Heiðruð fyrir taktfast tónlistarstarf á Akranesi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 09:30 Tónmenntakennarinn Heiðrún glöð með menningarverðlaunin. „Ég er mjög þakklát fyrir þennan heiður,“ segir Heiðrún Hámundardóttir tónmenntakennari glaðlega um menningarverðlaun Akraness 2014 sem hún uppskar fyrir elju sína í að efla tónlistaráhuga krakka á Akranesi. Sjálf er hún ekkert nema hógværðin og þakkar árangur sinn því að hún sé lánsöm í starfi. „Ég er heppin með samstarfsfólk í verkefnunum sem ég hef tekið að mér og líka með yfirmenn því þeir hafa gefið grænt ljós á hugmyndirnar sem ég hef fengið,“ segir hún. Heiðrún hefur búið á Skaganum alla sína tíð ef frá eru talin árin sem hún var í tónlistarnámi, fyrst í Reykjavík og síðan í Árósum í Danmörku. Hún kennir nú í Brekkubæjarskóla og Tónlistarskólanum á Akranesi og kveðst vera hálf í verkfalli, það sé dálítið erfitt. Eitt af því sem Heiðrún hefur lagt lið er verkefnið Ungir-Gamlir. Þar fá áhugasamir krakkar að koma fram á tónleikum með frægu tónlistarfólki sem þeir þekkja. „Við ætluðum að hafa eina tónleika núna á Vökudögum en þeim var frestað vegna verkfalls tónlistarkennara,“ segir Heiðrún. „Eyþór Ingi og Friðrik Dór ætluðu að koma. Vonandi verður hægt að halda þessa tónleika seinna í vetur.“ Heiðrún hefur umsjón með Hátónsbarkakeppni á Akranesi, hún hefur samið og stjórnað söngleik ásamt öðrum og undirbúið tónlistaratriði fyrir hátíðir á Akranesi með lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum. Tónlistarbraut fyrir unglinga, sem er samstarf þriggja skóla, er líka hennar beibí, út úr þeirri vinnu verða til hinar ýmsu hljómsveitir. „Krakkarnir í 10. bekk í Brekkuskóla eru orðnir ansi sjálfstæðir, þeir sækjast eftir að vera í tónmenntastofunni eftir skóla og um helgar að spila,“ segir hún. „Auðvitað eru snúningar við það hjá mér en ég fæ það margfalt til baka.“ Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
„Ég er mjög þakklát fyrir þennan heiður,“ segir Heiðrún Hámundardóttir tónmenntakennari glaðlega um menningarverðlaun Akraness 2014 sem hún uppskar fyrir elju sína í að efla tónlistaráhuga krakka á Akranesi. Sjálf er hún ekkert nema hógværðin og þakkar árangur sinn því að hún sé lánsöm í starfi. „Ég er heppin með samstarfsfólk í verkefnunum sem ég hef tekið að mér og líka með yfirmenn því þeir hafa gefið grænt ljós á hugmyndirnar sem ég hef fengið,“ segir hún. Heiðrún hefur búið á Skaganum alla sína tíð ef frá eru talin árin sem hún var í tónlistarnámi, fyrst í Reykjavík og síðan í Árósum í Danmörku. Hún kennir nú í Brekkubæjarskóla og Tónlistarskólanum á Akranesi og kveðst vera hálf í verkfalli, það sé dálítið erfitt. Eitt af því sem Heiðrún hefur lagt lið er verkefnið Ungir-Gamlir. Þar fá áhugasamir krakkar að koma fram á tónleikum með frægu tónlistarfólki sem þeir þekkja. „Við ætluðum að hafa eina tónleika núna á Vökudögum en þeim var frestað vegna verkfalls tónlistarkennara,“ segir Heiðrún. „Eyþór Ingi og Friðrik Dór ætluðu að koma. Vonandi verður hægt að halda þessa tónleika seinna í vetur.“ Heiðrún hefur umsjón með Hátónsbarkakeppni á Akranesi, hún hefur samið og stjórnað söngleik ásamt öðrum og undirbúið tónlistaratriði fyrir hátíðir á Akranesi með lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum. Tónlistarbraut fyrir unglinga, sem er samstarf þriggja skóla, er líka hennar beibí, út úr þeirri vinnu verða til hinar ýmsu hljómsveitir. „Krakkarnir í 10. bekk í Brekkuskóla eru orðnir ansi sjálfstæðir, þeir sækjast eftir að vera í tónmenntastofunni eftir skóla og um helgar að spila,“ segir hún. „Auðvitað eru snúningar við það hjá mér en ég fæ það margfalt til baka.“
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira