Gerði heimildarmynd um óskilgreint hugtak Kristjana Arnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 09:00 Anna Gyða segist ekki hafa lært neina kvikmyndagerð en að sig hafi lengi langað til þess að gera heimildarmynd. fréttablaðið/arnþór „Mig langaði að kafa dýpra inn í þennan heim en mörg vandamál í dag þurfa nýjar lausnir,“ segir Anna Gyða Sigurgísladóttir, sem undanfarið ár hefur unnið að gerð heimildarmyndar um samfélagslega frumkvöðlastarfsemi eða „social entrepreneurship“. Hugtakið er flókið í skilgreiningu og hafa fræðimenn víða um heim deilt um hvernig beri að útskýra það. Grunnhugmyndin er þó sú að samfélagið eigi að hagnast á einhvern jákvæðan hátt af frumkvöðlastarfseminni. Anna Gyða ákvað upp á eigin spýtur að kynna sér hugtakið. „Ég byrjaði að rannsaka þetta sjálf og skoða fyrir um tveimur árum. Ég fékk síðan styrki til þess að fara á fullt með verkefnið. Ég er ekkert lærð í kvikmyndagerð en hafði alltaf stefnt að því að gera heimildarmyndir einhvern tímann í lífinu. Það að ég þurfti að kenna mér allt sjálf var eitt það skemmtilegasta við þetta allt saman og það er líka eitthvað sem frumkvöðlastarfsemi er, að henda sér svolítið út í djúpu laugina og byggja eitthvað algjörlega upp frá rótum.“ Myndin ber heitið Problem? Oh, That's An Oppertunity og var tekin upp frá júlí til október í fyrra en Anna Gyða ferðaðist víða um heim til þess að dýpka skilning sinn á hugtakinu. „Ég tók viðtöl við alls konar fræðimenn í Brussel, Stokkhólmi, Boston og New York, ásamt því að taka tvö Skype-viðtöl í Kanada annars vegar og Perú hins vegar. Ég fékk meira að segja að spjalla við mann sem fyrstur kom með þetta hugtak árið 1981, Bill Drayton. Það var mjög áhugavert.“ Nú er myndin komin langt á veg og skilgreining hugtaksins að taka á sig góða og skýra mynd. „Markmiðið er svo að setja upp síðu þar sem myndin verður aðgengileg öllum. Þetta er ekki gert í neinu gróðaskyni. Þetta er algjört ástríðuverkefni enda hef ég óbilandi trú og áhuga á samfélagslegri frumkvöðlastarfsemi.“ Hér að neðan má sjá stiklu úr heimildamyndinni. Problem? Oh, That's An Opportunity - Official Trailer from Anna Gyða on Vimeo. Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
„Mig langaði að kafa dýpra inn í þennan heim en mörg vandamál í dag þurfa nýjar lausnir,“ segir Anna Gyða Sigurgísladóttir, sem undanfarið ár hefur unnið að gerð heimildarmyndar um samfélagslega frumkvöðlastarfsemi eða „social entrepreneurship“. Hugtakið er flókið í skilgreiningu og hafa fræðimenn víða um heim deilt um hvernig beri að útskýra það. Grunnhugmyndin er þó sú að samfélagið eigi að hagnast á einhvern jákvæðan hátt af frumkvöðlastarfseminni. Anna Gyða ákvað upp á eigin spýtur að kynna sér hugtakið. „Ég byrjaði að rannsaka þetta sjálf og skoða fyrir um tveimur árum. Ég fékk síðan styrki til þess að fara á fullt með verkefnið. Ég er ekkert lærð í kvikmyndagerð en hafði alltaf stefnt að því að gera heimildarmyndir einhvern tímann í lífinu. Það að ég þurfti að kenna mér allt sjálf var eitt það skemmtilegasta við þetta allt saman og það er líka eitthvað sem frumkvöðlastarfsemi er, að henda sér svolítið út í djúpu laugina og byggja eitthvað algjörlega upp frá rótum.“ Myndin ber heitið Problem? Oh, That's An Oppertunity og var tekin upp frá júlí til október í fyrra en Anna Gyða ferðaðist víða um heim til þess að dýpka skilning sinn á hugtakinu. „Ég tók viðtöl við alls konar fræðimenn í Brussel, Stokkhólmi, Boston og New York, ásamt því að taka tvö Skype-viðtöl í Kanada annars vegar og Perú hins vegar. Ég fékk meira að segja að spjalla við mann sem fyrstur kom með þetta hugtak árið 1981, Bill Drayton. Það var mjög áhugavert.“ Nú er myndin komin langt á veg og skilgreining hugtaksins að taka á sig góða og skýra mynd. „Markmiðið er svo að setja upp síðu þar sem myndin verður aðgengileg öllum. Þetta er ekki gert í neinu gróðaskyni. Þetta er algjört ástríðuverkefni enda hef ég óbilandi trú og áhuga á samfélagslegri frumkvöðlastarfsemi.“ Hér að neðan má sjá stiklu úr heimildamyndinni. Problem? Oh, That's An Opportunity - Official Trailer from Anna Gyða on Vimeo.
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira