Tuttugu unglingum stefnt út á haf Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júlí 2014 12:30 Erla Ósk Pétursdóttir framkvæmdastjóri Codland sem starfrækir Codland-vinnuskólann. Mynd/Einkasafn „Markmiðið með skólanum er að efla áhuga ungs fólks á sjávarútveginum,“ segir Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codland sem starfrækir Codland-vinnuskólann í samstarfi við Grindavíkurbæ. Um er að ræða engan venjulegan vinnuskóla þar sem unglingar reyta arfa og sópa gangstéttir, heldur fá ungmenni Codland-vinnuskólans að kynna sér störf innan sjávarútvegsgeirans en fá þó laun líkt og þau væru í hefðbundnum vinnuskóla. Unglingarnir fá að fara um borð í skip, í vinnslu, sjá fullvinnslu aukaafurða og fræðast um sjávartengdar rannsóknir hjá Þekkingarsetri Suðurnesja. „Við fáum þau einnig til þess að koma með hugmyndir, því hugmyndir hafa komið fram um að þróa sjávarútvegsapp og okkur langar til að vita hvað þeim finnst spennandi við sjávarútveginn. Það er gott að fá ferskar hugmyndir frá unglingunum. Það er auðvitað hagur sjávarútvegsins að ungt fólk vilji vinna innan geirans.“Unglingarnir skemmta sér konunglega í vinnuskólanum.Upphaflega hugmyndin að skólanum kom frá Íslenska sjávarklasanum, sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja í haftengdri starfsemi á Íslandi. „Grindavíkurbær sýndi þessu strax mikinn áhuga og nú erum við að fara af stað með skólann í annað sinn,“ segir Erla Ósk. Um tuttugu krakkar taka þátt en færri komast að en vilja og segir Erla Ósk alla þá unglinga sem tóku þátt í fyrra hafa verið mjög ánægða og finnur hún fyrir mikilli spennu á meðal ungmenna í ár.Unglingarnir fá leiðsögn á ýmsum sviðum.„Þau voru mjög spennt yfir þessu en það hafa auðvitað ekki allir áhuga á veiðum og að vera úti á sjó, því áhugi þeirra er misjafn eins og þau eru mörg. Við erum þess vegna að sýna krökkunum að það sé mikilli fjöldi starfa og greina innan sjávarútvegsins; þau geti farið í tölvunarfræði eða líffræði og samt starfað við sjávarútveg og að sjávarútvegurinn þurfi fólk með mismunandi bakgrunn,“ útskýrir Erla Ósk. Fyrirhugað var að hefja skólastarfið í dag en það þurfti að fresta því. „Við sáum að meira en helmingur þátttakenda er að keppa á Rey Cup og þess vegna var ekki annað hægt en að seinka þessu fram yfir helgi. Það er líka svo mikið af flottu knattspyrnufólki hérna í Grindavík,“ segir Erla Ósk og hlær. Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
„Markmiðið með skólanum er að efla áhuga ungs fólks á sjávarútveginum,“ segir Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codland sem starfrækir Codland-vinnuskólann í samstarfi við Grindavíkurbæ. Um er að ræða engan venjulegan vinnuskóla þar sem unglingar reyta arfa og sópa gangstéttir, heldur fá ungmenni Codland-vinnuskólans að kynna sér störf innan sjávarútvegsgeirans en fá þó laun líkt og þau væru í hefðbundnum vinnuskóla. Unglingarnir fá að fara um borð í skip, í vinnslu, sjá fullvinnslu aukaafurða og fræðast um sjávartengdar rannsóknir hjá Þekkingarsetri Suðurnesja. „Við fáum þau einnig til þess að koma með hugmyndir, því hugmyndir hafa komið fram um að þróa sjávarútvegsapp og okkur langar til að vita hvað þeim finnst spennandi við sjávarútveginn. Það er gott að fá ferskar hugmyndir frá unglingunum. Það er auðvitað hagur sjávarútvegsins að ungt fólk vilji vinna innan geirans.“Unglingarnir skemmta sér konunglega í vinnuskólanum.Upphaflega hugmyndin að skólanum kom frá Íslenska sjávarklasanum, sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja í haftengdri starfsemi á Íslandi. „Grindavíkurbær sýndi þessu strax mikinn áhuga og nú erum við að fara af stað með skólann í annað sinn,“ segir Erla Ósk. Um tuttugu krakkar taka þátt en færri komast að en vilja og segir Erla Ósk alla þá unglinga sem tóku þátt í fyrra hafa verið mjög ánægða og finnur hún fyrir mikilli spennu á meðal ungmenna í ár.Unglingarnir fá leiðsögn á ýmsum sviðum.„Þau voru mjög spennt yfir þessu en það hafa auðvitað ekki allir áhuga á veiðum og að vera úti á sjó, því áhugi þeirra er misjafn eins og þau eru mörg. Við erum þess vegna að sýna krökkunum að það sé mikilli fjöldi starfa og greina innan sjávarútvegsins; þau geti farið í tölvunarfræði eða líffræði og samt starfað við sjávarútveg og að sjávarútvegurinn þurfi fólk með mismunandi bakgrunn,“ útskýrir Erla Ósk. Fyrirhugað var að hefja skólastarfið í dag en það þurfti að fresta því. „Við sáum að meira en helmingur þátttakenda er að keppa á Rey Cup og þess vegna var ekki annað hægt en að seinka þessu fram yfir helgi. Það er líka svo mikið af flottu knattspyrnufólki hérna í Grindavík,“ segir Erla Ósk og hlær.
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira