm mínútum,“ segir Hafdís. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá tvo lögreglumenn fjarlæga manninn af þaki bíls Hafdísar. Maðurinn sveiflar loftnetinu sem hann reif af bílnum í átt að lögreglumönnum. Lögreglan beitti pipargasi til að yfirbuga manninn sem er svo komið fyrir í framsæti bifreiðarinnar. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá svör hjá lögreglu um vinnubrögðin við handtökuna í gærkvöldi en engin svör fengið. Í almennri tilkynningu frá lögreglunni frá því í morgun kemur fram hún hafi svarað kalli um nakinn mann sem stöðvaði umferð á Hringbraut. Þegar lögregluna hafi borið að garði hafi komið í ljós að nokkrir bílar hefðu orðið fyrir skemmdum. Lögreglan mat sem svo að maðurinn sýndi henni mótþróa, handtók manninn og færði á lögreglustöð. Í kjölfarið hafi hann verið vistaður á viðeigandi stofnun eins og segir í tilkynningunni.Talaði erlent tungumál eða tungum Hafdís segir manninn hafa talað eitthvað erlent tungumál. „Ég skildi hann ekki. Hann var annaðhvort að tala erlent tungumál eða tala tungum,“ segir Hafdís. Bíll Hafdísar er skemmdur eftir uppákomuna. „Ég hélt fyrst að toppurinn hefði eingögnu orðið fyrir skemmdum, en svo kom í ljós að húddið er líka talsvert skemmt,“ útskýrir Hafdís. Hafdís hefur kært manninn til lögreglu vegna tjónsins.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira