Sænskur snillingur sem kunni sitt fag Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júlí 2014 10:30 Bubbi Morthens og Christian Falk voru nánir vinir. Fréttablaðið/Stefán „Þetta eru ömurlegar fréttir, hann var náinn vinur minn og mér þótti mjög vænt um hann,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en náinn vinur og samstarfsfélagi hans, tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Christian Falk, lést í gær 52 ára gamall eftir baráttu við krabbamein í briskirtli. Falk var þekktur og vinsæll upptökustjóri og tónlistarmaður í Svíþjóð og vann með listamönnum á borð við Neneh Cherry og Robyn, ásamt því að hafa verið meðlimur í sænsku rokkhljómsveitinni Imperiet. „Það er alltaf til fólk sem fæðist með eitthvað extra, sem tónlistarmaður, pródúsent, var hann algjör snillingur. Hann var líka dásamleg mannvera, vel lesinn, klár og einnig mikil barnagæla. En umfram allt var hann stór manneskja í bestu merkingu orðsins,“ bætir Bubbi við. „Ég var að veiða og heyrði í útvarpinu að hljómsveitin hans, Imperiet, væri að spila hér á landi og fór á tónleikana. Imperiet var stærsta rokksveit Skandinavíu á þessum tíma og ég hitti þá eftir tónleika. Það endaði þannig að Christian Falk fór ekkert af landinu strax og bjó hjá mér í viku og við urðum miklir vinir,“ segir Bubbi spurður út í upphaf vinskaparins. Í kjölfarið gerði Bubbi plötusamning við sama fyrirtæki og Imperiet var með samning við, Mislur-Records.Christian FalkSaman unnu þeir að fimm plötum; Frelsi til sölu árið 1986, Serbian flower árið 1988, Nóttin langa árið 1989, Sögur af landi árið 1990 og Þrír heimar árið 1994. „Hann var ekki bara upptökustjóri, hann gat spilað á öll hljóðfæri og hafði hann skarpa sýn á melódíurnar og náði fram einstökum hljómi, sem var í raun fyrsta hipphoppsándið sem kom fram á Íslandi,“ segir Bubbi.Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld starfaði einnig með Falk á þessum tíma. „Við unnum saman að Bubba-plötunni Nóttin langa og það er skemmtilegasta upptökuferli sem ég hef upplifað. Hann var bráðskemmtilegur og algjör snillingur. Ég heyrði frá honum síðast fyrir um tíu árum og við vorum alltaf á leiðinni að búa til tónlist saman en það kom alltaf eitthvað upp á sem kom í veg fyrir það,“ segir Hilmar um sín kynni af Christian Falk. Bubbi heyrði síðast frá Falk um jólin en vissi af því að hann hafði farið á spítala í febrúarmánuði með kviðverki en þá kom í ljós krabbamein í briskirtli sem ekkert var hægt að gera í. Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
„Þetta eru ömurlegar fréttir, hann var náinn vinur minn og mér þótti mjög vænt um hann,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en náinn vinur og samstarfsfélagi hans, tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Christian Falk, lést í gær 52 ára gamall eftir baráttu við krabbamein í briskirtli. Falk var þekktur og vinsæll upptökustjóri og tónlistarmaður í Svíþjóð og vann með listamönnum á borð við Neneh Cherry og Robyn, ásamt því að hafa verið meðlimur í sænsku rokkhljómsveitinni Imperiet. „Það er alltaf til fólk sem fæðist með eitthvað extra, sem tónlistarmaður, pródúsent, var hann algjör snillingur. Hann var líka dásamleg mannvera, vel lesinn, klár og einnig mikil barnagæla. En umfram allt var hann stór manneskja í bestu merkingu orðsins,“ bætir Bubbi við. „Ég var að veiða og heyrði í útvarpinu að hljómsveitin hans, Imperiet, væri að spila hér á landi og fór á tónleikana. Imperiet var stærsta rokksveit Skandinavíu á þessum tíma og ég hitti þá eftir tónleika. Það endaði þannig að Christian Falk fór ekkert af landinu strax og bjó hjá mér í viku og við urðum miklir vinir,“ segir Bubbi spurður út í upphaf vinskaparins. Í kjölfarið gerði Bubbi plötusamning við sama fyrirtæki og Imperiet var með samning við, Mislur-Records.Christian FalkSaman unnu þeir að fimm plötum; Frelsi til sölu árið 1986, Serbian flower árið 1988, Nóttin langa árið 1989, Sögur af landi árið 1990 og Þrír heimar árið 1994. „Hann var ekki bara upptökustjóri, hann gat spilað á öll hljóðfæri og hafði hann skarpa sýn á melódíurnar og náði fram einstökum hljómi, sem var í raun fyrsta hipphoppsándið sem kom fram á Íslandi,“ segir Bubbi.Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld starfaði einnig með Falk á þessum tíma. „Við unnum saman að Bubba-plötunni Nóttin langa og það er skemmtilegasta upptökuferli sem ég hef upplifað. Hann var bráðskemmtilegur og algjör snillingur. Ég heyrði frá honum síðast fyrir um tíu árum og við vorum alltaf á leiðinni að búa til tónlist saman en það kom alltaf eitthvað upp á sem kom í veg fyrir það,“ segir Hilmar um sín kynni af Christian Falk. Bubbi heyrði síðast frá Falk um jólin en vissi af því að hann hafði farið á spítala í febrúarmánuði með kviðverki en þá kom í ljós krabbamein í briskirtli sem ekkert var hægt að gera í.
Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira