Siðblindir menn sem sækja í berskjaldaðar konur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2014 10:00 Fagfólk, fyrrverandi fíklar og aðstandendur sem Fréttablaðið hafði samband við sögðu öll að dæmin væru mýmörg um karlmenn sem leita í berskjaldaðar konur í neyslu. mynd/getty Nýlega var rætt við aðstandendur Ástríðar, ungrar konu sem svipti sig lífi á Vogi eftir margra ára baráttu við fíknina. Í viðtalinu kom fram að eldri maður í virðulegri stöðu í þjóðfélaginu hefði táldregið konuna á Facebook þegar hún var á afar viðkvæmum stað í lífi sínu og reyndi að standa sig eftir enn eina meðferðina. Eftir að hann hafði gengið lengi á eftir henni féllst hún loks á að þiggja hvítvín og sushi heima hjá honum og féll þar með í bindindinu.Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur segir að fólk í meðferð sé í mörgum tilfellum ákaflega brotið og mörk þess óljós. Því geti samskipti kynjanna orðið flókin.vísir/pjeturEn tilfelli Ástríðar er ekki einsdæmi. Fagfólk, fyrrverandi fíklar og aðstandendur sem Fréttablaðið hafði samband við höfðu öll sömu sögu að segja; dæmin eru mýmörg um karlmenn sem leita í berskjaldaðar konur í neyslu. Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur segir afar flókið að útskýra hvernig manneskjur virðast festast í ofbeldisfullum samböndum. Í einföldu máli rofni öryggiskerfi manneskju sem verður fyrir ofbeldi sem gerir hana berskjaldaðri fyrir áframhaldandi ofbeldi og ofbeldismenn þekkja slíkar konur. „Það er eins og þolendur og gerendur þekki hverjir aðra langar leiðir og það verður til svokallað þolanda-gerandasamband sem einkennist af spennuhring og afleiðingum af ofbeldinu. Til dæmis er ung, brotin stúlka sem er í neyslu, kemur inn í fíknimeðferð eða er að jafna sig eftir meðferð, útsettari fyrir áframhaldandi ofbeldi ef hún nær ekki að vinna með þessi áföll.“ Valdís segir algengt að konur á þessum stað fari í óheilbrigð sambönd í leit að öryggi, væntumþykju og tengslum. Oft séu karlinn og konan bæði mjög brotin í slíkum samböndum en birtingarmyndin sé ólík. Konur verða meira þóknandi í þessum samböndum og karlar frekar stjórnendur og beiti meira ofbeldi. Þessar brotnu stúlkur eru einnig berskjaldaðar gagnvart siðblindum gerendum sem eru ekki endilega í fíknivanda. „Slíkir menn eru ekki í stjórnleysi heldur með mjög skipulagt plan. Þeir eru ötulir og þolinmóðir við að finna sér fórnarlömb og leika sér jafnvel að bráðinni í marga mánuði áður en þeir láta til skarar skríða. Svona fólk er hluti af samfélagsflórunni og það er sorglegt, en þetta er að gerast í samfélaginu og hefur orðið auðveldara með samfélagsmiðlum eins og Facebook.“ Valdís segir mikilvægt að þegar konur berjist við fíknina og fari í meðferð sé tekið á þessum áföllum úr fortíðinni um leið. „Í meðferðum eru karlar og konur flest öll þolendur ofbeldis. Því er mjög mikilvægt að taka á þeim vitandi það að það er tilfinningaruglingur og mörk þeirra eru óljós, dómgreindin er ekki í lagi. Meðferðaraðilar þurfa að taka þetta til greina og því er kynjaskipting í meðferðum nauðsynleg. Til þess að áframhaldandi ofbeldissambönd verði ekki til.“Guðrún Björg ÁgústsdóttirÞeir finna þær á FacebookGuðrún Björg Ágústsdóttir, ráðgjafi í Foreldrahúsi „Hingað koma oft ungar konur sem hafa orðið fyrir því að eldri menn, sem ekki eru í neyslu, hafi notfært sér neyð þeirra,“ segir Rúna. Mennirnir nota peningagjafir, vernd eða fíkniefni til að tæla stúlkurnar til sín. „Þær fá líka að búa hjá þeim gegn því að þær sofi hjá þeim. Dæmi eru um að þeir leigi íbúðir fyrir þær sem þeir hafa svo aðgang að. Stúlkurnar eru yfirleitt leitaðar uppi og þá sérstaklega í gegnum Facebook.“ Kristín Pálsdóttir, stjórnarkona í RótinniSelja sig á bangsadeildinniKristín I. Pálsdóttir, stjórnarkona í Rótinni „Við heyrum af mjög alvarlegum atvikum innan meðferðarkerfisins og því teljum við að kynin eigi að vera algjörlega aðskilin í afvötnun. Þarna er fólk í viðkvæmu ástandi og konur eiga ekki að þurfa að hitta nauðgara sinn í meðferð, mann sem hefur hrellt þær í fortíðinni eða einhvern miklu eldri mann sem þær fara að búa með eftir meðferð í fullkomnu ójafnvægi,“ segir Kristín og að þekkt sé að ungar stúlkur séu áreittar í meðferð inni á Vogi. „Við höfum heyrt dæmi um stúlkur sem selja sig inni á Bangsadeildinni, sem er deild fyrir þá yngstu í meðferð, þar sem þær eiga að vera í skjóli. Þessi dæmi ættu að sanna mikilvægi þess að hafa kynskiptar meðferðir.“ Kristín segir litla meðvitund vera um ólíka stöðu kynjanna í meðferð hjá SÁÁ. „Það er lítil þekking og enginn áhugi á þessum sjónarmiðum. Enda er mikill kynjahalli innan stofnunarinnar líka.“ Tengdar fréttir Oft eldri menn með stelpur í neyslu sem hálfgerðar ambáttir "Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma Ástríðar Ránar Erlendsdóttur heitinnar. 27. september 2014 22:13 Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01 Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Nýlega var rætt við aðstandendur Ástríðar, ungrar konu sem svipti sig lífi á Vogi eftir margra ára baráttu við fíknina. Í viðtalinu kom fram að eldri maður í virðulegri stöðu í þjóðfélaginu hefði táldregið konuna á Facebook þegar hún var á afar viðkvæmum stað í lífi sínu og reyndi að standa sig eftir enn eina meðferðina. Eftir að hann hafði gengið lengi á eftir henni féllst hún loks á að þiggja hvítvín og sushi heima hjá honum og féll þar með í bindindinu.Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur segir að fólk í meðferð sé í mörgum tilfellum ákaflega brotið og mörk þess óljós. Því geti samskipti kynjanna orðið flókin.vísir/pjeturEn tilfelli Ástríðar er ekki einsdæmi. Fagfólk, fyrrverandi fíklar og aðstandendur sem Fréttablaðið hafði samband við höfðu öll sömu sögu að segja; dæmin eru mýmörg um karlmenn sem leita í berskjaldaðar konur í neyslu. Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur segir afar flókið að útskýra hvernig manneskjur virðast festast í ofbeldisfullum samböndum. Í einföldu máli rofni öryggiskerfi manneskju sem verður fyrir ofbeldi sem gerir hana berskjaldaðri fyrir áframhaldandi ofbeldi og ofbeldismenn þekkja slíkar konur. „Það er eins og þolendur og gerendur þekki hverjir aðra langar leiðir og það verður til svokallað þolanda-gerandasamband sem einkennist af spennuhring og afleiðingum af ofbeldinu. Til dæmis er ung, brotin stúlka sem er í neyslu, kemur inn í fíknimeðferð eða er að jafna sig eftir meðferð, útsettari fyrir áframhaldandi ofbeldi ef hún nær ekki að vinna með þessi áföll.“ Valdís segir algengt að konur á þessum stað fari í óheilbrigð sambönd í leit að öryggi, væntumþykju og tengslum. Oft séu karlinn og konan bæði mjög brotin í slíkum samböndum en birtingarmyndin sé ólík. Konur verða meira þóknandi í þessum samböndum og karlar frekar stjórnendur og beiti meira ofbeldi. Þessar brotnu stúlkur eru einnig berskjaldaðar gagnvart siðblindum gerendum sem eru ekki endilega í fíknivanda. „Slíkir menn eru ekki í stjórnleysi heldur með mjög skipulagt plan. Þeir eru ötulir og þolinmóðir við að finna sér fórnarlömb og leika sér jafnvel að bráðinni í marga mánuði áður en þeir láta til skarar skríða. Svona fólk er hluti af samfélagsflórunni og það er sorglegt, en þetta er að gerast í samfélaginu og hefur orðið auðveldara með samfélagsmiðlum eins og Facebook.“ Valdís segir mikilvægt að þegar konur berjist við fíknina og fari í meðferð sé tekið á þessum áföllum úr fortíðinni um leið. „Í meðferðum eru karlar og konur flest öll þolendur ofbeldis. Því er mjög mikilvægt að taka á þeim vitandi það að það er tilfinningaruglingur og mörk þeirra eru óljós, dómgreindin er ekki í lagi. Meðferðaraðilar þurfa að taka þetta til greina og því er kynjaskipting í meðferðum nauðsynleg. Til þess að áframhaldandi ofbeldissambönd verði ekki til.“Guðrún Björg ÁgústsdóttirÞeir finna þær á FacebookGuðrún Björg Ágústsdóttir, ráðgjafi í Foreldrahúsi „Hingað koma oft ungar konur sem hafa orðið fyrir því að eldri menn, sem ekki eru í neyslu, hafi notfært sér neyð þeirra,“ segir Rúna. Mennirnir nota peningagjafir, vernd eða fíkniefni til að tæla stúlkurnar til sín. „Þær fá líka að búa hjá þeim gegn því að þær sofi hjá þeim. Dæmi eru um að þeir leigi íbúðir fyrir þær sem þeir hafa svo aðgang að. Stúlkurnar eru yfirleitt leitaðar uppi og þá sérstaklega í gegnum Facebook.“ Kristín Pálsdóttir, stjórnarkona í RótinniSelja sig á bangsadeildinniKristín I. Pálsdóttir, stjórnarkona í Rótinni „Við heyrum af mjög alvarlegum atvikum innan meðferðarkerfisins og því teljum við að kynin eigi að vera algjörlega aðskilin í afvötnun. Þarna er fólk í viðkvæmu ástandi og konur eiga ekki að þurfa að hitta nauðgara sinn í meðferð, mann sem hefur hrellt þær í fortíðinni eða einhvern miklu eldri mann sem þær fara að búa með eftir meðferð í fullkomnu ójafnvægi,“ segir Kristín og að þekkt sé að ungar stúlkur séu áreittar í meðferð inni á Vogi. „Við höfum heyrt dæmi um stúlkur sem selja sig inni á Bangsadeildinni, sem er deild fyrir þá yngstu í meðferð, þar sem þær eiga að vera í skjóli. Þessi dæmi ættu að sanna mikilvægi þess að hafa kynskiptar meðferðir.“ Kristín segir litla meðvitund vera um ólíka stöðu kynjanna í meðferð hjá SÁÁ. „Það er lítil þekking og enginn áhugi á þessum sjónarmiðum. Enda er mikill kynjahalli innan stofnunarinnar líka.“
Tengdar fréttir Oft eldri menn með stelpur í neyslu sem hálfgerðar ambáttir "Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma Ástríðar Ránar Erlendsdóttur heitinnar. 27. september 2014 22:13 Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01 Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Oft eldri menn með stelpur í neyslu sem hálfgerðar ambáttir "Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma Ástríðar Ránar Erlendsdóttur heitinnar. 27. september 2014 22:13
Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01
Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03