Hvar eru sigurvegararnir í dag? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. september 2014 12:00 vísir/getty Raunveruleikaþátturinn America’s Next Top Model er einn sá farsælasti í heiminum en fyrir stuttu hófust sýningar á 21. seríu undir harðri stjórn Tyru Banks. Í lok hverrar seríu er upprennandi fyrirsæta krýnd sigurvegari en hvað tekur svo við hjá módelunum? Vísir fór á stúfana og hafði upp á níu af þeim tuttugu fyrirsætum sem hafa borið sigur úr býtum í ANTM, eins og þátturinn er kallaður.Á leiklistarbrautEva Marcille Pigford3. sería Eva var iðin við kolann í fyrirsætubransanum eftir sigurinn og vann meðal annars fyrir DKNY, Samsung, og CoverGirl. Undanfarið hefur hún einbeitt sér að leiklist, en er enn á skrá hjá L.A. Models. Hún hefur leikið hlutverk í Smallville, The Young and the Restless og í I Think I Love My Wife. Þá var hún í tónlistarmyndböndunum Live It Up með Jennifer Lopez og Best of Me með Tyrese.Dómari í fegurðarsamkeppniNaima Mora4. sería Naima var dómari í Miss Teen USA árið 2005 og gaf út bókina Naima Mora‘s Model Behavior árið 2012. Hún hefur setið fyrir í blöðum á borð við Elle, Fuego, usWeekly, Radar, In Touch og Star. Þá hefur hún gengið tískupalla fyrir merki á borð við Christopher Deane, Gharani Strok og Walmart. Hún fór með hlutverk í óháðu myndinni Sarbanes-Oxley 2006 og er söngkona í Galaxy of Tar.Vekur athygli á sóríasisCariDee English7. sería CariDee var næstum því rekin úr þáttunum en stóð að lokum uppi sem sigurvegari. Hún hefur blómstrað sem fyrirsæta og prýtt forsíður blaða á borð við Seventeen, Inked og In Touch. Þá hefur hún setið fyrir fyrir merki á borð við L‘Oreal, JCPenney og Carlos Campo. CariDee er auk þess talskona bandarísku sóríasisstofnunarinnar og vill vekja athygli á sjúkdómnum.Gafst ekki uppJaslene Gonzalez8. sería Jaslene var rekin heim í sjöundu seríu en lét ekki deigan síga, reyndi aftur og sigraði í þeirri áttundu. Jaslene hefur haldið sig við fyrirsætubransann og hefur sést í tímaritum eins og usWeekly, In Touch, Vibe Vixen, Seventeen og Latina. Hún hefur einnig verið í aðalhlutverki á fjórum risaskiltum á Times-torgi í New York síðustu ár.Ofurmjótt mittiAnn Ward15. sería Ann vakti verðskuldaða athygli í ANTM þar sem hún var með svo agnarmjótt mitti. Hátískuheimurinn tók Ann fagnandi eftir sigurinn og hefur hún til að mynda setið fyrir í myndaþætti fyrir ítalska Vogue. Þá hefur hún einnig prýtt forsíðu tímaritsins Valet og gengið tískupallana fyrir tískudrottninguna Vivienne Westwood.Eigin línaWhitney Thompson10.sería Whitney er fyrsta og eina fyrirsætan í yfirstærð til að fara með sigur af hólmi í þáttunum. Eftir að hún vann varð hún talsmaður bandaríska átröskunarsambandsins. Hún hefur einnig leikið í auglýsingu fyrir CoverGirl með söngkonunni Rihönnu og unnið fyrirsætustörf fyrir Target, Saks Fifth Avenue og Forever 21. Árið 2009 setti hún síðan á markað skartgripa- og kertalínu sem heitir Supermodel.Glæstar vonirNicole Fox13. sería Nicole varð hlutskörpust í ANTM-seríunni þar sem aðeins lágvaxnar fyrirsætur máttu taka þátt. Síðan hún sigraði hefur hún unnið fyrirsætustörf fyrir merki á borð við Forever 21 og House of Harlow, sem er í eigu Nicole Richie. Glöggir sjónvarpsáhorfendur hafa eflaust einnig tekið eftir því að henni hefur brugðið fyrir í sápuóperunni Bold and the Beautiful.Elskar raunveruleikasjónvarpAdrianne Curry1. sería Adrianne hefur haft í nægu að snúast síðan hún vann fyrstu seríu ANTM, 2003. Tveimur árum síðar tók hún þátt í raunveruleikaþættinum The Surreal Life. Þar hitti hún eiginmann sinn, Christopher Knight, sem er þekktastur fyrir að leika í The Brady Bunch á áttunda áratugnum. Þau gerðu heimildarþætti um líf sitt, My Fair Brady árið 2005. Adrianne og Cristopher skildu árið 2012. Þá hefur Adrianne einnig setið fyrir í Playboy tvisvar. Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Raunveruleikaþátturinn America’s Next Top Model er einn sá farsælasti í heiminum en fyrir stuttu hófust sýningar á 21. seríu undir harðri stjórn Tyru Banks. Í lok hverrar seríu er upprennandi fyrirsæta krýnd sigurvegari en hvað tekur svo við hjá módelunum? Vísir fór á stúfana og hafði upp á níu af þeim tuttugu fyrirsætum sem hafa borið sigur úr býtum í ANTM, eins og þátturinn er kallaður.Á leiklistarbrautEva Marcille Pigford3. sería Eva var iðin við kolann í fyrirsætubransanum eftir sigurinn og vann meðal annars fyrir DKNY, Samsung, og CoverGirl. Undanfarið hefur hún einbeitt sér að leiklist, en er enn á skrá hjá L.A. Models. Hún hefur leikið hlutverk í Smallville, The Young and the Restless og í I Think I Love My Wife. Þá var hún í tónlistarmyndböndunum Live It Up með Jennifer Lopez og Best of Me með Tyrese.Dómari í fegurðarsamkeppniNaima Mora4. sería Naima var dómari í Miss Teen USA árið 2005 og gaf út bókina Naima Mora‘s Model Behavior árið 2012. Hún hefur setið fyrir í blöðum á borð við Elle, Fuego, usWeekly, Radar, In Touch og Star. Þá hefur hún gengið tískupalla fyrir merki á borð við Christopher Deane, Gharani Strok og Walmart. Hún fór með hlutverk í óháðu myndinni Sarbanes-Oxley 2006 og er söngkona í Galaxy of Tar.Vekur athygli á sóríasisCariDee English7. sería CariDee var næstum því rekin úr þáttunum en stóð að lokum uppi sem sigurvegari. Hún hefur blómstrað sem fyrirsæta og prýtt forsíður blaða á borð við Seventeen, Inked og In Touch. Þá hefur hún setið fyrir fyrir merki á borð við L‘Oreal, JCPenney og Carlos Campo. CariDee er auk þess talskona bandarísku sóríasisstofnunarinnar og vill vekja athygli á sjúkdómnum.Gafst ekki uppJaslene Gonzalez8. sería Jaslene var rekin heim í sjöundu seríu en lét ekki deigan síga, reyndi aftur og sigraði í þeirri áttundu. Jaslene hefur haldið sig við fyrirsætubransann og hefur sést í tímaritum eins og usWeekly, In Touch, Vibe Vixen, Seventeen og Latina. Hún hefur einnig verið í aðalhlutverki á fjórum risaskiltum á Times-torgi í New York síðustu ár.Ofurmjótt mittiAnn Ward15. sería Ann vakti verðskuldaða athygli í ANTM þar sem hún var með svo agnarmjótt mitti. Hátískuheimurinn tók Ann fagnandi eftir sigurinn og hefur hún til að mynda setið fyrir í myndaþætti fyrir ítalska Vogue. Þá hefur hún einnig prýtt forsíðu tímaritsins Valet og gengið tískupallana fyrir tískudrottninguna Vivienne Westwood.Eigin línaWhitney Thompson10.sería Whitney er fyrsta og eina fyrirsætan í yfirstærð til að fara með sigur af hólmi í þáttunum. Eftir að hún vann varð hún talsmaður bandaríska átröskunarsambandsins. Hún hefur einnig leikið í auglýsingu fyrir CoverGirl með söngkonunni Rihönnu og unnið fyrirsætustörf fyrir Target, Saks Fifth Avenue og Forever 21. Árið 2009 setti hún síðan á markað skartgripa- og kertalínu sem heitir Supermodel.Glæstar vonirNicole Fox13. sería Nicole varð hlutskörpust í ANTM-seríunni þar sem aðeins lágvaxnar fyrirsætur máttu taka þátt. Síðan hún sigraði hefur hún unnið fyrirsætustörf fyrir merki á borð við Forever 21 og House of Harlow, sem er í eigu Nicole Richie. Glöggir sjónvarpsáhorfendur hafa eflaust einnig tekið eftir því að henni hefur brugðið fyrir í sápuóperunni Bold and the Beautiful.Elskar raunveruleikasjónvarpAdrianne Curry1. sería Adrianne hefur haft í nægu að snúast síðan hún vann fyrstu seríu ANTM, 2003. Tveimur árum síðar tók hún þátt í raunveruleikaþættinum The Surreal Life. Þar hitti hún eiginmann sinn, Christopher Knight, sem er þekktastur fyrir að leika í The Brady Bunch á áttunda áratugnum. Þau gerðu heimildarþætti um líf sitt, My Fair Brady árið 2005. Adrianne og Cristopher skildu árið 2012. Þá hefur Adrianne einnig setið fyrir í Playboy tvisvar.
Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein