Skiptir engu máli hvað fjölmiðlarnir segja Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júní 2014 07:00 Jonathan Glenn byrjaði illa hjá ÍBV en er búinn að skora fjögur mörk í þremur síðustu leikjum. „Sem framherji vil ég alltaf skora en ég get sagt með sanni að ég hafi gefið allt mitt í leikina þannig ég var ekkert farinn að hugsa neikvætt,“ segir Jonathan Glenn, framherji ÍBV, í viðtali við Fréttablaðið um markaþurrðina sem hann gekk í gegnum í fyrstu leikjum sínum hér á landi. Glenn skoraði aðeins eitt mark í fyrstu tíu leikjum sínum með ÍBV, þar með talinn Lengjubikarinn. Nú er öldin önnur og er framherjinn búinn að skora fjögur mörk í síðustu þremur leikjum, þar af tvö í 3-0 bikarsigri Eyjamanna á Val í vikunni. „Við höfum lagt mikið á okkur sem lið og nú erum við að uppskera. Liðið er alltaf að verða betra,“ segir Glenn sem var mikið gagnrýndur, af fjölmiðlum og stuðningsmönnum, eftir fyrstu leikina í Pepsi-deildinni. „Það eru fastir liðir ef liðinu gengur illa. Leikmennirnir þurfa bara að svara því inni á vellinum. Það skiptir engu máli hvað fjölmiðlarnir segja. Ég hélt bara alltaf áfram að standa mig.“Síðbúin jólagjöf Glenn er frá Trínidad og Tóbagó en fluttist til Bandaríkjanna til að fara í háskóla þar sem hann spilaði fótbolta. Honum gekk vel í háskólaboltanum en fékk engu að síður ekki atvinumannssamning að honum loknum. „Ég hóf að spila í eins konar þriðju deild hjá liði í Jacksonville í Flórída. Ég fékk tækifæri til að fara á reynslu hjá nokkrum liðum en fékk ekki samning. Þarna var ég í fullu starfi og hélt mér í formi því ég gaf drauminn um atvinnumennsku ekki upp á bátinn,“ segir Glenn sem útskrifaðist með gráðu í sálfræði og markaðsfræði. Til að halda draumnum lifandi skráði hann sig á úrtaksæfingar hjá Pro Soccer Consulting þar sem starfa vanir þjálfarar. Þar reyna leikmenn sem komnir eru yfir 18 ára aldur að sýna sig og sanna í von um að fá tækifæri hjá atvinnumannaliðum. Fótboltinn er oft spurning um að vera á réttum stað á réttum tíma hjá réttum mönnum og sú var raunin hjá Glenn. Paul Taylor, framkvæmdastjóri PSC, þjálfaði Sigurð Ragnar Eyjólfsson hjá Walsall og benti honum á Glenn þegar Sigurður hafði samband. Að mæta á úrtaksæfingarnar kostar 299 dali og má segja það hafi borgað sig í tilfelli Trínidadans geðþekka. „Ég gafst ekkert upp á draumnum um að spila sem atvinnumaður. Ég var þannig séð búinn að gefa upp von eftir úrtaksæfingarnar því ég heyrði ekkert í 2-3 vikur. Það var ekki fyrr en á öðrum degi jóla að ég fékk boð um að koma til ÍBV. Það má segja þetta hafi verið síðbúin jólagjöf,“ segir Glenn og hlær við.Eyjar eru notalegar Eins og við mátti búast voru það nokkur viðbrigði fyrir Glenn að mæta til Vestmannaeyja en hann nýtur lífsins þar. „Þetta er náttúrlega öðruvísi. Ég bjó síðast í Jacksonville sem er borg en nú er ég á 4.000 manna eyju. Þetta er samt notalegur staður og fólkið er yndislegt. Ég sakna einskis þannig séð og nýt þess að búa hérna. Þetta er samt öðru vísi lífsreynsla,“ segir Jonathan Glenn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira
„Sem framherji vil ég alltaf skora en ég get sagt með sanni að ég hafi gefið allt mitt í leikina þannig ég var ekkert farinn að hugsa neikvætt,“ segir Jonathan Glenn, framherji ÍBV, í viðtali við Fréttablaðið um markaþurrðina sem hann gekk í gegnum í fyrstu leikjum sínum hér á landi. Glenn skoraði aðeins eitt mark í fyrstu tíu leikjum sínum með ÍBV, þar með talinn Lengjubikarinn. Nú er öldin önnur og er framherjinn búinn að skora fjögur mörk í síðustu þremur leikjum, þar af tvö í 3-0 bikarsigri Eyjamanna á Val í vikunni. „Við höfum lagt mikið á okkur sem lið og nú erum við að uppskera. Liðið er alltaf að verða betra,“ segir Glenn sem var mikið gagnrýndur, af fjölmiðlum og stuðningsmönnum, eftir fyrstu leikina í Pepsi-deildinni. „Það eru fastir liðir ef liðinu gengur illa. Leikmennirnir þurfa bara að svara því inni á vellinum. Það skiptir engu máli hvað fjölmiðlarnir segja. Ég hélt bara alltaf áfram að standa mig.“Síðbúin jólagjöf Glenn er frá Trínidad og Tóbagó en fluttist til Bandaríkjanna til að fara í háskóla þar sem hann spilaði fótbolta. Honum gekk vel í háskólaboltanum en fékk engu að síður ekki atvinumannssamning að honum loknum. „Ég hóf að spila í eins konar þriðju deild hjá liði í Jacksonville í Flórída. Ég fékk tækifæri til að fara á reynslu hjá nokkrum liðum en fékk ekki samning. Þarna var ég í fullu starfi og hélt mér í formi því ég gaf drauminn um atvinnumennsku ekki upp á bátinn,“ segir Glenn sem útskrifaðist með gráðu í sálfræði og markaðsfræði. Til að halda draumnum lifandi skráði hann sig á úrtaksæfingar hjá Pro Soccer Consulting þar sem starfa vanir þjálfarar. Þar reyna leikmenn sem komnir eru yfir 18 ára aldur að sýna sig og sanna í von um að fá tækifæri hjá atvinnumannaliðum. Fótboltinn er oft spurning um að vera á réttum stað á réttum tíma hjá réttum mönnum og sú var raunin hjá Glenn. Paul Taylor, framkvæmdastjóri PSC, þjálfaði Sigurð Ragnar Eyjólfsson hjá Walsall og benti honum á Glenn þegar Sigurður hafði samband. Að mæta á úrtaksæfingarnar kostar 299 dali og má segja það hafi borgað sig í tilfelli Trínidadans geðþekka. „Ég gafst ekkert upp á draumnum um að spila sem atvinnumaður. Ég var þannig séð búinn að gefa upp von eftir úrtaksæfingarnar því ég heyrði ekkert í 2-3 vikur. Það var ekki fyrr en á öðrum degi jóla að ég fékk boð um að koma til ÍBV. Það má segja þetta hafi verið síðbúin jólagjöf,“ segir Glenn og hlær við.Eyjar eru notalegar Eins og við mátti búast voru það nokkur viðbrigði fyrir Glenn að mæta til Vestmannaeyja en hann nýtur lífsins þar. „Þetta er náttúrlega öðruvísi. Ég bjó síðast í Jacksonville sem er borg en nú er ég á 4.000 manna eyju. Þetta er samt notalegur staður og fólkið er yndislegt. Ég sakna einskis þannig séð og nýt þess að búa hérna. Þetta er samt öðru vísi lífsreynsla,“ segir Jonathan Glenn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira