Sex hundruð keyptu kebab á aðfangadag Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. desember 2014 10:00 Yaman er múslimi og finnst sjálfsagt að vinna á jólum á meðan kristnir Íslendingar halda jól sín hátíðleg. Vísir/ Andri Marínó Karlsson Metfjöldi ferðamanna dvelur á Íslandi um jólin, eða um 60 þúsund manns. Meiri eftirspurn er eftir verslun og þjónustu og víða mynduðust langar biðraðir ferðamanna í miðborginni fyrir utan þá fáeinu staði sem höfðu opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Yaman Brikhan, eigandi veitingastaðarins Ali Baba, er einn þeirra sem urðu við aukinni eftirspurn og ákvað að hafa opið yfir öll jólin. Hann sá ekki sérstaka ástæðu til þess í fyrra en í ár var staðurinn fullur bæði á aðfangadagskvöld og jóladag. „Það var alveg brjálað að gera allan aðfangadag, sérstaklega frá klukkan fjögur til sjö. Ég afgreiddi um það bil sex hundruð manns, segir Yaman frá. „Venjulega hef ég haft lokað frá klukkan fjögur á aðfangadag en það er svo mikið af ferðamönnum í bænum. Ég fæ mikið af símtölum frá hótelum um hvort það sé opið hjá mér og ákvað því að hafa opið.“ Hann segist ekki hafa kallað út aukamannskap til að anna eftirspurninni heldur haft snarari handtök. „Við vorum þrjú að afgreiða þegar mest var og það gekk vel. Það voru ekki eingöngu ferðamenn sem komu til okkar í mat á aðfangadag, einhverjir Íslendingar vildu líka kebab í jólamatinn.“ Yamam er upphaflega frá Sýrlandi en fluttist hingað til lands fyrir rúmum fjórtán árum. Hann opnaði veitingastað sinn fyrir fimm árum og hefur notið velgengni. Hann segir ekki mikið mál fyrir sig eða fjölskylduna að vinna yfir jólin. Hann líti á slíka vinnu sem samhjálp við kristna Íslendinga sem vilji halda jólin hátíðleg. „Við erum múslimar og höldum ekki jól. Jólin skipta okkur litlu máli þótt auðvitað finnist okkur gott að fá svolítið meiri tíma með fjölskyldunni. Ég er frá Sýrlandi og þar eru bæði kristnir og múslimar. Þegar okkar trúarhátíðir eru, þá vinna kristnir og þegar það eru jól, þá vinnum við. Þetta er samhjálp.“Straumur ferðamanna Þeir ferðamenn sem halda jól á Íslandi þurfa þjónustu. Það var mikið að gera á þeim veitingastöðum sem höfðu opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Fréttablaðið/ Andri Marínó Karlsson176 þúsund fleiri erlendir ferðamenn hafa farið frá landinu en á sama tímabili í fyrra, eða alls um 915.465. Um er að ræða 23,8% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Mest hefur fjölgun ferðamanna orðið frá N-Ameríku og Bretlandi: N-Ameríkumönnum hefur fjölgað um 33,7%, Bretum um 32,0%, Mið- og S-Evrópubúum um 17,9% og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 29,5%. Norðurlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 8,9%. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Metfjöldi ferðamanna dvelur á Íslandi um jólin, eða um 60 þúsund manns. Meiri eftirspurn er eftir verslun og þjónustu og víða mynduðust langar biðraðir ferðamanna í miðborginni fyrir utan þá fáeinu staði sem höfðu opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Yaman Brikhan, eigandi veitingastaðarins Ali Baba, er einn þeirra sem urðu við aukinni eftirspurn og ákvað að hafa opið yfir öll jólin. Hann sá ekki sérstaka ástæðu til þess í fyrra en í ár var staðurinn fullur bæði á aðfangadagskvöld og jóladag. „Það var alveg brjálað að gera allan aðfangadag, sérstaklega frá klukkan fjögur til sjö. Ég afgreiddi um það bil sex hundruð manns, segir Yaman frá. „Venjulega hef ég haft lokað frá klukkan fjögur á aðfangadag en það er svo mikið af ferðamönnum í bænum. Ég fæ mikið af símtölum frá hótelum um hvort það sé opið hjá mér og ákvað því að hafa opið.“ Hann segist ekki hafa kallað út aukamannskap til að anna eftirspurninni heldur haft snarari handtök. „Við vorum þrjú að afgreiða þegar mest var og það gekk vel. Það voru ekki eingöngu ferðamenn sem komu til okkar í mat á aðfangadag, einhverjir Íslendingar vildu líka kebab í jólamatinn.“ Yamam er upphaflega frá Sýrlandi en fluttist hingað til lands fyrir rúmum fjórtán árum. Hann opnaði veitingastað sinn fyrir fimm árum og hefur notið velgengni. Hann segir ekki mikið mál fyrir sig eða fjölskylduna að vinna yfir jólin. Hann líti á slíka vinnu sem samhjálp við kristna Íslendinga sem vilji halda jólin hátíðleg. „Við erum múslimar og höldum ekki jól. Jólin skipta okkur litlu máli þótt auðvitað finnist okkur gott að fá svolítið meiri tíma með fjölskyldunni. Ég er frá Sýrlandi og þar eru bæði kristnir og múslimar. Þegar okkar trúarhátíðir eru, þá vinna kristnir og þegar það eru jól, þá vinnum við. Þetta er samhjálp.“Straumur ferðamanna Þeir ferðamenn sem halda jól á Íslandi þurfa þjónustu. Það var mikið að gera á þeim veitingastöðum sem höfðu opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Fréttablaðið/ Andri Marínó Karlsson176 þúsund fleiri erlendir ferðamenn hafa farið frá landinu en á sama tímabili í fyrra, eða alls um 915.465. Um er að ræða 23,8% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Mest hefur fjölgun ferðamanna orðið frá N-Ameríku og Bretlandi: N-Ameríkumönnum hefur fjölgað um 33,7%, Bretum um 32,0%, Mið- og S-Evrópubúum um 17,9% og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 29,5%. Norðurlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 8,9%.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira