Sex hundruð keyptu kebab á aðfangadag Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. desember 2014 10:00 Yaman er múslimi og finnst sjálfsagt að vinna á jólum á meðan kristnir Íslendingar halda jól sín hátíðleg. Vísir/ Andri Marínó Karlsson Metfjöldi ferðamanna dvelur á Íslandi um jólin, eða um 60 þúsund manns. Meiri eftirspurn er eftir verslun og þjónustu og víða mynduðust langar biðraðir ferðamanna í miðborginni fyrir utan þá fáeinu staði sem höfðu opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Yaman Brikhan, eigandi veitingastaðarins Ali Baba, er einn þeirra sem urðu við aukinni eftirspurn og ákvað að hafa opið yfir öll jólin. Hann sá ekki sérstaka ástæðu til þess í fyrra en í ár var staðurinn fullur bæði á aðfangadagskvöld og jóladag. „Það var alveg brjálað að gera allan aðfangadag, sérstaklega frá klukkan fjögur til sjö. Ég afgreiddi um það bil sex hundruð manns, segir Yaman frá. „Venjulega hef ég haft lokað frá klukkan fjögur á aðfangadag en það er svo mikið af ferðamönnum í bænum. Ég fæ mikið af símtölum frá hótelum um hvort það sé opið hjá mér og ákvað því að hafa opið.“ Hann segist ekki hafa kallað út aukamannskap til að anna eftirspurninni heldur haft snarari handtök. „Við vorum þrjú að afgreiða þegar mest var og það gekk vel. Það voru ekki eingöngu ferðamenn sem komu til okkar í mat á aðfangadag, einhverjir Íslendingar vildu líka kebab í jólamatinn.“ Yamam er upphaflega frá Sýrlandi en fluttist hingað til lands fyrir rúmum fjórtán árum. Hann opnaði veitingastað sinn fyrir fimm árum og hefur notið velgengni. Hann segir ekki mikið mál fyrir sig eða fjölskylduna að vinna yfir jólin. Hann líti á slíka vinnu sem samhjálp við kristna Íslendinga sem vilji halda jólin hátíðleg. „Við erum múslimar og höldum ekki jól. Jólin skipta okkur litlu máli þótt auðvitað finnist okkur gott að fá svolítið meiri tíma með fjölskyldunni. Ég er frá Sýrlandi og þar eru bæði kristnir og múslimar. Þegar okkar trúarhátíðir eru, þá vinna kristnir og þegar það eru jól, þá vinnum við. Þetta er samhjálp.“Straumur ferðamanna Þeir ferðamenn sem halda jól á Íslandi þurfa þjónustu. Það var mikið að gera á þeim veitingastöðum sem höfðu opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Fréttablaðið/ Andri Marínó Karlsson176 þúsund fleiri erlendir ferðamenn hafa farið frá landinu en á sama tímabili í fyrra, eða alls um 915.465. Um er að ræða 23,8% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Mest hefur fjölgun ferðamanna orðið frá N-Ameríku og Bretlandi: N-Ameríkumönnum hefur fjölgað um 33,7%, Bretum um 32,0%, Mið- og S-Evrópubúum um 17,9% og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 29,5%. Norðurlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 8,9%. Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Metfjöldi ferðamanna dvelur á Íslandi um jólin, eða um 60 þúsund manns. Meiri eftirspurn er eftir verslun og þjónustu og víða mynduðust langar biðraðir ferðamanna í miðborginni fyrir utan þá fáeinu staði sem höfðu opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Yaman Brikhan, eigandi veitingastaðarins Ali Baba, er einn þeirra sem urðu við aukinni eftirspurn og ákvað að hafa opið yfir öll jólin. Hann sá ekki sérstaka ástæðu til þess í fyrra en í ár var staðurinn fullur bæði á aðfangadagskvöld og jóladag. „Það var alveg brjálað að gera allan aðfangadag, sérstaklega frá klukkan fjögur til sjö. Ég afgreiddi um það bil sex hundruð manns, segir Yaman frá. „Venjulega hef ég haft lokað frá klukkan fjögur á aðfangadag en það er svo mikið af ferðamönnum í bænum. Ég fæ mikið af símtölum frá hótelum um hvort það sé opið hjá mér og ákvað því að hafa opið.“ Hann segist ekki hafa kallað út aukamannskap til að anna eftirspurninni heldur haft snarari handtök. „Við vorum þrjú að afgreiða þegar mest var og það gekk vel. Það voru ekki eingöngu ferðamenn sem komu til okkar í mat á aðfangadag, einhverjir Íslendingar vildu líka kebab í jólamatinn.“ Yamam er upphaflega frá Sýrlandi en fluttist hingað til lands fyrir rúmum fjórtán árum. Hann opnaði veitingastað sinn fyrir fimm árum og hefur notið velgengni. Hann segir ekki mikið mál fyrir sig eða fjölskylduna að vinna yfir jólin. Hann líti á slíka vinnu sem samhjálp við kristna Íslendinga sem vilji halda jólin hátíðleg. „Við erum múslimar og höldum ekki jól. Jólin skipta okkur litlu máli þótt auðvitað finnist okkur gott að fá svolítið meiri tíma með fjölskyldunni. Ég er frá Sýrlandi og þar eru bæði kristnir og múslimar. Þegar okkar trúarhátíðir eru, þá vinna kristnir og þegar það eru jól, þá vinnum við. Þetta er samhjálp.“Straumur ferðamanna Þeir ferðamenn sem halda jól á Íslandi þurfa þjónustu. Það var mikið að gera á þeim veitingastöðum sem höfðu opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Fréttablaðið/ Andri Marínó Karlsson176 þúsund fleiri erlendir ferðamenn hafa farið frá landinu en á sama tímabili í fyrra, eða alls um 915.465. Um er að ræða 23,8% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Mest hefur fjölgun ferðamanna orðið frá N-Ameríku og Bretlandi: N-Ameríkumönnum hefur fjölgað um 33,7%, Bretum um 32,0%, Mið- og S-Evrópubúum um 17,9% og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 29,5%. Norðurlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 8,9%.
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira