Tæp fjögur prósent íbúa með fjárhagsaðstoð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. apríl 2014 09:02 Þeim fjölgar hratt í bænum sem missa bótarétt hjá Vinnumálastofnun sem veldur því að fjárhagsaðstoð bæjarins er einn stærsti óvissuþátturinn í rekstri bæjarfélagsins. Fréttablaðið/GVA Á árinu 2013 nutu alls 557 einstaklingar fjárhagsaðstoðar í 14.500 manna samfélagi Reykjanesbæjar. Útgjöld bæjarins vegna þessa voru 275 milljónir eða um 104 milljónir umfram áætlun. „Þannig var þessi liður einn stærsti óvissuþátturinn í rekstri bæjarfélagsins,“ segir Hjördís Árnadóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og félagssviðs Reykjanesbæjar. „Eðli þessara útgjalda er líkt og þjónusta á bráðadeild sjúkrahúsa, við höfum lítið val. Fólk í neyð á rétt á slíkri aðstoð lögum samkvæmt.“ Fjölgun þeirra sem fá aðstoð hefur verið í öllum aldurshópum en mest hjá fólki á aldrinum 18-29 ára, og frá árinu 2007 hefur þeim fjölgað um 250% á fjárhagsaðstoð. Fyrir utan fjölgunina er þróunin sú að fólk er lengur á bótunum.Hjördís Árnadóttir„Margir í þessum aldurshópi eiga ekki aðra framfærslumöguleika, hafa aldrei unnið sér inn atvinnuleysisbótarétt og eiga ekki auðsótt á vinnumarkaðinn. Hér hefur verið lögð áhersla á að skapa þessu fólki úrræði, til dæmis í samstarfi við Vinnumálastofnun, en sá hængur er á að þessi úrræði eru tímabundin og betur má ef duga skal,“ segir Hjördís. Á síðasta ári misstu 146 manns úr Reykjanesbæ bótarétt hjá Vinnumálastofnun og er áætlað að 158 fullnýti hann á þessu ári. „Fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 miðaðist við að nú færum við að rétta úr kútnum og voru 200 milljónir áætlaðar í fjárhagsaðstoð. En nú á fyrstu þremur mánuðum ársins erum við búin með tæpar hundrað milljónir þannig að við sjáum fram á að fara langt yfir áætlun.“ Hjördís segir ekki alla sem missa bótarétt fá fjárhagsaðstoð frá bænum, en það sé ekki minna áhyggjuefni hvað verði um þann hóp sem er hvorki talinn með atvinnulausum né bótaþegum bæjarins. Fjölskyldufólk þurfi að treysta á framfærslu frá einum í stað tveggja. „Það hefur aldrei verið jafn mikil eftirspurn eftir félagslegu leiguhúsnæði og nú, og margir eru í verulegum vanda. Fólk gistir hjá ættingjum og vinum svo vikum og mánuðum skiptir. Hjá félagsþjónustunni er unnið að lausnum, en þær geta verið tímafrekar þegar fólk á hvergi heima,“ segir Hjördís.250% fjölgun í hópi ungs fólks á aldrinum 18-29 ára. Árið 2007 voru 81 á þeim aldri með fjárhagsaðstoð en árið 2013 voru þeir 287. 146 íbúa Reykjanesbæjar misstu bótarétt hjá Vinnumálastofnun í fyrra. Á árinu 2014 munu 158 manns bætast í hópinn og munu þá atvinnulausir án bótaréttar vera 2% bæjarbúa. Tengdar fréttir Íbúar á aðstoð að sprengja áætlun ársins í Reykjanesbæ Mjög margir hafa bæst í hóp Reyknesinga sem eru 18 til 29 ára og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum en fá fjárhagsaðstoð úr bæjarsjóði. Nærri fjögur prósent íbúanna þáðu aðstoð í fyrra. Áætlun þessa árs er sprungin. 14. apríl 2014 09:03 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Á árinu 2013 nutu alls 557 einstaklingar fjárhagsaðstoðar í 14.500 manna samfélagi Reykjanesbæjar. Útgjöld bæjarins vegna þessa voru 275 milljónir eða um 104 milljónir umfram áætlun. „Þannig var þessi liður einn stærsti óvissuþátturinn í rekstri bæjarfélagsins,“ segir Hjördís Árnadóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og félagssviðs Reykjanesbæjar. „Eðli þessara útgjalda er líkt og þjónusta á bráðadeild sjúkrahúsa, við höfum lítið val. Fólk í neyð á rétt á slíkri aðstoð lögum samkvæmt.“ Fjölgun þeirra sem fá aðstoð hefur verið í öllum aldurshópum en mest hjá fólki á aldrinum 18-29 ára, og frá árinu 2007 hefur þeim fjölgað um 250% á fjárhagsaðstoð. Fyrir utan fjölgunina er þróunin sú að fólk er lengur á bótunum.Hjördís Árnadóttir„Margir í þessum aldurshópi eiga ekki aðra framfærslumöguleika, hafa aldrei unnið sér inn atvinnuleysisbótarétt og eiga ekki auðsótt á vinnumarkaðinn. Hér hefur verið lögð áhersla á að skapa þessu fólki úrræði, til dæmis í samstarfi við Vinnumálastofnun, en sá hængur er á að þessi úrræði eru tímabundin og betur má ef duga skal,“ segir Hjördís. Á síðasta ári misstu 146 manns úr Reykjanesbæ bótarétt hjá Vinnumálastofnun og er áætlað að 158 fullnýti hann á þessu ári. „Fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 miðaðist við að nú færum við að rétta úr kútnum og voru 200 milljónir áætlaðar í fjárhagsaðstoð. En nú á fyrstu þremur mánuðum ársins erum við búin með tæpar hundrað milljónir þannig að við sjáum fram á að fara langt yfir áætlun.“ Hjördís segir ekki alla sem missa bótarétt fá fjárhagsaðstoð frá bænum, en það sé ekki minna áhyggjuefni hvað verði um þann hóp sem er hvorki talinn með atvinnulausum né bótaþegum bæjarins. Fjölskyldufólk þurfi að treysta á framfærslu frá einum í stað tveggja. „Það hefur aldrei verið jafn mikil eftirspurn eftir félagslegu leiguhúsnæði og nú, og margir eru í verulegum vanda. Fólk gistir hjá ættingjum og vinum svo vikum og mánuðum skiptir. Hjá félagsþjónustunni er unnið að lausnum, en þær geta verið tímafrekar þegar fólk á hvergi heima,“ segir Hjördís.250% fjölgun í hópi ungs fólks á aldrinum 18-29 ára. Árið 2007 voru 81 á þeim aldri með fjárhagsaðstoð en árið 2013 voru þeir 287. 146 íbúa Reykjanesbæjar misstu bótarétt hjá Vinnumálastofnun í fyrra. Á árinu 2014 munu 158 manns bætast í hópinn og munu þá atvinnulausir án bótaréttar vera 2% bæjarbúa.
Tengdar fréttir Íbúar á aðstoð að sprengja áætlun ársins í Reykjanesbæ Mjög margir hafa bæst í hóp Reyknesinga sem eru 18 til 29 ára og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum en fá fjárhagsaðstoð úr bæjarsjóði. Nærri fjögur prósent íbúanna þáðu aðstoð í fyrra. Áætlun þessa árs er sprungin. 14. apríl 2014 09:03 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Íbúar á aðstoð að sprengja áætlun ársins í Reykjanesbæ Mjög margir hafa bæst í hóp Reyknesinga sem eru 18 til 29 ára og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum en fá fjárhagsaðstoð úr bæjarsjóði. Nærri fjögur prósent íbúanna þáðu aðstoð í fyrra. Áætlun þessa árs er sprungin. 14. apríl 2014 09:03