Lífið

Nunna slær í gegn í þáttunum The Voice

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Skjáskot
Systir Cristina Scuccia, 25 ára gömul nunna, sló í gegn í ítölsku útgáfu The Voice þáttanna. Hún söng lagið No one eftir Alicia Keys og óhætt er að segja að hún hafi slegið dómarana út af laginu.

Frá þessu er sagt á vef Huffington Post.

https://www.huffingtonpost.com/2014/03/20/nun-italy-the-voice_n_5002937.html

Með systir Cristínu í fylgd voru fjórar aðrar nunnur og foreldrar hennar.

Þegar dómararnir spurðu hana hvað Vatíkanið myndi segja við söng hennar sagði Cristína: „Ég vona að Frans páfi hringi í mig núna.“

Myndbandið má sjá hér að neðan

Mynd/Skjáskot





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.