Fer ekkert fram úr mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júlí 2014 06:30 Aron Elís skoraði tvö gegn Keflavík og lagði upp eitt. Hann hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með liði Víkings. fréttablaðið/vilhelm Hinn nítján ára Aron Elís Þrándarson átti enn einn stórleikinn fyrir nýliða Víkinga og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Keflavík auk þess að leggja upp þriðja mark sinna manna. Víkingur er því í fjórða sæti deildarinnar þegar mótið er hálfnað með jafn mörg stig og Íslandsmeistarar KR. „Við ætluðum að stimpla okkur inn í toppbaráttuna með þessum sigri og mér fannst við eiga sigurinn skilið,“ sagði Aron Elís í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við reiknuðum allt eins með því fyrir mótið að vera á þessum slóðum, þó svo að það komi kannski á óvart að við séum jafnir KR að stigum. Við ætlum að halda okkur á þessu reiki í deildinni en það þýðir þá að við verðum að spila áfram eins og menn.“ Aron segir að það hafi verið markmið liðsins fyrir tímabilið að festa sig í sessi í efstu deild. „Við höfum enn ekki náð því markmiði enda getur leiðin verið hröð niður á við ef við töpum nokkrum leikjum í röð. Nú eigum við næst leik gegn Fjölni og við stefnum að því að halda okkar striki.“Eins og blaut tuska í andlitið Víkingur tapaði fyrir Fjölni í fyrstu umferð tímabilsins í vor, 3-0, en bæði lið eru nýliðar. „Ég sat uppi í stúku í þeim leik og það var erfitt að horfa upp á það tap. Það var eins og að fá blauta tusku í andlitið og ég held að menn hafi rifið sig í gang eftir það tap. Síðan þá hefur leiðin aðeins legið upp á við,“ segir kappinn. Aron Elís hefur skarað fram úr í sterku liði Víkinga en hann segir að fleiri eigi hrós skilið en bara hann. „Við eigum fullt af leikmönnum sem hafa stigið upp og sannað sig í efstu deild. Margir hverjir voru óþekktir fyrir tímabilið en við höfum sýnt að við eigum fullt erindi í þessa deild.“ Fjölmiðlar og sparkspekingar hafa keppst við að hlaða Aron Elís lofi og Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, hvatti knattspyrnuáhugamenn til að fjölmenna á völlinn til að sjá drenginn spila. Hann segir þó ekki erfitt að halda sér á jörðinni. „Mér líður bara mjög vel. Ég fer ekkert fram úr mér þó svo að það gangi vel,“ segir Aron Elís sem hefur vakið áhuga fjölmargra erlendra félaga að sögn umboðsmanns hans. „Það er þó ekkert fast í hendi og á meðan svo er held ég mínu striki með Víkingum. Stefnan hjá mér er að komast út,“ segir Aron en viðurkennir að það væri erfitt að fara frá Víkingum á þessum tímapunkti. „Ég tel að ég muni klára tímabilið hér heima nema eitthvað óvænt komi upp. Auðvitað óska ég þess að það gerist í framtíðinni og að ég komist í atvinnumennsku en það eru samt mjög spennandi tímar fram undan hér heima – staða okkar í deildinni er sterk og við erum komnir í undanúrslit bikarkeppninnar. Það væri erfitt að ganga frá því.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Hinn nítján ára Aron Elís Þrándarson átti enn einn stórleikinn fyrir nýliða Víkinga og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Keflavík auk þess að leggja upp þriðja mark sinna manna. Víkingur er því í fjórða sæti deildarinnar þegar mótið er hálfnað með jafn mörg stig og Íslandsmeistarar KR. „Við ætluðum að stimpla okkur inn í toppbaráttuna með þessum sigri og mér fannst við eiga sigurinn skilið,“ sagði Aron Elís í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við reiknuðum allt eins með því fyrir mótið að vera á þessum slóðum, þó svo að það komi kannski á óvart að við séum jafnir KR að stigum. Við ætlum að halda okkur á þessu reiki í deildinni en það þýðir þá að við verðum að spila áfram eins og menn.“ Aron segir að það hafi verið markmið liðsins fyrir tímabilið að festa sig í sessi í efstu deild. „Við höfum enn ekki náð því markmiði enda getur leiðin verið hröð niður á við ef við töpum nokkrum leikjum í röð. Nú eigum við næst leik gegn Fjölni og við stefnum að því að halda okkar striki.“Eins og blaut tuska í andlitið Víkingur tapaði fyrir Fjölni í fyrstu umferð tímabilsins í vor, 3-0, en bæði lið eru nýliðar. „Ég sat uppi í stúku í þeim leik og það var erfitt að horfa upp á það tap. Það var eins og að fá blauta tusku í andlitið og ég held að menn hafi rifið sig í gang eftir það tap. Síðan þá hefur leiðin aðeins legið upp á við,“ segir kappinn. Aron Elís hefur skarað fram úr í sterku liði Víkinga en hann segir að fleiri eigi hrós skilið en bara hann. „Við eigum fullt af leikmönnum sem hafa stigið upp og sannað sig í efstu deild. Margir hverjir voru óþekktir fyrir tímabilið en við höfum sýnt að við eigum fullt erindi í þessa deild.“ Fjölmiðlar og sparkspekingar hafa keppst við að hlaða Aron Elís lofi og Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, hvatti knattspyrnuáhugamenn til að fjölmenna á völlinn til að sjá drenginn spila. Hann segir þó ekki erfitt að halda sér á jörðinni. „Mér líður bara mjög vel. Ég fer ekkert fram úr mér þó svo að það gangi vel,“ segir Aron Elís sem hefur vakið áhuga fjölmargra erlendra félaga að sögn umboðsmanns hans. „Það er þó ekkert fast í hendi og á meðan svo er held ég mínu striki með Víkingum. Stefnan hjá mér er að komast út,“ segir Aron en viðurkennir að það væri erfitt að fara frá Víkingum á þessum tímapunkti. „Ég tel að ég muni klára tímabilið hér heima nema eitthvað óvænt komi upp. Auðvitað óska ég þess að það gerist í framtíðinni og að ég komist í atvinnumennsku en það eru samt mjög spennandi tímar fram undan hér heima – staða okkar í deildinni er sterk og við erum komnir í undanúrslit bikarkeppninnar. Það væri erfitt að ganga frá því.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira