Heiðruð fyrir taktfast tónlistarstarf á Akranesi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 09:30 Tónmenntakennarinn Heiðrún glöð með menningarverðlaunin. „Ég er mjög þakklát fyrir þennan heiður,“ segir Heiðrún Hámundardóttir tónmenntakennari glaðlega um menningarverðlaun Akraness 2014 sem hún uppskar fyrir elju sína í að efla tónlistaráhuga krakka á Akranesi. Sjálf er hún ekkert nema hógværðin og þakkar árangur sinn því að hún sé lánsöm í starfi. „Ég er heppin með samstarfsfólk í verkefnunum sem ég hef tekið að mér og líka með yfirmenn því þeir hafa gefið grænt ljós á hugmyndirnar sem ég hef fengið,“ segir hún. Heiðrún hefur búið á Skaganum alla sína tíð ef frá eru talin árin sem hún var í tónlistarnámi, fyrst í Reykjavík og síðan í Árósum í Danmörku. Hún kennir nú í Brekkubæjarskóla og Tónlistarskólanum á Akranesi og kveðst vera hálf í verkfalli, það sé dálítið erfitt. Eitt af því sem Heiðrún hefur lagt lið er verkefnið Ungir-Gamlir. Þar fá áhugasamir krakkar að koma fram á tónleikum með frægu tónlistarfólki sem þeir þekkja. „Við ætluðum að hafa eina tónleika núna á Vökudögum en þeim var frestað vegna verkfalls tónlistarkennara,“ segir Heiðrún. „Eyþór Ingi og Friðrik Dór ætluðu að koma. Vonandi verður hægt að halda þessa tónleika seinna í vetur.“ Heiðrún hefur umsjón með Hátónsbarkakeppni á Akranesi, hún hefur samið og stjórnað söngleik ásamt öðrum og undirbúið tónlistaratriði fyrir hátíðir á Akranesi með lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum. Tónlistarbraut fyrir unglinga, sem er samstarf þriggja skóla, er líka hennar beibí, út úr þeirri vinnu verða til hinar ýmsu hljómsveitir. „Krakkarnir í 10. bekk í Brekkuskóla eru orðnir ansi sjálfstæðir, þeir sækjast eftir að vera í tónmenntastofunni eftir skóla og um helgar að spila,“ segir hún. „Auðvitað eru snúningar við það hjá mér en ég fæ það margfalt til baka.“ Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
„Ég er mjög þakklát fyrir þennan heiður,“ segir Heiðrún Hámundardóttir tónmenntakennari glaðlega um menningarverðlaun Akraness 2014 sem hún uppskar fyrir elju sína í að efla tónlistaráhuga krakka á Akranesi. Sjálf er hún ekkert nema hógværðin og þakkar árangur sinn því að hún sé lánsöm í starfi. „Ég er heppin með samstarfsfólk í verkefnunum sem ég hef tekið að mér og líka með yfirmenn því þeir hafa gefið grænt ljós á hugmyndirnar sem ég hef fengið,“ segir hún. Heiðrún hefur búið á Skaganum alla sína tíð ef frá eru talin árin sem hún var í tónlistarnámi, fyrst í Reykjavík og síðan í Árósum í Danmörku. Hún kennir nú í Brekkubæjarskóla og Tónlistarskólanum á Akranesi og kveðst vera hálf í verkfalli, það sé dálítið erfitt. Eitt af því sem Heiðrún hefur lagt lið er verkefnið Ungir-Gamlir. Þar fá áhugasamir krakkar að koma fram á tónleikum með frægu tónlistarfólki sem þeir þekkja. „Við ætluðum að hafa eina tónleika núna á Vökudögum en þeim var frestað vegna verkfalls tónlistarkennara,“ segir Heiðrún. „Eyþór Ingi og Friðrik Dór ætluðu að koma. Vonandi verður hægt að halda þessa tónleika seinna í vetur.“ Heiðrún hefur umsjón með Hátónsbarkakeppni á Akranesi, hún hefur samið og stjórnað söngleik ásamt öðrum og undirbúið tónlistaratriði fyrir hátíðir á Akranesi með lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum. Tónlistarbraut fyrir unglinga, sem er samstarf þriggja skóla, er líka hennar beibí, út úr þeirri vinnu verða til hinar ýmsu hljómsveitir. „Krakkarnir í 10. bekk í Brekkuskóla eru orðnir ansi sjálfstæðir, þeir sækjast eftir að vera í tónmenntastofunni eftir skóla og um helgar að spila,“ segir hún. „Auðvitað eru snúningar við það hjá mér en ég fæ það margfalt til baka.“
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira