Í frönskum og fáguðum stíl Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2014 00:01 Mikil alúð hefur verið lögð í endurbæturnar á Franska spítalanum. Minjavernd hefur haft umsjón með þeim og notið styrks frá Frökkum. Fréttablaðið/GVA Ævinýraleg stakkaskipti hafa orðið á Franska spítalanum sem stóð á Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð í áratugi og grotnaði niður. Nú setur húsið glæsilegan svip á bæinn á Fáskrúðsfirði þar sem hann er umkringdur gömlum húsum sem gerð hafa verið upp í sama anda. Þar er verið að opna hótel í nafni Fosshótelkeðjunnar og innan dyra er allt í frönskum og fáguðum stíl. Hafnarmegin í húsinu verður veitingastaður, L'Abri, en nafnið þýðir skjól. Áhersla verður lögð á ferskt íslenskt hráefni með frönskum blæ, að sögn Óskar Heiðu Sveinsdóttur markaðsstjóra. „Þetta hótel verður alger gullmoli,“ segir hún. Smíðuð hefur verið bryggja við hótelið og hver veit nema í framtíðinni verði frönsk skúta bundin við hana. Gamla læknishúsið stendur gegnt spítalanum – þar er búið um rúm með rómantískum hætti. Milli húsanna eru jarðgöng sem meitluð voru í klöppina undir götunni. Fyrir utan að þjóna sem samgönguæð hefur verið innréttað skútulíkan í göngunum með tilheyrandi góssi. Við annan stafn læknishússins streymir tær lækur niður hlíðina. Í honum eru steinar með nöfnum franskra skipa sem fórust á skútuöldinni. Á hinum lækjarbakkanum stendur kapella nýuppgerð því þegar franskir sjómenn gerðu staðinn að aðalbækistöð sinni við austurströnd Íslands voru sjúkraskýli og kapella það fyrsta sem þeir byggðu laust fyrir aldamótin 1900. Við hlið spítalans er svo líkhúsið. Þar eru lítil herbergi til að gista í. Minjavernd ber ábyrgð á framkvæmdunum í samvinnu við bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð og franska velunnara.Í jarðgöngunum Hér minnir allt á franska skútu.Skútuinnrétting Allt er haft sem upprunalegast.Gamla læknishúsið Húsinu var lyft upp til að nýtast betur og bera höfðinglegri svip.Götumynd Líkhúsið er næst og kapellan fjær.Nýtt samgöngumannvirki Milli kapellunnar og gamla læknishússins hefur lítill lækur verið brúaður.Götumynd Franski spítalinn er nánast á sínum upprunastað. Hann var byggður á Fáskrúðsfirði 1903. Þar voru 17 sjúkrarúm fyrir franska sjómenn.Minnisvarði Steinar í læknum eru merktir frönskum skipum sem fórust á austfirskum miðum.Á Hafnarnesi Húsið var flutt úr bænum út á Hafnarnes árið 1939 sem fjölbýlishús og verbúð en var orðið hryggðarmynd. Fréttablaðið/Vilhelm Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Ævinýraleg stakkaskipti hafa orðið á Franska spítalanum sem stóð á Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð í áratugi og grotnaði niður. Nú setur húsið glæsilegan svip á bæinn á Fáskrúðsfirði þar sem hann er umkringdur gömlum húsum sem gerð hafa verið upp í sama anda. Þar er verið að opna hótel í nafni Fosshótelkeðjunnar og innan dyra er allt í frönskum og fáguðum stíl. Hafnarmegin í húsinu verður veitingastaður, L'Abri, en nafnið þýðir skjól. Áhersla verður lögð á ferskt íslenskt hráefni með frönskum blæ, að sögn Óskar Heiðu Sveinsdóttur markaðsstjóra. „Þetta hótel verður alger gullmoli,“ segir hún. Smíðuð hefur verið bryggja við hótelið og hver veit nema í framtíðinni verði frönsk skúta bundin við hana. Gamla læknishúsið stendur gegnt spítalanum – þar er búið um rúm með rómantískum hætti. Milli húsanna eru jarðgöng sem meitluð voru í klöppina undir götunni. Fyrir utan að þjóna sem samgönguæð hefur verið innréttað skútulíkan í göngunum með tilheyrandi góssi. Við annan stafn læknishússins streymir tær lækur niður hlíðina. Í honum eru steinar með nöfnum franskra skipa sem fórust á skútuöldinni. Á hinum lækjarbakkanum stendur kapella nýuppgerð því þegar franskir sjómenn gerðu staðinn að aðalbækistöð sinni við austurströnd Íslands voru sjúkraskýli og kapella það fyrsta sem þeir byggðu laust fyrir aldamótin 1900. Við hlið spítalans er svo líkhúsið. Þar eru lítil herbergi til að gista í. Minjavernd ber ábyrgð á framkvæmdunum í samvinnu við bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð og franska velunnara.Í jarðgöngunum Hér minnir allt á franska skútu.Skútuinnrétting Allt er haft sem upprunalegast.Gamla læknishúsið Húsinu var lyft upp til að nýtast betur og bera höfðinglegri svip.Götumynd Líkhúsið er næst og kapellan fjær.Nýtt samgöngumannvirki Milli kapellunnar og gamla læknishússins hefur lítill lækur verið brúaður.Götumynd Franski spítalinn er nánast á sínum upprunastað. Hann var byggður á Fáskrúðsfirði 1903. Þar voru 17 sjúkrarúm fyrir franska sjómenn.Minnisvarði Steinar í læknum eru merktir frönskum skipum sem fórust á austfirskum miðum.Á Hafnarnesi Húsið var flutt úr bænum út á Hafnarnes árið 1939 sem fjölbýlishús og verbúð en var orðið hryggðarmynd. Fréttablaðið/Vilhelm
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira