Hátískuheimurinn lofar fatnað úr laxaroði Kristjana Arnarsdóttir skrifar 4. júní 2014 11:30 Fatahönnuðurinn Bóas Kristjánsson hlaut hæstu úthlutun úr hönnunarsjóði í gær en styrkurinn hljóðar upp á 2,5 milljónir. „Ég mun nota styrkinn í það að þróa línuna enn lengra. Ég hef verið að vinna með laxaroð og þeirri vinnu hefur verið mjög vel tekið. Við munum því halda áfram með þessa vinnu og ætlum að setja enn meiri fókus á íslensk og vistvæn hráefni,“ segir fatahönnuðurinn Bóas Kristjánsson sem hlaut hæstu úthlutun, 2,5 milljónir, úr hönnunarsjóði í gær. Bóas hannaði tvær línur í fyrra undir merkinu KARBON by Bóas Kristjánsson og vakti merkið þó nokkra athygli erlendis. „Ég hef mikið verið að vinna með vistvæna textíla. Það var því ákveðin tilraun að sjá hvernig þetta myndi leggjast í hátískuheiminn, þar sem búðirnar eru allar hálfgerð listagallerí og vörurnar mjög dýrar,“ segir Bóas og bendir á að hann sé sá eini í heiminum sem notar þessi hráefni í hönnun á fatnaði.Herraskyrta úr laxaroði.„Það er alltaf áhætta að mæta með eitthvað sem enginn hefur áður séð. Laxaroð hefur kannski verið notað í töskur og skó en nú býð ég fólki að klæðast efninu. Þessu hefur þó verið tekið alveg svakalega vel og fötin úr þessu hráefni eru mest selda varan okkar.“ Bóas hefur í nægu að snúast þessa dagana en hann heldur á tískuvikuna í París í lok þessa mánaðar. „Ég ætla að fara og hitta á fólk sem ég verslaði við í fyrra og viðhalda tengslunum við þær búðir sem við erum í samstarfi við. Á svona tískuvikum kynnist maður einnig fólki alls staðar að úr heiminum og myndar ný tengsl.“ Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Ég mun nota styrkinn í það að þróa línuna enn lengra. Ég hef verið að vinna með laxaroð og þeirri vinnu hefur verið mjög vel tekið. Við munum því halda áfram með þessa vinnu og ætlum að setja enn meiri fókus á íslensk og vistvæn hráefni,“ segir fatahönnuðurinn Bóas Kristjánsson sem hlaut hæstu úthlutun, 2,5 milljónir, úr hönnunarsjóði í gær. Bóas hannaði tvær línur í fyrra undir merkinu KARBON by Bóas Kristjánsson og vakti merkið þó nokkra athygli erlendis. „Ég hef mikið verið að vinna með vistvæna textíla. Það var því ákveðin tilraun að sjá hvernig þetta myndi leggjast í hátískuheiminn, þar sem búðirnar eru allar hálfgerð listagallerí og vörurnar mjög dýrar,“ segir Bóas og bendir á að hann sé sá eini í heiminum sem notar þessi hráefni í hönnun á fatnaði.Herraskyrta úr laxaroði.„Það er alltaf áhætta að mæta með eitthvað sem enginn hefur áður séð. Laxaroð hefur kannski verið notað í töskur og skó en nú býð ég fólki að klæðast efninu. Þessu hefur þó verið tekið alveg svakalega vel og fötin úr þessu hráefni eru mest selda varan okkar.“ Bóas hefur í nægu að snúast þessa dagana en hann heldur á tískuvikuna í París í lok þessa mánaðar. „Ég ætla að fara og hitta á fólk sem ég verslaði við í fyrra og viðhalda tengslunum við þær búðir sem við erum í samstarfi við. Á svona tískuvikum kynnist maður einnig fólki alls staðar að úr heiminum og myndar ný tengsl.“
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira