Lífið

Fann ást á Sirkus, stofnaði sirkus

Baldvin Þormóðsson skrifar
Lee Nelson eignaðist lítinn strák 17. júní.
Lee Nelson eignaðist lítinn strák 17. júní. Vísir/Arnþór
„Ég áttaði mig allt í einu á því að ég væri að gera sama hlutinn aftur og aftur,“ segir sviðslistamaðurinn Lee Nelson um ástæðu þess að hann keypti flugmiða til Íslands árið 2006.

„Ég hef komið fram í 120 löndum og var bókaður í öllum sömu löndunum og ég hafði komið til áður,“ segir Nelson. Hann ætlaði fyrst að vera á landinu í tvær vikur en fann ástina á skemmtistaðnum Sirkus, sem hlýtur að teljast skemmtileg tilviljun þar sem Nelson setti í kjölfarið á fót fyrsta sirkus Íslandssögunnar.

„Við kynntumst 2006 og giftumst 2007,“ segir Nelson en sú heppna heitir Alda Brynja Birgisdóttir og eiga þau saman eina þriggja ára dóttur, Brynju Lind Nelson, og voru að eignast lítinn strák sem fæddist 17. júní síðastliðinn.

„Eftir fyrsta sumarið mitt hérna þurfti ég að finna eitthvað að gera yfir veturinn,“ segir Nelson og ákvað því að ráðast í það frumkvöðlastarf að setja á fót sirkus. „Ég byrjaði að þjálfa fólk í Kramhúsinu en við urðum svo stór hópur að við þurftum að flytja,“ segir Nelson.

Í dag er sirkusinn orðinn að fyrirtæki sem hefur yfir 25 starfsmenn í vinnu.

Sirkus Íslands festi nýlega kaup á stórbrotnu sirkustjaldi og segist Nelson enn þá ekki hafa hugmynd um hvort sirkus gangi upp á Íslandi. „Þetta er mjög stressandi,“ segir hann og hlær en frumsýning í tjaldinu er 25. júní og miða má nálgast á sirkusislands.is


Tengdar fréttir

Sirkustjald undir fertugsafmæli í Viðey

Birgir Már Ragnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Samson og hægri hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar, fagnaði fertugsafmæli sínu í Viðey í gærkvöld.

Sirkus Íslands um land allt í sumar

Hálfgerð sirkuslest verður á ferð um landið í sumar þegar liðsmenn Sirkus Íslands ferja glænýtt sirkustjald milli staða og halda sýningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.