Lífið

Illugi breiðir út fótboltaáhugann

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Illugi Jökulsson er að gera góða hluti.
Illugi Jökulsson er að gera góða hluti. Vísir/GVA
„Það er alltaf gaman að fá góða dóma, sama hversu hógvær maður er,“ segir Illugi Jökulsson en bók hans og Björns Þórs Sigbjörnssonar um stjörnurnar á HM í knattspyrnu hefur fengið frábæra dóma í erlendum miðlum líkt og hjá New York Times og á Amazon.

Illugi hefur skrifað talsverðan fjölda bóka í þeim tilgangi að fræða ungmenni um knattspyrnu, en nú hafa átta slíkar bækur einnig komið út í Bandaríkjunum. „Þær bækur sem komið hafa út í Bandaríkjunum eru meðal annars um þá einstaklinga sem við teljum verða helstu stjörnur á mótinu og einnig um bandaríska landsliðið,“ bætir Illugi við.

Okkar manns á HM, Arons Jóhannssonar sem spilar fyrir hönd Bandaríkjanna á HM, er getið í bókum Illuga.

Bækurnar, sem komu fyrst út á Íslandi fyrir um tveimur árum, hafa ekki einungis komið út vestan hafs því þær hafa einnig komið út í Svíþjóð og eru væntanlegar til útgáfu víðar í Evrópu.

Illugi hefur ekki alltaf haft mikinn áhuga á knattspyrnu. „Ég var lítill fótboltaáhugamaður framan af en áhuginn hefur færst í aukana með árunum. Ég er hins vegar afleitur knattspyrnumaður sjálfur,“ segir Illugi léttur í bragði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.