Sænskur snillingur sem kunni sitt fag Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júlí 2014 10:30 Bubbi Morthens og Christian Falk voru nánir vinir. Fréttablaðið/Stefán „Þetta eru ömurlegar fréttir, hann var náinn vinur minn og mér þótti mjög vænt um hann,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en náinn vinur og samstarfsfélagi hans, tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Christian Falk, lést í gær 52 ára gamall eftir baráttu við krabbamein í briskirtli. Falk var þekktur og vinsæll upptökustjóri og tónlistarmaður í Svíþjóð og vann með listamönnum á borð við Neneh Cherry og Robyn, ásamt því að hafa verið meðlimur í sænsku rokkhljómsveitinni Imperiet. „Það er alltaf til fólk sem fæðist með eitthvað extra, sem tónlistarmaður, pródúsent, var hann algjör snillingur. Hann var líka dásamleg mannvera, vel lesinn, klár og einnig mikil barnagæla. En umfram allt var hann stór manneskja í bestu merkingu orðsins,“ bætir Bubbi við. „Ég var að veiða og heyrði í útvarpinu að hljómsveitin hans, Imperiet, væri að spila hér á landi og fór á tónleikana. Imperiet var stærsta rokksveit Skandinavíu á þessum tíma og ég hitti þá eftir tónleika. Það endaði þannig að Christian Falk fór ekkert af landinu strax og bjó hjá mér í viku og við urðum miklir vinir,“ segir Bubbi spurður út í upphaf vinskaparins. Í kjölfarið gerði Bubbi plötusamning við sama fyrirtæki og Imperiet var með samning við, Mislur-Records.Christian FalkSaman unnu þeir að fimm plötum; Frelsi til sölu árið 1986, Serbian flower árið 1988, Nóttin langa árið 1989, Sögur af landi árið 1990 og Þrír heimar árið 1994. „Hann var ekki bara upptökustjóri, hann gat spilað á öll hljóðfæri og hafði hann skarpa sýn á melódíurnar og náði fram einstökum hljómi, sem var í raun fyrsta hipphoppsándið sem kom fram á Íslandi,“ segir Bubbi.Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld starfaði einnig með Falk á þessum tíma. „Við unnum saman að Bubba-plötunni Nóttin langa og það er skemmtilegasta upptökuferli sem ég hef upplifað. Hann var bráðskemmtilegur og algjör snillingur. Ég heyrði frá honum síðast fyrir um tíu árum og við vorum alltaf á leiðinni að búa til tónlist saman en það kom alltaf eitthvað upp á sem kom í veg fyrir það,“ segir Hilmar um sín kynni af Christian Falk. Bubbi heyrði síðast frá Falk um jólin en vissi af því að hann hafði farið á spítala í febrúarmánuði með kviðverki en þá kom í ljós krabbamein í briskirtli sem ekkert var hægt að gera í. Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Vance á von á barni Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
„Þetta eru ömurlegar fréttir, hann var náinn vinur minn og mér þótti mjög vænt um hann,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en náinn vinur og samstarfsfélagi hans, tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Christian Falk, lést í gær 52 ára gamall eftir baráttu við krabbamein í briskirtli. Falk var þekktur og vinsæll upptökustjóri og tónlistarmaður í Svíþjóð og vann með listamönnum á borð við Neneh Cherry og Robyn, ásamt því að hafa verið meðlimur í sænsku rokkhljómsveitinni Imperiet. „Það er alltaf til fólk sem fæðist með eitthvað extra, sem tónlistarmaður, pródúsent, var hann algjör snillingur. Hann var líka dásamleg mannvera, vel lesinn, klár og einnig mikil barnagæla. En umfram allt var hann stór manneskja í bestu merkingu orðsins,“ bætir Bubbi við. „Ég var að veiða og heyrði í útvarpinu að hljómsveitin hans, Imperiet, væri að spila hér á landi og fór á tónleikana. Imperiet var stærsta rokksveit Skandinavíu á þessum tíma og ég hitti þá eftir tónleika. Það endaði þannig að Christian Falk fór ekkert af landinu strax og bjó hjá mér í viku og við urðum miklir vinir,“ segir Bubbi spurður út í upphaf vinskaparins. Í kjölfarið gerði Bubbi plötusamning við sama fyrirtæki og Imperiet var með samning við, Mislur-Records.Christian FalkSaman unnu þeir að fimm plötum; Frelsi til sölu árið 1986, Serbian flower árið 1988, Nóttin langa árið 1989, Sögur af landi árið 1990 og Þrír heimar árið 1994. „Hann var ekki bara upptökustjóri, hann gat spilað á öll hljóðfæri og hafði hann skarpa sýn á melódíurnar og náði fram einstökum hljómi, sem var í raun fyrsta hipphoppsándið sem kom fram á Íslandi,“ segir Bubbi.Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld starfaði einnig með Falk á þessum tíma. „Við unnum saman að Bubba-plötunni Nóttin langa og það er skemmtilegasta upptökuferli sem ég hef upplifað. Hann var bráðskemmtilegur og algjör snillingur. Ég heyrði frá honum síðast fyrir um tíu árum og við vorum alltaf á leiðinni að búa til tónlist saman en það kom alltaf eitthvað upp á sem kom í veg fyrir það,“ segir Hilmar um sín kynni af Christian Falk. Bubbi heyrði síðast frá Falk um jólin en vissi af því að hann hafði farið á spítala í febrúarmánuði með kviðverki en þá kom í ljós krabbamein í briskirtli sem ekkert var hægt að gera í.
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Vance á von á barni Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira