Hver hefur ekki áhuga á kynlífi? Álfrún Pálsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 19:00 Ragnheiður safnar saman bréfum sem henni hefur borist í gegnum tíðina í bókinni Kynlíf, já takk. Vísir/Arnþór Ég skrifaði verkefni í hjúkrunarfræðinni um kynfræðslu og hef alltaf haft mikinn áhuga á kynlífi, en hver hefur það svo sem ekki?“ segir Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir, höfundur bókarinnar Kynlíf, já takk, sem kom út nýverið. Í bókinni safnar Ragnheiður, eða Ragga eins og hún er kölluð, saman úrvali bréfa, spurninga, sem henni hafa borist gegnum tíðina. Ragga hefur fjallað um kynlíf í fjölmiðlum frá árinu 1999 og átti því dágott safn af alls kyns bréfum sem henni þótti við hæfi að deila með almenningi. „Ég byrjaði að skrifa pistla í fjölmiðla árið 1999 og fann að þetta var að leggjast vel í lesendur. Ég fékk að heyra að þeim líkaði við þennan hispurslausa tón um málefnið; að ég skrifaði um kynlíf á mannamáli,“ segir Ragnheiður. Bókinni er skipt niður í fjóra hluta: Konur, Karla, Saman og svo lýkur bókinni á kafla sem heitir Skapandi kynlíf. Höfundur skrifar smá hugleiðingu í upphafi hvers kafla ásamt því að blanda bréfum frá lesendum inn í viðtalsbrot. „Þetta er í raun úrval af uppáhaldsbréfum sem mér hafa borist gegnum tíðina auk viðtala við kynverur,“ segir Ragnheiður, sem ætlar einnig að taka upp námskeið sín fyrir konur í haust. „Þetta er kynferðislegt sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur sem ég var með árið 2005 og ætla að hrinda aftur af stað vegna fjölda áskorana.“ Ragnheiður er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfar núna á bráðageðdeild. Þrátt fyrir að þetta sé hennar fyrsta bók um kynlíf hefur hún áður gefið út prjónabækur. „Ég er mikil prjónakona og þrátt fyrir að kynlíf og prjón eigi kannski ekki mikið sameiginlegt nálgast ég þetta tvennt með svipuðum hætti í bókunum.“Sýnishorn úr bókinni Kynlif, já takk : Hæ Ragga Er eðlilegt að ég fái brjálaðan bóner ef ég hugsa um að láta eldri konu flengja mig? Kær kveðja, B Kæri B Já. kveðja, Ragga Besta Ragga Mikið er talað um lengd tippa, en hver er hin rétta leið til þess að mæla tippið? Það getur nú munað töluverðu ef mælt er neðan frá til topps, eða að innanverðu (sem snýr að maga) og til topps. Gúndi göndull Halló Gúndi Jú þetta er hárrétt hjá þér … ef allur stinningarvefurinn væri mældur mundu tippi lengjast um sirka 2/3 – en til þess þyrfti að skera manninn í sundur svo að sú aðferð er tæpast notuð á siðprúðum íslenskum heimilum. Hin lögformlega aðferð til að mæla tippalengd er hins vegar sú síðarnefnda hjá þér, þ.e. að mæla frá rótinni að ofanverðu (að því gefnu að maðurinn standi uppréttur) og fram til endimarka kóngsins. Vinur minn sem er mikill áhugamaður um tippamælingar segist gera þetta þannig að hann standi við borðbrún, nakinn og með stífan lim, leggi svo félagann á borðið og hafi á borðinu einhverja færanlega fyrirstöðu sem hægt er að láta kónginn nema við s.s. símaskrá eða bara ristavélina. Þá er tippið komið í góða stöðu til mælinga með reglustiku ellegar tommustokk. Gangi þér vel og góða skemmtun, Ragga Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Ég skrifaði verkefni í hjúkrunarfræðinni um kynfræðslu og hef alltaf haft mikinn áhuga á kynlífi, en hver hefur það svo sem ekki?“ segir Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir, höfundur bókarinnar Kynlíf, já takk, sem kom út nýverið. Í bókinni safnar Ragnheiður, eða Ragga eins og hún er kölluð, saman úrvali bréfa, spurninga, sem henni hafa borist gegnum tíðina. Ragga hefur fjallað um kynlíf í fjölmiðlum frá árinu 1999 og átti því dágott safn af alls kyns bréfum sem henni þótti við hæfi að deila með almenningi. „Ég byrjaði að skrifa pistla í fjölmiðla árið 1999 og fann að þetta var að leggjast vel í lesendur. Ég fékk að heyra að þeim líkaði við þennan hispurslausa tón um málefnið; að ég skrifaði um kynlíf á mannamáli,“ segir Ragnheiður. Bókinni er skipt niður í fjóra hluta: Konur, Karla, Saman og svo lýkur bókinni á kafla sem heitir Skapandi kynlíf. Höfundur skrifar smá hugleiðingu í upphafi hvers kafla ásamt því að blanda bréfum frá lesendum inn í viðtalsbrot. „Þetta er í raun úrval af uppáhaldsbréfum sem mér hafa borist gegnum tíðina auk viðtala við kynverur,“ segir Ragnheiður, sem ætlar einnig að taka upp námskeið sín fyrir konur í haust. „Þetta er kynferðislegt sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur sem ég var með árið 2005 og ætla að hrinda aftur af stað vegna fjölda áskorana.“ Ragnheiður er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfar núna á bráðageðdeild. Þrátt fyrir að þetta sé hennar fyrsta bók um kynlíf hefur hún áður gefið út prjónabækur. „Ég er mikil prjónakona og þrátt fyrir að kynlíf og prjón eigi kannski ekki mikið sameiginlegt nálgast ég þetta tvennt með svipuðum hætti í bókunum.“Sýnishorn úr bókinni Kynlif, já takk : Hæ Ragga Er eðlilegt að ég fái brjálaðan bóner ef ég hugsa um að láta eldri konu flengja mig? Kær kveðja, B Kæri B Já. kveðja, Ragga Besta Ragga Mikið er talað um lengd tippa, en hver er hin rétta leið til þess að mæla tippið? Það getur nú munað töluverðu ef mælt er neðan frá til topps, eða að innanverðu (sem snýr að maga) og til topps. Gúndi göndull Halló Gúndi Jú þetta er hárrétt hjá þér … ef allur stinningarvefurinn væri mældur mundu tippi lengjast um sirka 2/3 – en til þess þyrfti að skera manninn í sundur svo að sú aðferð er tæpast notuð á siðprúðum íslenskum heimilum. Hin lögformlega aðferð til að mæla tippalengd er hins vegar sú síðarnefnda hjá þér, þ.e. að mæla frá rótinni að ofanverðu (að því gefnu að maðurinn standi uppréttur) og fram til endimarka kóngsins. Vinur minn sem er mikill áhugamaður um tippamælingar segist gera þetta þannig að hann standi við borðbrún, nakinn og með stífan lim, leggi svo félagann á borðið og hafi á borðinu einhverja færanlega fyrirstöðu sem hægt er að láta kónginn nema við s.s. símaskrá eða bara ristavélina. Þá er tippið komið í góða stöðu til mælinga með reglustiku ellegar tommustokk. Gangi þér vel og góða skemmtun, Ragga
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira