Flugmenn Icelandair ekki viljugir til verka: Ekki hægt að neyða flugmenn í yfirvinnu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 16. maí 2014 07:00 Alþingi samþykkti lög sem banna verkfallsaðgerðir flugmanna hjá Icelandair. 32 þingmenn samþykktu lögin, fjórtán voru á móti og sex sátu hjá. Meirihlutinn sagði að almannahagsmunir krefðust lagasetningar, minnihlutinn lagði ríka áherslu á að samningsrétturinn er varinn í stjórnarskrá og í mannréttindasáttmála Evrópu. Fréttablaðið/Daníel „Almennt eru menn reiðir og telja sig órétti beitta,“ segir Örnólfur Jónsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Við munum virða þau lög sem sett eru. Ég vil hins vegar benda á að það neyðir enginn flugmann til að vinna yfirvinnu. Mönnum er það í sjálfsvald sett hvort þeir samþykkja að vinna hana eða ekki,“ segir Örnólfur. Flugmenn Icelandair sem Fréttablaðið hefur rætt við segjast ekki verða viljugir til verka á næstunni. Þeir hafi í hyggju að afþakka yfirvinnu. Að sögn þeirra þarf yfirleitt að kalla út aukamenn, til að halda áætlun, um helgar yfir sumartímann. Neiti menn aukavinnu verði að fella niður flug. Raunar segja flugmenn að það geti gerst hvenær sem er að það verði að fella niður flug komi upp veikindi eða bilanir í vélunum. Örnólfur segir að lagasetningar á löglega boðaðar vinnustöðvanir grafi undan réttindum stéttarfélaga og færi stéttabaráttu áratugi aftur í tímann. Hann segir að flugmönnum þyki löggjafinn ansi fljótur að grípa til lagasetningar, og minnir á að flugmenn hafi verið búnir að fara í eina tímabundna vinnustöðvun auk yfirvinnubanns þegar ákveðið hafi verið að setja lög. Norræna og Alþjóðaflutningaverkamannasambandið hafa lýst yfir stuðningi við kjarabaráttu flugmanna. Örnólfur segir að flugmenn eigi hauk í horni í þessum samböndum. Hann segir jafnframt að samtökin muni virða lögin sem sett eru á flugmenn og stöðvi því ekki flugvélar Icelandair erlendis. Alþingi samþykkti í gær lög sem banna verkfallsaðgerðir flugmanna. Samkvæmt lögunum verður flugmönnum og Icelandair heimilt að semja um kjaramál, en óheimilt verður að knýja fram kjarabætur með vinnustöðvun. Hafi ekki tekist samkomulag hinn 1. júní skal gerðardómur grípa inn í og ákveða kaup og kjör flugmanna Icelandair og fella úrskurð fyrir 1. júlí. Í lögunum segir að gerðardómurinn skal, við ákvarðanir um laun og önnur starfskjör, hafa hliðsjón af kjörum þeirra sem sambærilegir geta talist að menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð. Jafnframt skal hafa til hliðsjónar, eftir því sem við á, kjarasamninga sem gerðir hafa verið á undanförnum mánuðum og almenna þróun kjaramála hér á landi. Tengdar fréttir Lög á verkfallsaðgerðir flugmanna samþykkt Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 14 en 6 þingmenn sátu hjá. 15. maí 2014 14:46 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Almennt eru menn reiðir og telja sig órétti beitta,“ segir Örnólfur Jónsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Við munum virða þau lög sem sett eru. Ég vil hins vegar benda á að það neyðir enginn flugmann til að vinna yfirvinnu. Mönnum er það í sjálfsvald sett hvort þeir samþykkja að vinna hana eða ekki,“ segir Örnólfur. Flugmenn Icelandair sem Fréttablaðið hefur rætt við segjast ekki verða viljugir til verka á næstunni. Þeir hafi í hyggju að afþakka yfirvinnu. Að sögn þeirra þarf yfirleitt að kalla út aukamenn, til að halda áætlun, um helgar yfir sumartímann. Neiti menn aukavinnu verði að fella niður flug. Raunar segja flugmenn að það geti gerst hvenær sem er að það verði að fella niður flug komi upp veikindi eða bilanir í vélunum. Örnólfur segir að lagasetningar á löglega boðaðar vinnustöðvanir grafi undan réttindum stéttarfélaga og færi stéttabaráttu áratugi aftur í tímann. Hann segir að flugmönnum þyki löggjafinn ansi fljótur að grípa til lagasetningar, og minnir á að flugmenn hafi verið búnir að fara í eina tímabundna vinnustöðvun auk yfirvinnubanns þegar ákveðið hafi verið að setja lög. Norræna og Alþjóðaflutningaverkamannasambandið hafa lýst yfir stuðningi við kjarabaráttu flugmanna. Örnólfur segir að flugmenn eigi hauk í horni í þessum samböndum. Hann segir jafnframt að samtökin muni virða lögin sem sett eru á flugmenn og stöðvi því ekki flugvélar Icelandair erlendis. Alþingi samþykkti í gær lög sem banna verkfallsaðgerðir flugmanna. Samkvæmt lögunum verður flugmönnum og Icelandair heimilt að semja um kjaramál, en óheimilt verður að knýja fram kjarabætur með vinnustöðvun. Hafi ekki tekist samkomulag hinn 1. júní skal gerðardómur grípa inn í og ákveða kaup og kjör flugmanna Icelandair og fella úrskurð fyrir 1. júlí. Í lögunum segir að gerðardómurinn skal, við ákvarðanir um laun og önnur starfskjör, hafa hliðsjón af kjörum þeirra sem sambærilegir geta talist að menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð. Jafnframt skal hafa til hliðsjónar, eftir því sem við á, kjarasamninga sem gerðir hafa verið á undanförnum mánuðum og almenna þróun kjaramála hér á landi.
Tengdar fréttir Lög á verkfallsaðgerðir flugmanna samþykkt Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 14 en 6 þingmenn sátu hjá. 15. maí 2014 14:46 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Lög á verkfallsaðgerðir flugmanna samþykkt Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 14 en 6 þingmenn sátu hjá. 15. maí 2014 14:46