Fyrirsætur á barmi heimsfrægðar Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. júlí 2014 11:30 vísir/getty Englar nærfatarisans Victoria’s Secret hafa margir hverjir náð alsheimsfrægð eftir að hafa spókað sig á tískupöllum merkisins. Ber þar helst að nefna Gisele, Heidi Klum, Tyru Banks og Miröndu Kerr. Nú eru hins vegar nýir englar tilbúnir að taka við keflinu og sigra fyrirsætubransann, jafnt á tískupallinum sem utan hans.Kasia Struss26 áraHæð 1,79 m Kasia er pólsk og var uppgötvuð 2005 þegar hún sendi myndir af sér til unglingatímarits. Hún hefur unnið fyrir merki á borð við Marc Jacobs og DKNY.Jasmine Tookes23 áraHæð 1,75 m Jasmine sást fyrst í auglýsingaherferðum fyrir Ugg Boots og Gap árið 2010. Modles.com valdi hana eina af tíu bestu, nýju fyrirsætunum árið 2011.Martha Hunt25 áraHæð 1,78 m Martha var uppgötvuð af ljósmyndara í Charlotte í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum og gekk fyrst tískupallana fyrir Issey Miyake á tískuvikunni í París árið 2007.Toni Garrn22 áraHæð 1,83 m Þýska fyrirsætan var uppgötvuð þegar hún var þrettán ára og þreytti frumraun sína á tískupöllunum tveimur árum síðar fyrir Calvin Klein. Hún hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir að hún byrjaði með leikaranum Leonardo DiCaprio í fyrra.Lais Ribeiro23 áraHæð 1,80 m Brasilíska fyrirsætan byrjaði í bransanum árið 2009 og fékk stuttu seinna að ganga tískupallana fyrir stór merki, til dæmis Chanel, Louis Vuitton, Gucci, Dolce & Gabbana, Versace og Marc Jacobs.Barbara Palvin20 áraHæð 1,75 m Ungverska fyrirsætan Barbara Palvin var uppgötvuð á götum Búdapest þegar hún var aðeins þrettán ára. Hún hefur gengið pallana fyrir hönnuði á borð við Louis Vuitton, Miu Miu og Vivienne Westwood. Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Englar nærfatarisans Victoria’s Secret hafa margir hverjir náð alsheimsfrægð eftir að hafa spókað sig á tískupöllum merkisins. Ber þar helst að nefna Gisele, Heidi Klum, Tyru Banks og Miröndu Kerr. Nú eru hins vegar nýir englar tilbúnir að taka við keflinu og sigra fyrirsætubransann, jafnt á tískupallinum sem utan hans.Kasia Struss26 áraHæð 1,79 m Kasia er pólsk og var uppgötvuð 2005 þegar hún sendi myndir af sér til unglingatímarits. Hún hefur unnið fyrir merki á borð við Marc Jacobs og DKNY.Jasmine Tookes23 áraHæð 1,75 m Jasmine sást fyrst í auglýsingaherferðum fyrir Ugg Boots og Gap árið 2010. Modles.com valdi hana eina af tíu bestu, nýju fyrirsætunum árið 2011.Martha Hunt25 áraHæð 1,78 m Martha var uppgötvuð af ljósmyndara í Charlotte í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum og gekk fyrst tískupallana fyrir Issey Miyake á tískuvikunni í París árið 2007.Toni Garrn22 áraHæð 1,83 m Þýska fyrirsætan var uppgötvuð þegar hún var þrettán ára og þreytti frumraun sína á tískupöllunum tveimur árum síðar fyrir Calvin Klein. Hún hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir að hún byrjaði með leikaranum Leonardo DiCaprio í fyrra.Lais Ribeiro23 áraHæð 1,80 m Brasilíska fyrirsætan byrjaði í bransanum árið 2009 og fékk stuttu seinna að ganga tískupallana fyrir stór merki, til dæmis Chanel, Louis Vuitton, Gucci, Dolce & Gabbana, Versace og Marc Jacobs.Barbara Palvin20 áraHæð 1,75 m Ungverska fyrirsætan Barbara Palvin var uppgötvuð á götum Búdapest þegar hún var aðeins þrettán ára. Hún hefur gengið pallana fyrir hönnuði á borð við Louis Vuitton, Miu Miu og Vivienne Westwood.
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira