Innlent

Hlutur sjúklinga vegna sjúkraþjálfunar hækkar um 9,6 %

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heilbrigðisráðuneytið hækkar hlut sjúklinga í kostnaðarþátttöku vegna sjúkraþjálfunar um 9,6 %.
Heilbrigðisráðuneytið hækkar hlut sjúklinga í kostnaðarþátttöku vegna sjúkraþjálfunar um 9,6 %. mynd/samsett
Á sama tíma og lagt er að fyrirtækjum og sveitarfélögum að halda í skefjum gjaldskrárhækkunum og álögum á almenning, gengur heilbrigðisráðuneytið fram í því að hækka hlut sjúklinga í kostnaðarþátttöku vegna sjúkraþjálfunar um 9,6 %. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Unni Pétursdóttur, formaður Félags sjúkraþjálfara.

Um er að ræða breytingu á gjaldskrá sem felst í því að ríkið dregur úr greiðsluþátttöku sinni og því hækkar sú upphæð sem skjólstæðingar sjúkraþjálfara þurfa að greiða.

Þessi breyting felur því ekki í sér taxtahækkun til sjúkraþjálfara heldur er um að ræða auknar álögur á skjólstæðinga þeirra.

Eins og sjá má á neðangreindu koma breytingarnar mismunandi út fyrir einstaka hópa, allt frá engri breytingu upp í 50% hækkun sjúklingahluta  gjaldsins.

Eftir breytinguna er greiðsluhlutfall almenns sjúklings komið upp í  80% heildargjaldsins fyrir almennan meðferðartíma.

Hér að neðan má sjá skýringarmynd hvernig breytingarnar eiga eftir að hafa áhrifa á verð þeirra sem sækja meðferðar hjá sjúkraþjálfara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×