Hver hefur ekki áhuga á kynlífi? Álfrún Pálsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 19:00 Ragnheiður safnar saman bréfum sem henni hefur borist í gegnum tíðina í bókinni Kynlíf, já takk. Vísir/Arnþór Ég skrifaði verkefni í hjúkrunarfræðinni um kynfræðslu og hef alltaf haft mikinn áhuga á kynlífi, en hver hefur það svo sem ekki?“ segir Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir, höfundur bókarinnar Kynlíf, já takk, sem kom út nýverið. Í bókinni safnar Ragnheiður, eða Ragga eins og hún er kölluð, saman úrvali bréfa, spurninga, sem henni hafa borist gegnum tíðina. Ragga hefur fjallað um kynlíf í fjölmiðlum frá árinu 1999 og átti því dágott safn af alls kyns bréfum sem henni þótti við hæfi að deila með almenningi. „Ég byrjaði að skrifa pistla í fjölmiðla árið 1999 og fann að þetta var að leggjast vel í lesendur. Ég fékk að heyra að þeim líkaði við þennan hispurslausa tón um málefnið; að ég skrifaði um kynlíf á mannamáli,“ segir Ragnheiður. Bókinni er skipt niður í fjóra hluta: Konur, Karla, Saman og svo lýkur bókinni á kafla sem heitir Skapandi kynlíf. Höfundur skrifar smá hugleiðingu í upphafi hvers kafla ásamt því að blanda bréfum frá lesendum inn í viðtalsbrot. „Þetta er í raun úrval af uppáhaldsbréfum sem mér hafa borist gegnum tíðina auk viðtala við kynverur,“ segir Ragnheiður, sem ætlar einnig að taka upp námskeið sín fyrir konur í haust. „Þetta er kynferðislegt sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur sem ég var með árið 2005 og ætla að hrinda aftur af stað vegna fjölda áskorana.“ Ragnheiður er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfar núna á bráðageðdeild. Þrátt fyrir að þetta sé hennar fyrsta bók um kynlíf hefur hún áður gefið út prjónabækur. „Ég er mikil prjónakona og þrátt fyrir að kynlíf og prjón eigi kannski ekki mikið sameiginlegt nálgast ég þetta tvennt með svipuðum hætti í bókunum.“Sýnishorn úr bókinni Kynlif, já takk : Hæ Ragga Er eðlilegt að ég fái brjálaðan bóner ef ég hugsa um að láta eldri konu flengja mig? Kær kveðja, B Kæri B Já. kveðja, Ragga Besta Ragga Mikið er talað um lengd tippa, en hver er hin rétta leið til þess að mæla tippið? Það getur nú munað töluverðu ef mælt er neðan frá til topps, eða að innanverðu (sem snýr að maga) og til topps. Gúndi göndull Halló Gúndi Jú þetta er hárrétt hjá þér … ef allur stinningarvefurinn væri mældur mundu tippi lengjast um sirka 2/3 – en til þess þyrfti að skera manninn í sundur svo að sú aðferð er tæpast notuð á siðprúðum íslenskum heimilum. Hin lögformlega aðferð til að mæla tippalengd er hins vegar sú síðarnefnda hjá þér, þ.e. að mæla frá rótinni að ofanverðu (að því gefnu að maðurinn standi uppréttur) og fram til endimarka kóngsins. Vinur minn sem er mikill áhugamaður um tippamælingar segist gera þetta þannig að hann standi við borðbrún, nakinn og með stífan lim, leggi svo félagann á borðið og hafi á borðinu einhverja færanlega fyrirstöðu sem hægt er að láta kónginn nema við s.s. símaskrá eða bara ristavélina. Þá er tippið komið í góða stöðu til mælinga með reglustiku ellegar tommustokk. Gangi þér vel og góða skemmtun, Ragga Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Ég skrifaði verkefni í hjúkrunarfræðinni um kynfræðslu og hef alltaf haft mikinn áhuga á kynlífi, en hver hefur það svo sem ekki?“ segir Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir, höfundur bókarinnar Kynlíf, já takk, sem kom út nýverið. Í bókinni safnar Ragnheiður, eða Ragga eins og hún er kölluð, saman úrvali bréfa, spurninga, sem henni hafa borist gegnum tíðina. Ragga hefur fjallað um kynlíf í fjölmiðlum frá árinu 1999 og átti því dágott safn af alls kyns bréfum sem henni þótti við hæfi að deila með almenningi. „Ég byrjaði að skrifa pistla í fjölmiðla árið 1999 og fann að þetta var að leggjast vel í lesendur. Ég fékk að heyra að þeim líkaði við þennan hispurslausa tón um málefnið; að ég skrifaði um kynlíf á mannamáli,“ segir Ragnheiður. Bókinni er skipt niður í fjóra hluta: Konur, Karla, Saman og svo lýkur bókinni á kafla sem heitir Skapandi kynlíf. Höfundur skrifar smá hugleiðingu í upphafi hvers kafla ásamt því að blanda bréfum frá lesendum inn í viðtalsbrot. „Þetta er í raun úrval af uppáhaldsbréfum sem mér hafa borist gegnum tíðina auk viðtala við kynverur,“ segir Ragnheiður, sem ætlar einnig að taka upp námskeið sín fyrir konur í haust. „Þetta er kynferðislegt sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur sem ég var með árið 2005 og ætla að hrinda aftur af stað vegna fjölda áskorana.“ Ragnheiður er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfar núna á bráðageðdeild. Þrátt fyrir að þetta sé hennar fyrsta bók um kynlíf hefur hún áður gefið út prjónabækur. „Ég er mikil prjónakona og þrátt fyrir að kynlíf og prjón eigi kannski ekki mikið sameiginlegt nálgast ég þetta tvennt með svipuðum hætti í bókunum.“Sýnishorn úr bókinni Kynlif, já takk : Hæ Ragga Er eðlilegt að ég fái brjálaðan bóner ef ég hugsa um að láta eldri konu flengja mig? Kær kveðja, B Kæri B Já. kveðja, Ragga Besta Ragga Mikið er talað um lengd tippa, en hver er hin rétta leið til þess að mæla tippið? Það getur nú munað töluverðu ef mælt er neðan frá til topps, eða að innanverðu (sem snýr að maga) og til topps. Gúndi göndull Halló Gúndi Jú þetta er hárrétt hjá þér … ef allur stinningarvefurinn væri mældur mundu tippi lengjast um sirka 2/3 – en til þess þyrfti að skera manninn í sundur svo að sú aðferð er tæpast notuð á siðprúðum íslenskum heimilum. Hin lögformlega aðferð til að mæla tippalengd er hins vegar sú síðarnefnda hjá þér, þ.e. að mæla frá rótinni að ofanverðu (að því gefnu að maðurinn standi uppréttur) og fram til endimarka kóngsins. Vinur minn sem er mikill áhugamaður um tippamælingar segist gera þetta þannig að hann standi við borðbrún, nakinn og með stífan lim, leggi svo félagann á borðið og hafi á borðinu einhverja færanlega fyrirstöðu sem hægt er að láta kónginn nema við s.s. símaskrá eða bara ristavélina. Þá er tippið komið í góða stöðu til mælinga með reglustiku ellegar tommustokk. Gangi þér vel og góða skemmtun, Ragga
Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein