Með boltann undir búðarborðinu Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. júlí 2014 10:00 Stefán Gíslason og Harpa Lind Harðardóttir opna verslun með ítölsk húsgögn í vikunni. Vísir/Arnþór „Maður er jú orðinn 34 ára gamall og því farið að síga á seinni hluta fótboltaferilsins,“ segir Stefán Gíslason en hann opnar í vikunni húsgagnaverslunina Willamia, ásamt eiginkonu sinni Hörpu Lind Harðardóttur. Stefán spilar fótbolta fyrir Breiðablik en hefur komið víða við á sínum langa atvinnumannsferli og kom aftur til Íslands á árinu eftir að hafa dvalið ytra í fjölda ára. „Ég hef séð og kynnst ýmsu á mínum ferli og hafði lengi pælt í því hvað ég vildi gera eftir ferilinn og mér fannst alveg vera markaður fyrir svona verslun,“ segir Stefán. Hin umrædda verslun mun innihalda ítölsk húsgögn en vörurnar eru að mestu leyti fyrir stofnanir, hótel, fyrirtæki og annars konar starfsemi. „Við verðum líka með línur fyrir heimilið. Þetta eru gæðavörur með svokallaðan Bifma-gæðastimpil. Við getum sérsniðið húsgögnin að þörfum og óskum hvers og eins, þar sem hægt er að velja á milli óteljandi lappa, sessna, efnis, lita og gerða. Hér á landi er mikið af hótelum og annars konar starfsemi þannig að ég held það sé markaður fyrir svona vörur,“ bætir Stefán við. Sýningarsalur þeirra hjóna verður opnaður á föstudaginn en hann stendur við Ármúla 44. „Ætli maður geymi ekki boltann undir búðarborðinu svo maður geti gripið í hann inn á milli,“ segir Stefán og hlær en hann stendur vaktina með Breiðabliki í sumar. Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
„Maður er jú orðinn 34 ára gamall og því farið að síga á seinni hluta fótboltaferilsins,“ segir Stefán Gíslason en hann opnar í vikunni húsgagnaverslunina Willamia, ásamt eiginkonu sinni Hörpu Lind Harðardóttur. Stefán spilar fótbolta fyrir Breiðablik en hefur komið víða við á sínum langa atvinnumannsferli og kom aftur til Íslands á árinu eftir að hafa dvalið ytra í fjölda ára. „Ég hef séð og kynnst ýmsu á mínum ferli og hafði lengi pælt í því hvað ég vildi gera eftir ferilinn og mér fannst alveg vera markaður fyrir svona verslun,“ segir Stefán. Hin umrædda verslun mun innihalda ítölsk húsgögn en vörurnar eru að mestu leyti fyrir stofnanir, hótel, fyrirtæki og annars konar starfsemi. „Við verðum líka með línur fyrir heimilið. Þetta eru gæðavörur með svokallaðan Bifma-gæðastimpil. Við getum sérsniðið húsgögnin að þörfum og óskum hvers og eins, þar sem hægt er að velja á milli óteljandi lappa, sessna, efnis, lita og gerða. Hér á landi er mikið af hótelum og annars konar starfsemi þannig að ég held það sé markaður fyrir svona vörur,“ bætir Stefán við. Sýningarsalur þeirra hjóna verður opnaður á föstudaginn en hann stendur við Ármúla 44. „Ætli maður geymi ekki boltann undir búðarborðinu svo maður geti gripið í hann inn á milli,“ segir Stefán og hlær en hann stendur vaktina með Breiðabliki í sumar.
Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira