Innlent

Ófært víðsvegar um landið

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Úr safni, mynd af snjómokstri í Súðavík.
Úr safni, mynd af snjómokstri í Súðavík. mynd/Stefán Karlsson
Plóg, þyrlu og snjóblásara var beitt til þess að sinna beiðnum um aðstoð í illviðrinu sem geisað hefur um Norðvestanvert landið síðan í nótt. Eins og sagt frá frá á Vísi sótti þyrla Landhelgisgæslunnar veikan mann um borð í skipi rétt utan við Snæfellsnes í morgun.

Akstursskilyrði á Norðvesturlandi eru mjög slæm og jafnvel hættuleg. Þrátt fyrir það er ekki vitað um nein slys né alvarleg óhöpp.

Fyrst var snjóplógur sendur upp á Öxnadalsheiði snemma í morgun til þess að aðstoða ökumenn sem sátu fastir í bílum sínum eftir að heiðin varð ófær. Heiðin var orðin fær um tíu leytið í morgun. Þar er þó skafrenningur og slæmt skyggni.

Margir fjallvegir voru ófærir í morgun og sumstaðar var ekki hægt að hefja mokstur vegna óveðurs. Helstu leiðir hafa þó verið að opna eftir því sem liðið hefur á daginn.

Samfells snjókoma og skafrenningur vestra

Veðurstofan spáir því að ekki verði lát á óveðrinu vestra. Þar verður nær samfelld snjókoma og skafrenningur.

Á Vestfjörðum var óskað eftir sjúkrabíl frá Ísafirði til þess að sækja veikan mann til Súgandafjarðar. Venjulega eru um skottúr að ræða á milli Ísafjarðar og Súgandafjarðar en keyrslan tók um tvær og hálfa klukkustund í morgun. Svo vel vildi til að snjóblásari var í firðingum og sjúkrabíllinn ók á eftir honum hann en vegurinn lokaðist jafnharðan vegna veðurs.

Á Vesturlandi hefur er veður enn slæmt og stórhríð er á Fróðárheiði og er hún ófær. Mjög hvasst hefur verið í Húnavatnssýslu en þar er orðið fært. Einnig er orðið fært um Möðrudalsöræfi og fært er um Austfirði. Þar er flughált eins og víða annars staðar á landinu.

Á Kjalarnesi og Helliðsheiði hefur heldur dregið úr óveðrinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×