Íslenska flothettan í útrás Kristjana Arnarsdóttir skrifar 25. júlí 2014 17:00 Þær Jóhanna og Guðrún Kristjánsdætur hafa rekið heilsuhof við Neslaugina frá því í fyrra við góðan orðstír. „Þetta er alveg búið að slá í gegn, bæði hér á landi og erlendis, en flothettan er farin að seljast út um allar trissur,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir, annar eigandi Systrasamlagsins, um hina íslensku Flothettu. Flothettan var hönnuð af Unni Valdísi Kristjánsdóttur vöruhönnuði fyrir nokkrum árum og var innblásin af vatnsauðlegð þjóðarinnar. Undanfarið hefur notkun hennar færst í aukana og sundlaugar landsins eru nokkrar hverjar farnar að bjóða upp á leigu á hettum. „Það má segja að þetta sé íslenska leiðin til að hugleiða en með flothettunni er megináhersla lögð á slökun og ró. Við vildum fara með þetta upp í laug og leyfa almenningi að prófa að fljóta með okkur,“ segir Guðrún en undanfarið hafa þær systur hjá Systrasamlaginu staðið fyrir svokölluðu samfloti í Neslauginni. Hún segir náttúrulaugarnar víða um land kjörnar fyrir flotið. „Gamla laugin við Flúðir er alveg yndisleg og það er eins og hún sé hönnuð fyrir flot. Ég hugsa einmitt að það verði yndislegt að fara þangað í vetur og fljóta í skammdeginu og fá snjóinn í andlitið eða fylgjast með norðurljósunum.“Flothetturnar þorna eftir gott samflot í Neslauginni.Flothettan hefur vakið þó nokkra athygli erlendis og segir Guðrún hana vera í eins konar útrás. „Umfjöllun á erlendum síðum hefur kveikt áhugann og nú er það svo að Flothettan er nánast komin út um allt, til Bretlands, Kanada, Portúgal, Frakklands, Indlands og meira að segja til Hollywood.“ Guðrún segir að næsta samflot þeirra systra verði í Neslauginni hinn 17. ágúst kl. 9 og hvetur hún þá sem vilja prófa að taka þátt. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Þetta er alveg búið að slá í gegn, bæði hér á landi og erlendis, en flothettan er farin að seljast út um allar trissur,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir, annar eigandi Systrasamlagsins, um hina íslensku Flothettu. Flothettan var hönnuð af Unni Valdísi Kristjánsdóttur vöruhönnuði fyrir nokkrum árum og var innblásin af vatnsauðlegð þjóðarinnar. Undanfarið hefur notkun hennar færst í aukana og sundlaugar landsins eru nokkrar hverjar farnar að bjóða upp á leigu á hettum. „Það má segja að þetta sé íslenska leiðin til að hugleiða en með flothettunni er megináhersla lögð á slökun og ró. Við vildum fara með þetta upp í laug og leyfa almenningi að prófa að fljóta með okkur,“ segir Guðrún en undanfarið hafa þær systur hjá Systrasamlaginu staðið fyrir svokölluðu samfloti í Neslauginni. Hún segir náttúrulaugarnar víða um land kjörnar fyrir flotið. „Gamla laugin við Flúðir er alveg yndisleg og það er eins og hún sé hönnuð fyrir flot. Ég hugsa einmitt að það verði yndislegt að fara þangað í vetur og fljóta í skammdeginu og fá snjóinn í andlitið eða fylgjast með norðurljósunum.“Flothetturnar þorna eftir gott samflot í Neslauginni.Flothettan hefur vakið þó nokkra athygli erlendis og segir Guðrún hana vera í eins konar útrás. „Umfjöllun á erlendum síðum hefur kveikt áhugann og nú er það svo að Flothettan er nánast komin út um allt, til Bretlands, Kanada, Portúgal, Frakklands, Indlands og meira að segja til Hollywood.“ Guðrún segir að næsta samflot þeirra systra verði í Neslauginni hinn 17. ágúst kl. 9 og hvetur hún þá sem vilja prófa að taka þátt.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira