Gerði heimildarmynd um óskilgreint hugtak Kristjana Arnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 09:00 Anna Gyða segist ekki hafa lært neina kvikmyndagerð en að sig hafi lengi langað til þess að gera heimildarmynd. fréttablaðið/arnþór „Mig langaði að kafa dýpra inn í þennan heim en mörg vandamál í dag þurfa nýjar lausnir,“ segir Anna Gyða Sigurgísladóttir, sem undanfarið ár hefur unnið að gerð heimildarmyndar um samfélagslega frumkvöðlastarfsemi eða „social entrepreneurship“. Hugtakið er flókið í skilgreiningu og hafa fræðimenn víða um heim deilt um hvernig beri að útskýra það. Grunnhugmyndin er þó sú að samfélagið eigi að hagnast á einhvern jákvæðan hátt af frumkvöðlastarfseminni. Anna Gyða ákvað upp á eigin spýtur að kynna sér hugtakið. „Ég byrjaði að rannsaka þetta sjálf og skoða fyrir um tveimur árum. Ég fékk síðan styrki til þess að fara á fullt með verkefnið. Ég er ekkert lærð í kvikmyndagerð en hafði alltaf stefnt að því að gera heimildarmyndir einhvern tímann í lífinu. Það að ég þurfti að kenna mér allt sjálf var eitt það skemmtilegasta við þetta allt saman og það er líka eitthvað sem frumkvöðlastarfsemi er, að henda sér svolítið út í djúpu laugina og byggja eitthvað algjörlega upp frá rótum.“ Myndin ber heitið Problem? Oh, That's An Oppertunity og var tekin upp frá júlí til október í fyrra en Anna Gyða ferðaðist víða um heim til þess að dýpka skilning sinn á hugtakinu. „Ég tók viðtöl við alls konar fræðimenn í Brussel, Stokkhólmi, Boston og New York, ásamt því að taka tvö Skype-viðtöl í Kanada annars vegar og Perú hins vegar. Ég fékk meira að segja að spjalla við mann sem fyrstur kom með þetta hugtak árið 1981, Bill Drayton. Það var mjög áhugavert.“ Nú er myndin komin langt á veg og skilgreining hugtaksins að taka á sig góða og skýra mynd. „Markmiðið er svo að setja upp síðu þar sem myndin verður aðgengileg öllum. Þetta er ekki gert í neinu gróðaskyni. Þetta er algjört ástríðuverkefni enda hef ég óbilandi trú og áhuga á samfélagslegri frumkvöðlastarfsemi.“ Hér að neðan má sjá stiklu úr heimildamyndinni. Problem? Oh, That's An Opportunity - Official Trailer from Anna Gyða on Vimeo. Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira
„Mig langaði að kafa dýpra inn í þennan heim en mörg vandamál í dag þurfa nýjar lausnir,“ segir Anna Gyða Sigurgísladóttir, sem undanfarið ár hefur unnið að gerð heimildarmyndar um samfélagslega frumkvöðlastarfsemi eða „social entrepreneurship“. Hugtakið er flókið í skilgreiningu og hafa fræðimenn víða um heim deilt um hvernig beri að útskýra það. Grunnhugmyndin er þó sú að samfélagið eigi að hagnast á einhvern jákvæðan hátt af frumkvöðlastarfseminni. Anna Gyða ákvað upp á eigin spýtur að kynna sér hugtakið. „Ég byrjaði að rannsaka þetta sjálf og skoða fyrir um tveimur árum. Ég fékk síðan styrki til þess að fara á fullt með verkefnið. Ég er ekkert lærð í kvikmyndagerð en hafði alltaf stefnt að því að gera heimildarmyndir einhvern tímann í lífinu. Það að ég þurfti að kenna mér allt sjálf var eitt það skemmtilegasta við þetta allt saman og það er líka eitthvað sem frumkvöðlastarfsemi er, að henda sér svolítið út í djúpu laugina og byggja eitthvað algjörlega upp frá rótum.“ Myndin ber heitið Problem? Oh, That's An Oppertunity og var tekin upp frá júlí til október í fyrra en Anna Gyða ferðaðist víða um heim til þess að dýpka skilning sinn á hugtakinu. „Ég tók viðtöl við alls konar fræðimenn í Brussel, Stokkhólmi, Boston og New York, ásamt því að taka tvö Skype-viðtöl í Kanada annars vegar og Perú hins vegar. Ég fékk meira að segja að spjalla við mann sem fyrstur kom með þetta hugtak árið 1981, Bill Drayton. Það var mjög áhugavert.“ Nú er myndin komin langt á veg og skilgreining hugtaksins að taka á sig góða og skýra mynd. „Markmiðið er svo að setja upp síðu þar sem myndin verður aðgengileg öllum. Þetta er ekki gert í neinu gróðaskyni. Þetta er algjört ástríðuverkefni enda hef ég óbilandi trú og áhuga á samfélagslegri frumkvöðlastarfsemi.“ Hér að neðan má sjá stiklu úr heimildamyndinni. Problem? Oh, That's An Opportunity - Official Trailer from Anna Gyða on Vimeo.
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira