Ekki tolla í tísku – en gerðu það samt Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2014 13:00 Hér sést ofurfyrirsætan Cara Delevingne í of stórri hettupeysu. Hún fær tíu í Normcore-kladdann. Hugtakið Normcore sameinar orðin „normal“, eða eðlilegt og „hardcore“, eða harður, og var búið til af K-Hole, fyrirtæki sem spáir um hvað koma skal í hinum ýmsu tískustefnum. Hugmyndin á bak við Normcore er einföld. Þeir sem aðhyllast stefnuna passa sig að skera sig ekki úr fjöldanum með því að klæðast hversdagslegum fötum. Þetta fólk er sem sagt í tísku án þess að vera í tísku. Þetta þýðir þó ekki að Normcore-arar séu ekki hipp og kúl. Þeir klæðast ekki hverju sem er heldur velja Normcore-fatnaðinn af kostgæfni. Það sem flokkast undir Normcore eru meðal annars bolir, flíspeysur, hettupeysur, kakíbuxur, gallabuxur og póló-bolir. Bindi og blússur tilheyra til dæmis ekki Normcore-tískunni. Þá mega fylgismenn Normcore alls ekki klikka á því að vera í hvítum sokkum við opna sandala á tyllidögum. Fatnaður sem gæti kallast Normcore er fjöldaframleiddur, oftast nær í Asíulöndum, fyrir stórar verslunarkeðjur, svo sem GAP, Jack & Jones og Abercrombie & Fitch.Hönnuðurinn Andrea Crews bauð upp á hið geysivinsæla sokka- og sandalakombó á tískuvikunni í París í vikunni.Á tískuvikunni í París, þar sem vor- og sumartíska næsta árs var kynnt fyrir stuttu, sáu hins vegar glöggir tískuspekúlantar að Normcore-tískan hefur rutt sér til rúms hjá heimsfrægum hönnuðum. Það er því um að gera að draga fram gömlu Fruit of the Loom-bolina og jafnvel Carhart-buxurnar sem fögnuðu mikilli velgengni fyrir aldamótin síðustu og tolla í tísku – án þess þó að gera það. Ert þú Normcore? Ef þú svarar meirihluta af eftirfarandi spurningum rétt smellpassar þú í normcore-tískusveifluna: 1. Lítur þú á Barack Obama sem tískutákn? 2. Lítur þú á karakterana í Seinfeld sem tískutákn? 3. Borðar þú franskbrauð oftar en einu sinni í mánuði? 4. Verslar þú í Hagkaup? 5. Gengur þú allajafna með derhúfu? 6. Horfir þú á The Big Bang Theory? 7. Gengur þú í khaki-buxum? 8. Gætirðu hugsað þér að vera í sokkum við opna sandala? 9. Borðar þú unnar kjötvörur eða frosnar, tilbúnar máltíðir? 10. Hlustar þú á U2? Mest lesið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Lífið Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Lífið Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Arnar Grant flytur í Vogahverfið Lífið Arnór hættur með Sögu Lífið Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Lífið Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Lífið Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Lífið Fleiri fréttir Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hugtakið Normcore sameinar orðin „normal“, eða eðlilegt og „hardcore“, eða harður, og var búið til af K-Hole, fyrirtæki sem spáir um hvað koma skal í hinum ýmsu tískustefnum. Hugmyndin á bak við Normcore er einföld. Þeir sem aðhyllast stefnuna passa sig að skera sig ekki úr fjöldanum með því að klæðast hversdagslegum fötum. Þetta fólk er sem sagt í tísku án þess að vera í tísku. Þetta þýðir þó ekki að Normcore-arar séu ekki hipp og kúl. Þeir klæðast ekki hverju sem er heldur velja Normcore-fatnaðinn af kostgæfni. Það sem flokkast undir Normcore eru meðal annars bolir, flíspeysur, hettupeysur, kakíbuxur, gallabuxur og póló-bolir. Bindi og blússur tilheyra til dæmis ekki Normcore-tískunni. Þá mega fylgismenn Normcore alls ekki klikka á því að vera í hvítum sokkum við opna sandala á tyllidögum. Fatnaður sem gæti kallast Normcore er fjöldaframleiddur, oftast nær í Asíulöndum, fyrir stórar verslunarkeðjur, svo sem GAP, Jack & Jones og Abercrombie & Fitch.Hönnuðurinn Andrea Crews bauð upp á hið geysivinsæla sokka- og sandalakombó á tískuvikunni í París í vikunni.Á tískuvikunni í París, þar sem vor- og sumartíska næsta árs var kynnt fyrir stuttu, sáu hins vegar glöggir tískuspekúlantar að Normcore-tískan hefur rutt sér til rúms hjá heimsfrægum hönnuðum. Það er því um að gera að draga fram gömlu Fruit of the Loom-bolina og jafnvel Carhart-buxurnar sem fögnuðu mikilli velgengni fyrir aldamótin síðustu og tolla í tísku – án þess þó að gera það. Ert þú Normcore? Ef þú svarar meirihluta af eftirfarandi spurningum rétt smellpassar þú í normcore-tískusveifluna: 1. Lítur þú á Barack Obama sem tískutákn? 2. Lítur þú á karakterana í Seinfeld sem tískutákn? 3. Borðar þú franskbrauð oftar en einu sinni í mánuði? 4. Verslar þú í Hagkaup? 5. Gengur þú allajafna með derhúfu? 6. Horfir þú á The Big Bang Theory? 7. Gengur þú í khaki-buxum? 8. Gætirðu hugsað þér að vera í sokkum við opna sandala? 9. Borðar þú unnar kjötvörur eða frosnar, tilbúnar máltíðir? 10. Hlustar þú á U2?
Mest lesið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Lífið Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Lífið Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Arnar Grant flytur í Vogahverfið Lífið Arnór hættur með Sögu Lífið Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Lífið Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Lífið Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Lífið Fleiri fréttir Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira