Myndi ekki afþakka boð út í geim Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. ágúst 2014 10:30 Kári slær ekki slöku við og starfar nú uppi í Háskóla Íslands við ritrýni og situr símafundi með NASA. Fréttablaðið/Stefán Kári Helgason útskrifaðist í júlí með doktorsgráðu í stjörnufræði frá háskólanum í Maryland en doktorsverkefni sitt vann hann ásamt ekki síðri mönnum en vísindamönnum hjá bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA. Kári fékk verðlaun fyrir bestan árangur í rannsóknum á sínu ári. „Það var frábær viðurkenning og mikil hvatning,“ segir Kári þegar blaðamaður Fréttablaðsins nær af honum tali þar sem hann situr að störfum í Háskóla Íslands. „The show must go on,“ segir hann og hlær. „Það má ekkert slaka á þó maður sé útskrifaður.“ Kári vann gögn úr geimsjónaukum NASA sem byggðir voru á sama stað og hann vann á. „Maður gat séð verkfræðingana í hvítu sloppunum setja saman geimsjónauka sem verða sendir út í geim eftir 10 ár,“ útskýrir Kári. „Þetta var mjög hvetjandi umhverfi og áhugavert að vera í námunda við allt.“ Hinn nýútskrifaði doktor fékk tiltölulega frjálsar hendur síðustu fjögur árin við val á rannsóknarefnum. „Ég hef mestan áhuga á alheiminum þegar hann var mjög ungur.“ Sérstaklega þykir honum spennandi að rannsaka risasvarthol, hvaðan þau komu og hvort þau hafi haft áhrif á hvernig stjörnurnar mynduðust.Menntað par Hér er Kári ásamt konu sinni, Þórhildi Halldórsdóttur, sem útskrifaðist á sama tíma úr klínískri barnasálfræði. Mynd/Úr einkasafniStarfsumhverfi Kára breytist þó töluvert á næstu misserum þar sem hann fékk styrk frá Evrópusambandinu til þess að starfa á geimrannsóknastöðinni Max Planck Institute for Astrophysics í Þýskalandi. Hann segir ákveðna eftirsjá að því að halda ekki áfram hjá NASA en hann verður þó í nánu sambandi við stofnunina. Kári valdi Þýskaland fram yfir fjölmarga aðra kosti, til að mynda Harvard. „Ég lít fyrst og fremst á það sem forréttindi að fá að starfa á þessu sviði.“ En er engin löngun til að fara út í geim? „Ég held að konan mín vilji það ekki, það er helsta vandamálið.“ Hann segist þó ekki munu slá hendinni á móti því að fara út í geim fái hann boð um það. „Ef það verður hringt í mig og ég spurður hvort ég vilji fara út í geim þá er ég alveg tilbúinn í það. Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
Kári Helgason útskrifaðist í júlí með doktorsgráðu í stjörnufræði frá háskólanum í Maryland en doktorsverkefni sitt vann hann ásamt ekki síðri mönnum en vísindamönnum hjá bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA. Kári fékk verðlaun fyrir bestan árangur í rannsóknum á sínu ári. „Það var frábær viðurkenning og mikil hvatning,“ segir Kári þegar blaðamaður Fréttablaðsins nær af honum tali þar sem hann situr að störfum í Háskóla Íslands. „The show must go on,“ segir hann og hlær. „Það má ekkert slaka á þó maður sé útskrifaður.“ Kári vann gögn úr geimsjónaukum NASA sem byggðir voru á sama stað og hann vann á. „Maður gat séð verkfræðingana í hvítu sloppunum setja saman geimsjónauka sem verða sendir út í geim eftir 10 ár,“ útskýrir Kári. „Þetta var mjög hvetjandi umhverfi og áhugavert að vera í námunda við allt.“ Hinn nýútskrifaði doktor fékk tiltölulega frjálsar hendur síðustu fjögur árin við val á rannsóknarefnum. „Ég hef mestan áhuga á alheiminum þegar hann var mjög ungur.“ Sérstaklega þykir honum spennandi að rannsaka risasvarthol, hvaðan þau komu og hvort þau hafi haft áhrif á hvernig stjörnurnar mynduðust.Menntað par Hér er Kári ásamt konu sinni, Þórhildi Halldórsdóttur, sem útskrifaðist á sama tíma úr klínískri barnasálfræði. Mynd/Úr einkasafniStarfsumhverfi Kára breytist þó töluvert á næstu misserum þar sem hann fékk styrk frá Evrópusambandinu til þess að starfa á geimrannsóknastöðinni Max Planck Institute for Astrophysics í Þýskalandi. Hann segir ákveðna eftirsjá að því að halda ekki áfram hjá NASA en hann verður þó í nánu sambandi við stofnunina. Kári valdi Þýskaland fram yfir fjölmarga aðra kosti, til að mynda Harvard. „Ég lít fyrst og fremst á það sem forréttindi að fá að starfa á þessu sviði.“ En er engin löngun til að fara út í geim? „Ég held að konan mín vilji það ekki, það er helsta vandamálið.“ Hann segist þó ekki munu slá hendinni á móti því að fara út í geim fái hann boð um það. „Ef það verður hringt í mig og ég spurður hvort ég vilji fara út í geim þá er ég alveg tilbúinn í það.
Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira