Tuttugu unglingum stefnt út á haf Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júlí 2014 12:30 Erla Ósk Pétursdóttir framkvæmdastjóri Codland sem starfrækir Codland-vinnuskólann. Mynd/Einkasafn „Markmiðið með skólanum er að efla áhuga ungs fólks á sjávarútveginum,“ segir Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codland sem starfrækir Codland-vinnuskólann í samstarfi við Grindavíkurbæ. Um er að ræða engan venjulegan vinnuskóla þar sem unglingar reyta arfa og sópa gangstéttir, heldur fá ungmenni Codland-vinnuskólans að kynna sér störf innan sjávarútvegsgeirans en fá þó laun líkt og þau væru í hefðbundnum vinnuskóla. Unglingarnir fá að fara um borð í skip, í vinnslu, sjá fullvinnslu aukaafurða og fræðast um sjávartengdar rannsóknir hjá Þekkingarsetri Suðurnesja. „Við fáum þau einnig til þess að koma með hugmyndir, því hugmyndir hafa komið fram um að þróa sjávarútvegsapp og okkur langar til að vita hvað þeim finnst spennandi við sjávarútveginn. Það er gott að fá ferskar hugmyndir frá unglingunum. Það er auðvitað hagur sjávarútvegsins að ungt fólk vilji vinna innan geirans.“Unglingarnir skemmta sér konunglega í vinnuskólanum.Upphaflega hugmyndin að skólanum kom frá Íslenska sjávarklasanum, sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja í haftengdri starfsemi á Íslandi. „Grindavíkurbær sýndi þessu strax mikinn áhuga og nú erum við að fara af stað með skólann í annað sinn,“ segir Erla Ósk. Um tuttugu krakkar taka þátt en færri komast að en vilja og segir Erla Ósk alla þá unglinga sem tóku þátt í fyrra hafa verið mjög ánægða og finnur hún fyrir mikilli spennu á meðal ungmenna í ár.Unglingarnir fá leiðsögn á ýmsum sviðum.„Þau voru mjög spennt yfir þessu en það hafa auðvitað ekki allir áhuga á veiðum og að vera úti á sjó, því áhugi þeirra er misjafn eins og þau eru mörg. Við erum þess vegna að sýna krökkunum að það sé mikilli fjöldi starfa og greina innan sjávarútvegsins; þau geti farið í tölvunarfræði eða líffræði og samt starfað við sjávarútveg og að sjávarútvegurinn þurfi fólk með mismunandi bakgrunn,“ útskýrir Erla Ósk. Fyrirhugað var að hefja skólastarfið í dag en það þurfti að fresta því. „Við sáum að meira en helmingur þátttakenda er að keppa á Rey Cup og þess vegna var ekki annað hægt en að seinka þessu fram yfir helgi. Það er líka svo mikið af flottu knattspyrnufólki hérna í Grindavík,“ segir Erla Ósk og hlær. Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fleiri fréttir Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjá meira
„Markmiðið með skólanum er að efla áhuga ungs fólks á sjávarútveginum,“ segir Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codland sem starfrækir Codland-vinnuskólann í samstarfi við Grindavíkurbæ. Um er að ræða engan venjulegan vinnuskóla þar sem unglingar reyta arfa og sópa gangstéttir, heldur fá ungmenni Codland-vinnuskólans að kynna sér störf innan sjávarútvegsgeirans en fá þó laun líkt og þau væru í hefðbundnum vinnuskóla. Unglingarnir fá að fara um borð í skip, í vinnslu, sjá fullvinnslu aukaafurða og fræðast um sjávartengdar rannsóknir hjá Þekkingarsetri Suðurnesja. „Við fáum þau einnig til þess að koma með hugmyndir, því hugmyndir hafa komið fram um að þróa sjávarútvegsapp og okkur langar til að vita hvað þeim finnst spennandi við sjávarútveginn. Það er gott að fá ferskar hugmyndir frá unglingunum. Það er auðvitað hagur sjávarútvegsins að ungt fólk vilji vinna innan geirans.“Unglingarnir skemmta sér konunglega í vinnuskólanum.Upphaflega hugmyndin að skólanum kom frá Íslenska sjávarklasanum, sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja í haftengdri starfsemi á Íslandi. „Grindavíkurbær sýndi þessu strax mikinn áhuga og nú erum við að fara af stað með skólann í annað sinn,“ segir Erla Ósk. Um tuttugu krakkar taka þátt en færri komast að en vilja og segir Erla Ósk alla þá unglinga sem tóku þátt í fyrra hafa verið mjög ánægða og finnur hún fyrir mikilli spennu á meðal ungmenna í ár.Unglingarnir fá leiðsögn á ýmsum sviðum.„Þau voru mjög spennt yfir þessu en það hafa auðvitað ekki allir áhuga á veiðum og að vera úti á sjó, því áhugi þeirra er misjafn eins og þau eru mörg. Við erum þess vegna að sýna krökkunum að það sé mikilli fjöldi starfa og greina innan sjávarútvegsins; þau geti farið í tölvunarfræði eða líffræði og samt starfað við sjávarútveg og að sjávarútvegurinn þurfi fólk með mismunandi bakgrunn,“ útskýrir Erla Ósk. Fyrirhugað var að hefja skólastarfið í dag en það þurfti að fresta því. „Við sáum að meira en helmingur þátttakenda er að keppa á Rey Cup og þess vegna var ekki annað hægt en að seinka þessu fram yfir helgi. Það er líka svo mikið af flottu knattspyrnufólki hérna í Grindavík,“ segir Erla Ósk og hlær.
Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fleiri fréttir Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjá meira