Sex hundruð keyptu kebab á aðfangadag Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. desember 2014 10:00 Yaman er múslimi og finnst sjálfsagt að vinna á jólum á meðan kristnir Íslendingar halda jól sín hátíðleg. Vísir/ Andri Marínó Karlsson Metfjöldi ferðamanna dvelur á Íslandi um jólin, eða um 60 þúsund manns. Meiri eftirspurn er eftir verslun og þjónustu og víða mynduðust langar biðraðir ferðamanna í miðborginni fyrir utan þá fáeinu staði sem höfðu opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Yaman Brikhan, eigandi veitingastaðarins Ali Baba, er einn þeirra sem urðu við aukinni eftirspurn og ákvað að hafa opið yfir öll jólin. Hann sá ekki sérstaka ástæðu til þess í fyrra en í ár var staðurinn fullur bæði á aðfangadagskvöld og jóladag. „Það var alveg brjálað að gera allan aðfangadag, sérstaklega frá klukkan fjögur til sjö. Ég afgreiddi um það bil sex hundruð manns, segir Yaman frá. „Venjulega hef ég haft lokað frá klukkan fjögur á aðfangadag en það er svo mikið af ferðamönnum í bænum. Ég fæ mikið af símtölum frá hótelum um hvort það sé opið hjá mér og ákvað því að hafa opið.“ Hann segist ekki hafa kallað út aukamannskap til að anna eftirspurninni heldur haft snarari handtök. „Við vorum þrjú að afgreiða þegar mest var og það gekk vel. Það voru ekki eingöngu ferðamenn sem komu til okkar í mat á aðfangadag, einhverjir Íslendingar vildu líka kebab í jólamatinn.“ Yamam er upphaflega frá Sýrlandi en fluttist hingað til lands fyrir rúmum fjórtán árum. Hann opnaði veitingastað sinn fyrir fimm árum og hefur notið velgengni. Hann segir ekki mikið mál fyrir sig eða fjölskylduna að vinna yfir jólin. Hann líti á slíka vinnu sem samhjálp við kristna Íslendinga sem vilji halda jólin hátíðleg. „Við erum múslimar og höldum ekki jól. Jólin skipta okkur litlu máli þótt auðvitað finnist okkur gott að fá svolítið meiri tíma með fjölskyldunni. Ég er frá Sýrlandi og þar eru bæði kristnir og múslimar. Þegar okkar trúarhátíðir eru, þá vinna kristnir og þegar það eru jól, þá vinnum við. Þetta er samhjálp.“Straumur ferðamanna Þeir ferðamenn sem halda jól á Íslandi þurfa þjónustu. Það var mikið að gera á þeim veitingastöðum sem höfðu opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Fréttablaðið/ Andri Marínó Karlsson176 þúsund fleiri erlendir ferðamenn hafa farið frá landinu en á sama tímabili í fyrra, eða alls um 915.465. Um er að ræða 23,8% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Mest hefur fjölgun ferðamanna orðið frá N-Ameríku og Bretlandi: N-Ameríkumönnum hefur fjölgað um 33,7%, Bretum um 32,0%, Mið- og S-Evrópubúum um 17,9% og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 29,5%. Norðurlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 8,9%. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Metfjöldi ferðamanna dvelur á Íslandi um jólin, eða um 60 þúsund manns. Meiri eftirspurn er eftir verslun og þjónustu og víða mynduðust langar biðraðir ferðamanna í miðborginni fyrir utan þá fáeinu staði sem höfðu opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Yaman Brikhan, eigandi veitingastaðarins Ali Baba, er einn þeirra sem urðu við aukinni eftirspurn og ákvað að hafa opið yfir öll jólin. Hann sá ekki sérstaka ástæðu til þess í fyrra en í ár var staðurinn fullur bæði á aðfangadagskvöld og jóladag. „Það var alveg brjálað að gera allan aðfangadag, sérstaklega frá klukkan fjögur til sjö. Ég afgreiddi um það bil sex hundruð manns, segir Yaman frá. „Venjulega hef ég haft lokað frá klukkan fjögur á aðfangadag en það er svo mikið af ferðamönnum í bænum. Ég fæ mikið af símtölum frá hótelum um hvort það sé opið hjá mér og ákvað því að hafa opið.“ Hann segist ekki hafa kallað út aukamannskap til að anna eftirspurninni heldur haft snarari handtök. „Við vorum þrjú að afgreiða þegar mest var og það gekk vel. Það voru ekki eingöngu ferðamenn sem komu til okkar í mat á aðfangadag, einhverjir Íslendingar vildu líka kebab í jólamatinn.“ Yamam er upphaflega frá Sýrlandi en fluttist hingað til lands fyrir rúmum fjórtán árum. Hann opnaði veitingastað sinn fyrir fimm árum og hefur notið velgengni. Hann segir ekki mikið mál fyrir sig eða fjölskylduna að vinna yfir jólin. Hann líti á slíka vinnu sem samhjálp við kristna Íslendinga sem vilji halda jólin hátíðleg. „Við erum múslimar og höldum ekki jól. Jólin skipta okkur litlu máli þótt auðvitað finnist okkur gott að fá svolítið meiri tíma með fjölskyldunni. Ég er frá Sýrlandi og þar eru bæði kristnir og múslimar. Þegar okkar trúarhátíðir eru, þá vinna kristnir og þegar það eru jól, þá vinnum við. Þetta er samhjálp.“Straumur ferðamanna Þeir ferðamenn sem halda jól á Íslandi þurfa þjónustu. Það var mikið að gera á þeim veitingastöðum sem höfðu opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Fréttablaðið/ Andri Marínó Karlsson176 þúsund fleiri erlendir ferðamenn hafa farið frá landinu en á sama tímabili í fyrra, eða alls um 915.465. Um er að ræða 23,8% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Mest hefur fjölgun ferðamanna orðið frá N-Ameríku og Bretlandi: N-Ameríkumönnum hefur fjölgað um 33,7%, Bretum um 32,0%, Mið- og S-Evrópubúum um 17,9% og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 29,5%. Norðurlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 8,9%.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira