Þurfa ekki Converse skó og Cheap Monday buxur til að vera töff Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 8. október 2014 09:00 Sigmar, Hlynur og Þorri eru strákarnir á bakvið Reykjavik style. Vísir/Ernir „Ég hef alltaf haft áhuga á tísku. Var alltaf að stelast í fataskápinn hjá mömmu og fara í gamlar leðurbuxur af henni og svona,“ segir Hlynur Hákonarson, tískubloggari og nemi í Tækniskólanum. Hann ásamt tveimur félögum sínum, þeim Þorra Arnarsyni og Sigmari Loga Björnssyni, reka bloggsíðuna rvkstyle.com. Þar birta þeir myndir af sér í fötum sem þeir fá lánuð hjá útvöldum verslunum, stílisera sjálfir og auglýsa. „Ég var að vinna í Selected fyrir tveimur árum síðan og þar kynntist ég Sigmari og komst að því að við höfðum báðir mikinn áhuga og sömu sýn á tísku.mynd/Óðinn ArnarsonOkkur fannst báðum vantar innblástur í herramarkaðinn á Íslandi. Það eru allir eins hér, alltaf sama tuggan. Okkur langaði fyrst og fremst að segja strákunum að þeir þurfi ekki að vera í Converse skóm og Cheap Monday buxum til að vera töff,“ segir Hlynur. „ Ég sýndi Sigmari síðu hjá sænskum bloggara sem heitir Andreas Wijk, en ég hef verið að fylgjast með honum, og út frá því stofnuðum við instagram síðu,“ segir Hlynur, en strax á fyrstu tveimur mánuðunum voru þeir komnir með tíuþúsund fylgjendur. „Við vildum taka þetta skrefinu lengra og stofna heimasíðu, sem við gerðum núna í haust,“ segir Hlynur. Myndirnar tekur fjórtán ára bróðir Þorra, Óðinn Arnarson, en hann er að læra ljósmyndun. mynd/Óðinn Arnarson„Næsta skref hjá okkur er að þróa síðuna. Okkur langar að bæta vefverslun við síðuna og selja vörur frá smásölum úti í mjög takmörkuðu magni,“ segir Hlynur. „Við höfum verið að vinna mjög náið með JÖR líka og sýna föt frá honum. Svo erum við að leita að réttu stelpunni til þess að sjá um stelpuhluta á síðunni,“ segir Hlynur. En hvaðan fær Hlynur innblástur? "Þeir sem ég lít helst upp til eru Jim Morrison, Mick Jagger og David Bowie." Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Lífið Fleiri fréttir Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
„Ég hef alltaf haft áhuga á tísku. Var alltaf að stelast í fataskápinn hjá mömmu og fara í gamlar leðurbuxur af henni og svona,“ segir Hlynur Hákonarson, tískubloggari og nemi í Tækniskólanum. Hann ásamt tveimur félögum sínum, þeim Þorra Arnarsyni og Sigmari Loga Björnssyni, reka bloggsíðuna rvkstyle.com. Þar birta þeir myndir af sér í fötum sem þeir fá lánuð hjá útvöldum verslunum, stílisera sjálfir og auglýsa. „Ég var að vinna í Selected fyrir tveimur árum síðan og þar kynntist ég Sigmari og komst að því að við höfðum báðir mikinn áhuga og sömu sýn á tísku.mynd/Óðinn ArnarsonOkkur fannst báðum vantar innblástur í herramarkaðinn á Íslandi. Það eru allir eins hér, alltaf sama tuggan. Okkur langaði fyrst og fremst að segja strákunum að þeir þurfi ekki að vera í Converse skóm og Cheap Monday buxum til að vera töff,“ segir Hlynur. „ Ég sýndi Sigmari síðu hjá sænskum bloggara sem heitir Andreas Wijk, en ég hef verið að fylgjast með honum, og út frá því stofnuðum við instagram síðu,“ segir Hlynur, en strax á fyrstu tveimur mánuðunum voru þeir komnir með tíuþúsund fylgjendur. „Við vildum taka þetta skrefinu lengra og stofna heimasíðu, sem við gerðum núna í haust,“ segir Hlynur. Myndirnar tekur fjórtán ára bróðir Þorra, Óðinn Arnarson, en hann er að læra ljósmyndun. mynd/Óðinn Arnarson„Næsta skref hjá okkur er að þróa síðuna. Okkur langar að bæta vefverslun við síðuna og selja vörur frá smásölum úti í mjög takmörkuðu magni,“ segir Hlynur. „Við höfum verið að vinna mjög náið með JÖR líka og sýna föt frá honum. Svo erum við að leita að réttu stelpunni til þess að sjá um stelpuhluta á síðunni,“ segir Hlynur. En hvaðan fær Hlynur innblástur? "Þeir sem ég lít helst upp til eru Jim Morrison, Mick Jagger og David Bowie."
Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Lífið Fleiri fréttir Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira