Myndi ekki afþakka boð út í geim Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. ágúst 2014 10:30 Kári slær ekki slöku við og starfar nú uppi í Háskóla Íslands við ritrýni og situr símafundi með NASA. Fréttablaðið/Stefán Kári Helgason útskrifaðist í júlí með doktorsgráðu í stjörnufræði frá háskólanum í Maryland en doktorsverkefni sitt vann hann ásamt ekki síðri mönnum en vísindamönnum hjá bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA. Kári fékk verðlaun fyrir bestan árangur í rannsóknum á sínu ári. „Það var frábær viðurkenning og mikil hvatning,“ segir Kári þegar blaðamaður Fréttablaðsins nær af honum tali þar sem hann situr að störfum í Háskóla Íslands. „The show must go on,“ segir hann og hlær. „Það má ekkert slaka á þó maður sé útskrifaður.“ Kári vann gögn úr geimsjónaukum NASA sem byggðir voru á sama stað og hann vann á. „Maður gat séð verkfræðingana í hvítu sloppunum setja saman geimsjónauka sem verða sendir út í geim eftir 10 ár,“ útskýrir Kári. „Þetta var mjög hvetjandi umhverfi og áhugavert að vera í námunda við allt.“ Hinn nýútskrifaði doktor fékk tiltölulega frjálsar hendur síðustu fjögur árin við val á rannsóknarefnum. „Ég hef mestan áhuga á alheiminum þegar hann var mjög ungur.“ Sérstaklega þykir honum spennandi að rannsaka risasvarthol, hvaðan þau komu og hvort þau hafi haft áhrif á hvernig stjörnurnar mynduðust.Menntað par Hér er Kári ásamt konu sinni, Þórhildi Halldórsdóttur, sem útskrifaðist á sama tíma úr klínískri barnasálfræði. Mynd/Úr einkasafniStarfsumhverfi Kára breytist þó töluvert á næstu misserum þar sem hann fékk styrk frá Evrópusambandinu til þess að starfa á geimrannsóknastöðinni Max Planck Institute for Astrophysics í Þýskalandi. Hann segir ákveðna eftirsjá að því að halda ekki áfram hjá NASA en hann verður þó í nánu sambandi við stofnunina. Kári valdi Þýskaland fram yfir fjölmarga aðra kosti, til að mynda Harvard. „Ég lít fyrst og fremst á það sem forréttindi að fá að starfa á þessu sviði.“ En er engin löngun til að fara út í geim? „Ég held að konan mín vilji það ekki, það er helsta vandamálið.“ Hann segist þó ekki munu slá hendinni á móti því að fara út í geim fái hann boð um það. „Ef það verður hringt í mig og ég spurður hvort ég vilji fara út í geim þá er ég alveg tilbúinn í það. Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira
Kári Helgason útskrifaðist í júlí með doktorsgráðu í stjörnufræði frá háskólanum í Maryland en doktorsverkefni sitt vann hann ásamt ekki síðri mönnum en vísindamönnum hjá bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA. Kári fékk verðlaun fyrir bestan árangur í rannsóknum á sínu ári. „Það var frábær viðurkenning og mikil hvatning,“ segir Kári þegar blaðamaður Fréttablaðsins nær af honum tali þar sem hann situr að störfum í Háskóla Íslands. „The show must go on,“ segir hann og hlær. „Það má ekkert slaka á þó maður sé útskrifaður.“ Kári vann gögn úr geimsjónaukum NASA sem byggðir voru á sama stað og hann vann á. „Maður gat séð verkfræðingana í hvítu sloppunum setja saman geimsjónauka sem verða sendir út í geim eftir 10 ár,“ útskýrir Kári. „Þetta var mjög hvetjandi umhverfi og áhugavert að vera í námunda við allt.“ Hinn nýútskrifaði doktor fékk tiltölulega frjálsar hendur síðustu fjögur árin við val á rannsóknarefnum. „Ég hef mestan áhuga á alheiminum þegar hann var mjög ungur.“ Sérstaklega þykir honum spennandi að rannsaka risasvarthol, hvaðan þau komu og hvort þau hafi haft áhrif á hvernig stjörnurnar mynduðust.Menntað par Hér er Kári ásamt konu sinni, Þórhildi Halldórsdóttur, sem útskrifaðist á sama tíma úr klínískri barnasálfræði. Mynd/Úr einkasafniStarfsumhverfi Kára breytist þó töluvert á næstu misserum þar sem hann fékk styrk frá Evrópusambandinu til þess að starfa á geimrannsóknastöðinni Max Planck Institute for Astrophysics í Þýskalandi. Hann segir ákveðna eftirsjá að því að halda ekki áfram hjá NASA en hann verður þó í nánu sambandi við stofnunina. Kári valdi Þýskaland fram yfir fjölmarga aðra kosti, til að mynda Harvard. „Ég lít fyrst og fremst á það sem forréttindi að fá að starfa á þessu sviði.“ En er engin löngun til að fara út í geim? „Ég held að konan mín vilji það ekki, það er helsta vandamálið.“ Hann segist þó ekki munu slá hendinni á móti því að fara út í geim fái hann boð um það. „Ef það verður hringt í mig og ég spurður hvort ég vilji fara út í geim þá er ég alveg tilbúinn í það.
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira