Lífið

Sirkustjald undir fertugsafmæli í Viðey

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sirkustjaldið var reist á grasbalanum vinstra megin við Viðeyjarstofu eins og sjá má á myndinni hér að neðan sem Sirkus Íslands birti í dag.
Sirkustjaldið var reist á grasbalanum vinstra megin við Viðeyjarstofu eins og sjá má á myndinni hér að neðan sem Sirkus Íslands birti í dag. Vísir/Valli
Birgir Már Ragnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Samson og hægri hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar, fagnaði fertugsafmæli sínu í Viðey í gærkvöld.

Birgir Már sagði í samtali við Vísi á föstudag að ekki væri um sérstaklega stóra veislu að ræða en sirkustjald Sirkuss Íslands var leigt fyrir herlegheitin. Einhverjir borgarbúar veltu eflaust fyrir sér hvað um væri að ræða í Viðey enda mátti greina tjaldið hvíta og rauða vel frá Reykjavík sökum stærðar þess eins og sést á myndinni hér að neðan.

Tjaldið er tólf metra hátt og á vef Sirkus Íslands kemur fram að það taki 400 manns á sýningum. Sirkusinn verður á faraldsfæti um landið í sumar.

Meðlimir í GusGus voru á meðal þeirra sem skemmtu gestum en framleiðslufyrirtækið TrueNorth kom að skipulagningu veislunnar. Þemað í veislunni var sótt til bókarinnar og síðar kvikmyndarinnar The Great Gatsby.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.