Tuttugu unglingum stefnt út á haf Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júlí 2014 12:30 Erla Ósk Pétursdóttir framkvæmdastjóri Codland sem starfrækir Codland-vinnuskólann. Mynd/Einkasafn „Markmiðið með skólanum er að efla áhuga ungs fólks á sjávarútveginum,“ segir Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codland sem starfrækir Codland-vinnuskólann í samstarfi við Grindavíkurbæ. Um er að ræða engan venjulegan vinnuskóla þar sem unglingar reyta arfa og sópa gangstéttir, heldur fá ungmenni Codland-vinnuskólans að kynna sér störf innan sjávarútvegsgeirans en fá þó laun líkt og þau væru í hefðbundnum vinnuskóla. Unglingarnir fá að fara um borð í skip, í vinnslu, sjá fullvinnslu aukaafurða og fræðast um sjávartengdar rannsóknir hjá Þekkingarsetri Suðurnesja. „Við fáum þau einnig til þess að koma með hugmyndir, því hugmyndir hafa komið fram um að þróa sjávarútvegsapp og okkur langar til að vita hvað þeim finnst spennandi við sjávarútveginn. Það er gott að fá ferskar hugmyndir frá unglingunum. Það er auðvitað hagur sjávarútvegsins að ungt fólk vilji vinna innan geirans.“Unglingarnir skemmta sér konunglega í vinnuskólanum.Upphaflega hugmyndin að skólanum kom frá Íslenska sjávarklasanum, sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja í haftengdri starfsemi á Íslandi. „Grindavíkurbær sýndi þessu strax mikinn áhuga og nú erum við að fara af stað með skólann í annað sinn,“ segir Erla Ósk. Um tuttugu krakkar taka þátt en færri komast að en vilja og segir Erla Ósk alla þá unglinga sem tóku þátt í fyrra hafa verið mjög ánægða og finnur hún fyrir mikilli spennu á meðal ungmenna í ár.Unglingarnir fá leiðsögn á ýmsum sviðum.„Þau voru mjög spennt yfir þessu en það hafa auðvitað ekki allir áhuga á veiðum og að vera úti á sjó, því áhugi þeirra er misjafn eins og þau eru mörg. Við erum þess vegna að sýna krökkunum að það sé mikilli fjöldi starfa og greina innan sjávarútvegsins; þau geti farið í tölvunarfræði eða líffræði og samt starfað við sjávarútveg og að sjávarútvegurinn þurfi fólk með mismunandi bakgrunn,“ útskýrir Erla Ósk. Fyrirhugað var að hefja skólastarfið í dag en það þurfti að fresta því. „Við sáum að meira en helmingur þátttakenda er að keppa á Rey Cup og þess vegna var ekki annað hægt en að seinka þessu fram yfir helgi. Það er líka svo mikið af flottu knattspyrnufólki hérna í Grindavík,“ segir Erla Ósk og hlær. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Markmiðið með skólanum er að efla áhuga ungs fólks á sjávarútveginum,“ segir Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codland sem starfrækir Codland-vinnuskólann í samstarfi við Grindavíkurbæ. Um er að ræða engan venjulegan vinnuskóla þar sem unglingar reyta arfa og sópa gangstéttir, heldur fá ungmenni Codland-vinnuskólans að kynna sér störf innan sjávarútvegsgeirans en fá þó laun líkt og þau væru í hefðbundnum vinnuskóla. Unglingarnir fá að fara um borð í skip, í vinnslu, sjá fullvinnslu aukaafurða og fræðast um sjávartengdar rannsóknir hjá Þekkingarsetri Suðurnesja. „Við fáum þau einnig til þess að koma með hugmyndir, því hugmyndir hafa komið fram um að þróa sjávarútvegsapp og okkur langar til að vita hvað þeim finnst spennandi við sjávarútveginn. Það er gott að fá ferskar hugmyndir frá unglingunum. Það er auðvitað hagur sjávarútvegsins að ungt fólk vilji vinna innan geirans.“Unglingarnir skemmta sér konunglega í vinnuskólanum.Upphaflega hugmyndin að skólanum kom frá Íslenska sjávarklasanum, sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja í haftengdri starfsemi á Íslandi. „Grindavíkurbær sýndi þessu strax mikinn áhuga og nú erum við að fara af stað með skólann í annað sinn,“ segir Erla Ósk. Um tuttugu krakkar taka þátt en færri komast að en vilja og segir Erla Ósk alla þá unglinga sem tóku þátt í fyrra hafa verið mjög ánægða og finnur hún fyrir mikilli spennu á meðal ungmenna í ár.Unglingarnir fá leiðsögn á ýmsum sviðum.„Þau voru mjög spennt yfir þessu en það hafa auðvitað ekki allir áhuga á veiðum og að vera úti á sjó, því áhugi þeirra er misjafn eins og þau eru mörg. Við erum þess vegna að sýna krökkunum að það sé mikilli fjöldi starfa og greina innan sjávarútvegsins; þau geti farið í tölvunarfræði eða líffræði og samt starfað við sjávarútveg og að sjávarútvegurinn þurfi fólk með mismunandi bakgrunn,“ útskýrir Erla Ósk. Fyrirhugað var að hefja skólastarfið í dag en það þurfti að fresta því. „Við sáum að meira en helmingur þátttakenda er að keppa á Rey Cup og þess vegna var ekki annað hægt en að seinka þessu fram yfir helgi. Það er líka svo mikið af flottu knattspyrnufólki hérna í Grindavík,“ segir Erla Ósk og hlær.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira