Erlent

Leiddi hjá sér allar viðvaranir

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Vísir/AFP
Björgunarsveitir leita líks tvítugs Bandaríkjamanns sem drukknaði í ólgusjó undan strönd Ríó de Janeiro um helgina.

Slökkviliðsmaður sem hefur umsjón með leitinni segir svo virðast sem Bandaríkjamaðurinn, Richard Fu, hafi leitt hjá sér viðvörunarflögg um að ekki væri óhætt að synda í sjónum út af Praia Grande-ströndinni í Arraial do Cabo.

Strandverðir björguðu tveimur stúlkum sem fóru í sjóinn með unga manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×