Hvar eru sigurvegararnir í dag? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. september 2014 12:00 vísir/getty Raunveruleikaþátturinn America’s Next Top Model er einn sá farsælasti í heiminum en fyrir stuttu hófust sýningar á 21. seríu undir harðri stjórn Tyru Banks. Í lok hverrar seríu er upprennandi fyrirsæta krýnd sigurvegari en hvað tekur svo við hjá módelunum? Vísir fór á stúfana og hafði upp á níu af þeim tuttugu fyrirsætum sem hafa borið sigur úr býtum í ANTM, eins og þátturinn er kallaður.Á leiklistarbrautEva Marcille Pigford3. sería Eva var iðin við kolann í fyrirsætubransanum eftir sigurinn og vann meðal annars fyrir DKNY, Samsung, og CoverGirl. Undanfarið hefur hún einbeitt sér að leiklist, en er enn á skrá hjá L.A. Models. Hún hefur leikið hlutverk í Smallville, The Young and the Restless og í I Think I Love My Wife. Þá var hún í tónlistarmyndböndunum Live It Up með Jennifer Lopez og Best of Me með Tyrese.Dómari í fegurðarsamkeppniNaima Mora4. sería Naima var dómari í Miss Teen USA árið 2005 og gaf út bókina Naima Mora‘s Model Behavior árið 2012. Hún hefur setið fyrir í blöðum á borð við Elle, Fuego, usWeekly, Radar, In Touch og Star. Þá hefur hún gengið tískupalla fyrir merki á borð við Christopher Deane, Gharani Strok og Walmart. Hún fór með hlutverk í óháðu myndinni Sarbanes-Oxley 2006 og er söngkona í Galaxy of Tar.Vekur athygli á sóríasisCariDee English7. sería CariDee var næstum því rekin úr þáttunum en stóð að lokum uppi sem sigurvegari. Hún hefur blómstrað sem fyrirsæta og prýtt forsíður blaða á borð við Seventeen, Inked og In Touch. Þá hefur hún setið fyrir fyrir merki á borð við L‘Oreal, JCPenney og Carlos Campo. CariDee er auk þess talskona bandarísku sóríasisstofnunarinnar og vill vekja athygli á sjúkdómnum.Gafst ekki uppJaslene Gonzalez8. sería Jaslene var rekin heim í sjöundu seríu en lét ekki deigan síga, reyndi aftur og sigraði í þeirri áttundu. Jaslene hefur haldið sig við fyrirsætubransann og hefur sést í tímaritum eins og usWeekly, In Touch, Vibe Vixen, Seventeen og Latina. Hún hefur einnig verið í aðalhlutverki á fjórum risaskiltum á Times-torgi í New York síðustu ár.Ofurmjótt mittiAnn Ward15. sería Ann vakti verðskuldaða athygli í ANTM þar sem hún var með svo agnarmjótt mitti. Hátískuheimurinn tók Ann fagnandi eftir sigurinn og hefur hún til að mynda setið fyrir í myndaþætti fyrir ítalska Vogue. Þá hefur hún einnig prýtt forsíðu tímaritsins Valet og gengið tískupallana fyrir tískudrottninguna Vivienne Westwood.Eigin línaWhitney Thompson10.sería Whitney er fyrsta og eina fyrirsætan í yfirstærð til að fara með sigur af hólmi í þáttunum. Eftir að hún vann varð hún talsmaður bandaríska átröskunarsambandsins. Hún hefur einnig leikið í auglýsingu fyrir CoverGirl með söngkonunni Rihönnu og unnið fyrirsætustörf fyrir Target, Saks Fifth Avenue og Forever 21. Árið 2009 setti hún síðan á markað skartgripa- og kertalínu sem heitir Supermodel.Glæstar vonirNicole Fox13. sería Nicole varð hlutskörpust í ANTM-seríunni þar sem aðeins lágvaxnar fyrirsætur máttu taka þátt. Síðan hún sigraði hefur hún unnið fyrirsætustörf fyrir merki á borð við Forever 21 og House of Harlow, sem er í eigu Nicole Richie. Glöggir sjónvarpsáhorfendur hafa eflaust einnig tekið eftir því að henni hefur brugðið fyrir í sápuóperunni Bold and the Beautiful.Elskar raunveruleikasjónvarpAdrianne Curry1. sería Adrianne hefur haft í nægu að snúast síðan hún vann fyrstu seríu ANTM, 2003. Tveimur árum síðar tók hún þátt í raunveruleikaþættinum The Surreal Life. Þar hitti hún eiginmann sinn, Christopher Knight, sem er þekktastur fyrir að leika í The Brady Bunch á áttunda áratugnum. Þau gerðu heimildarþætti um líf sitt, My Fair Brady árið 2005. Adrianne og Cristopher skildu árið 2012. Þá hefur Adrianne einnig setið fyrir í Playboy tvisvar. Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Raunveruleikaþátturinn America’s Next Top Model er einn sá farsælasti í heiminum en fyrir stuttu hófust sýningar á 21. seríu undir harðri stjórn Tyru Banks. Í lok hverrar seríu er upprennandi fyrirsæta krýnd sigurvegari en hvað tekur svo við hjá módelunum? Vísir fór á stúfana og hafði upp á níu af þeim tuttugu fyrirsætum sem hafa borið sigur úr býtum í ANTM, eins og þátturinn er kallaður.Á leiklistarbrautEva Marcille Pigford3. sería Eva var iðin við kolann í fyrirsætubransanum eftir sigurinn og vann meðal annars fyrir DKNY, Samsung, og CoverGirl. Undanfarið hefur hún einbeitt sér að leiklist, en er enn á skrá hjá L.A. Models. Hún hefur leikið hlutverk í Smallville, The Young and the Restless og í I Think I Love My Wife. Þá var hún í tónlistarmyndböndunum Live It Up með Jennifer Lopez og Best of Me með Tyrese.Dómari í fegurðarsamkeppniNaima Mora4. sería Naima var dómari í Miss Teen USA árið 2005 og gaf út bókina Naima Mora‘s Model Behavior árið 2012. Hún hefur setið fyrir í blöðum á borð við Elle, Fuego, usWeekly, Radar, In Touch og Star. Þá hefur hún gengið tískupalla fyrir merki á borð við Christopher Deane, Gharani Strok og Walmart. Hún fór með hlutverk í óháðu myndinni Sarbanes-Oxley 2006 og er söngkona í Galaxy of Tar.Vekur athygli á sóríasisCariDee English7. sería CariDee var næstum því rekin úr þáttunum en stóð að lokum uppi sem sigurvegari. Hún hefur blómstrað sem fyrirsæta og prýtt forsíður blaða á borð við Seventeen, Inked og In Touch. Þá hefur hún setið fyrir fyrir merki á borð við L‘Oreal, JCPenney og Carlos Campo. CariDee er auk þess talskona bandarísku sóríasisstofnunarinnar og vill vekja athygli á sjúkdómnum.Gafst ekki uppJaslene Gonzalez8. sería Jaslene var rekin heim í sjöundu seríu en lét ekki deigan síga, reyndi aftur og sigraði í þeirri áttundu. Jaslene hefur haldið sig við fyrirsætubransann og hefur sést í tímaritum eins og usWeekly, In Touch, Vibe Vixen, Seventeen og Latina. Hún hefur einnig verið í aðalhlutverki á fjórum risaskiltum á Times-torgi í New York síðustu ár.Ofurmjótt mittiAnn Ward15. sería Ann vakti verðskuldaða athygli í ANTM þar sem hún var með svo agnarmjótt mitti. Hátískuheimurinn tók Ann fagnandi eftir sigurinn og hefur hún til að mynda setið fyrir í myndaþætti fyrir ítalska Vogue. Þá hefur hún einnig prýtt forsíðu tímaritsins Valet og gengið tískupallana fyrir tískudrottninguna Vivienne Westwood.Eigin línaWhitney Thompson10.sería Whitney er fyrsta og eina fyrirsætan í yfirstærð til að fara með sigur af hólmi í þáttunum. Eftir að hún vann varð hún talsmaður bandaríska átröskunarsambandsins. Hún hefur einnig leikið í auglýsingu fyrir CoverGirl með söngkonunni Rihönnu og unnið fyrirsætustörf fyrir Target, Saks Fifth Avenue og Forever 21. Árið 2009 setti hún síðan á markað skartgripa- og kertalínu sem heitir Supermodel.Glæstar vonirNicole Fox13. sería Nicole varð hlutskörpust í ANTM-seríunni þar sem aðeins lágvaxnar fyrirsætur máttu taka þátt. Síðan hún sigraði hefur hún unnið fyrirsætustörf fyrir merki á borð við Forever 21 og House of Harlow, sem er í eigu Nicole Richie. Glöggir sjónvarpsáhorfendur hafa eflaust einnig tekið eftir því að henni hefur brugðið fyrir í sápuóperunni Bold and the Beautiful.Elskar raunveruleikasjónvarpAdrianne Curry1. sería Adrianne hefur haft í nægu að snúast síðan hún vann fyrstu seríu ANTM, 2003. Tveimur árum síðar tók hún þátt í raunveruleikaþættinum The Surreal Life. Þar hitti hún eiginmann sinn, Christopher Knight, sem er þekktastur fyrir að leika í The Brady Bunch á áttunda áratugnum. Þau gerðu heimildarþætti um líf sitt, My Fair Brady árið 2005. Adrianne og Cristopher skildu árið 2012. Þá hefur Adrianne einnig setið fyrir í Playboy tvisvar.
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira