Lögreglan glímdi við nakinn mann á bílþaki - myndband Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. mars 2014 11:44 Hér má sjá lögregluna eiga við manninn í gær. Vísir/Skjáskot „Við komum keyrandi inn eftir Hringbrautinni og þá stendur maðurinn þarna nakinn á miðri götunni, hann gengur upp á bílinn minn og byrjar að hossast á þakinu,“ segir Hafdís Ólafsdóttir, sem lenti í óvenjulegri uppákomi í gærkvöldi þegar nakinn maður klifaðraði upp á bíl hennar. Atvikið gerðist á gatnamótum Hringbrautar og Ljósvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í gærkvöldi. „Hann stóð með hendur úti á miðri götunni og ég varð hreinlega að stoppa. Hann lagði hendurnar á húddið, klifraði upp á toppinn á bílnum, reif loftnetið af bílnum og byrjaði að sveifla því,“ útskýrir Hafdís. Hafdís segir umferð hafa stoppað og marga fylgst með atvikinu. „Við hringdum strax á lögregluna. Aðrir vegfarendur voru í viðbragðsstöðu og einn maður var kominn þarna að og sagði okkur að læsa öllum hurðum, sem við gerðum,“ segir Hafdís.Lögreglan fljót á vettvang „Mér skilst að fullt af fólki hafi einnig hringt í lögregluna. Lögreglumennirnir voru mjög fljótir að bregðast við, voru komnir þarna á innan við fimm mínútum,“ segir Hafdís. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá tvo lögreglumenn fjarlæga manninn af þaki bíls Hafdísar. Maðurinn sveiflar loftnetinu sem hann reif af bílnum í átt að lögreglumönnum. Lögreglan beitti pipargasi til að yfirbuga manninn sem er svo komið fyrir í framsæti bifreiðarinnar. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá svör hjá lögreglu um vinnubrögðin við handtökuna í gærkvöldi en engin svör fengið. Í almennri tilkynningu frá lögreglunni frá því í morgun kemur fram hún hafi svarað kalli um nakinn mann sem stöðvaði umferð á Hringbraut. Þegar lögregluna hafi borið að garði hafi komið í ljós að nokkrir bílar hefðu orðið fyrir skemmdum. Lögreglan mat sem svo að maðurinn sýndi henni mótþróa, handtók manninn og færði á lögreglustöð. Í kjölfarið hafi hann verið vistaður á viðeigandi stofnun eins og segir í tilkynningunni.Talaði erlent tungumál eða tungum Hafdís segir manninn hafa talað eitthvað erlent tungumál. „Ég skildi hann ekki. Hann var annaðhvort að tala erlent tungumál eða tala tungum,“ segir Hafdís. Bíll Hafdísar er skemmdur eftir uppákomuna. „Ég hélt fyrst að toppurinn hefði eingögnu orðið fyrir skemmdum, en svo kom í ljós að húddið er líka talsvert skemmt,“ útskýrir Hafdís. Hafdís hefur kært manninn til lögreglu vegna tjónsins. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Við komum keyrandi inn eftir Hringbrautinni og þá stendur maðurinn þarna nakinn á miðri götunni, hann gengur upp á bílinn minn og byrjar að hossast á þakinu,“ segir Hafdís Ólafsdóttir, sem lenti í óvenjulegri uppákomi í gærkvöldi þegar nakinn maður klifaðraði upp á bíl hennar. Atvikið gerðist á gatnamótum Hringbrautar og Ljósvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í gærkvöldi. „Hann stóð með hendur úti á miðri götunni og ég varð hreinlega að stoppa. Hann lagði hendurnar á húddið, klifraði upp á toppinn á bílnum, reif loftnetið af bílnum og byrjaði að sveifla því,“ útskýrir Hafdís. Hafdís segir umferð hafa stoppað og marga fylgst með atvikinu. „Við hringdum strax á lögregluna. Aðrir vegfarendur voru í viðbragðsstöðu og einn maður var kominn þarna að og sagði okkur að læsa öllum hurðum, sem við gerðum,“ segir Hafdís.Lögreglan fljót á vettvang „Mér skilst að fullt af fólki hafi einnig hringt í lögregluna. Lögreglumennirnir voru mjög fljótir að bregðast við, voru komnir þarna á innan við fimm mínútum,“ segir Hafdís. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá tvo lögreglumenn fjarlæga manninn af þaki bíls Hafdísar. Maðurinn sveiflar loftnetinu sem hann reif af bílnum í átt að lögreglumönnum. Lögreglan beitti pipargasi til að yfirbuga manninn sem er svo komið fyrir í framsæti bifreiðarinnar. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá svör hjá lögreglu um vinnubrögðin við handtökuna í gærkvöldi en engin svör fengið. Í almennri tilkynningu frá lögreglunni frá því í morgun kemur fram hún hafi svarað kalli um nakinn mann sem stöðvaði umferð á Hringbraut. Þegar lögregluna hafi borið að garði hafi komið í ljós að nokkrir bílar hefðu orðið fyrir skemmdum. Lögreglan mat sem svo að maðurinn sýndi henni mótþróa, handtók manninn og færði á lögreglustöð. Í kjölfarið hafi hann verið vistaður á viðeigandi stofnun eins og segir í tilkynningunni.Talaði erlent tungumál eða tungum Hafdís segir manninn hafa talað eitthvað erlent tungumál. „Ég skildi hann ekki. Hann var annaðhvort að tala erlent tungumál eða tala tungum,“ segir Hafdís. Bíll Hafdísar er skemmdur eftir uppákomuna. „Ég hélt fyrst að toppurinn hefði eingögnu orðið fyrir skemmdum, en svo kom í ljós að húddið er líka talsvert skemmt,“ útskýrir Hafdís. Hafdís hefur kært manninn til lögreglu vegna tjónsins.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira