Tökum ekki séns eins og með reykingarnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. mars 2014 07:00 Reiknað er með að nýr tilraunabúnaður sem dælir brennisteini djúpt í jörð verði tekinn í notkun í næstu viku. Fréttablaðið/Vilhelm „Við viljum ekkert taka sénsinn á því að sjá hvort hér verði einhverjar varanlegar skemmdir á heilsufari fólks – það er ekki séns sem við getum tekið,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, um mengun sem kemur frá Hellisheiðarvirkjun. Brennisteinsvetni mælist yfir leyfilegum mörkum við Waldorfskólann í Lækjarbotnum í landi Kópavops. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, varð við ósk og mætti á fundi bæjarráðsins á fimmtudag. „Ég hef fullan skilning á að mönnum finnst slæmt að það sé ekki búið að leysa þetta en það skilja allir og sjá að við erum af mikilli alvöru að leysa vandann,“ segir Bjarni. „Á næstu dögum hefjum við tilraunarekstur á hreinsistöð sem hreinsar frá einni vél af sex á Hellisheiði. Ef það gengur vel munum við halda áfram á sama spori.“ Að sögn Bjarna felst tilraunin í að hreinsa brennisteininn úr útblæstrinum, blanda hann vatni og dæla niður á eitt til tvö þúsund metra dýpi þar sem hann binst berginu. „Við ætlum að vísa brennisteininum til föðurhúsanna,“ segir forstjórinn, sem kveður árangur af þessu í fyrsta lagi verða metinn eftir um hálft ár. Samhliða séu fleiri aðferðir prófaðar. Rannveig Ásgeirsdóttir segir málið vera tæknilegs eðlis. „En við erum náttúrulega ekki ánægð með að það sé starfsemi fyrir börn þar sem við getum ekki almennilega vitað hvaða afleiðingar þetta hefur inn í framtíðina,“ segir Rannveig og bendir á að Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þurfi að ákvarða í samræmi við lög og reglur hvort aftur verði gefið út leyfi fyrir starfsemi skólans á þessum stað og færa þá rök fyrir því. „Það er svo algerlega á valdi Waldorfskólans til hvaða ráða hann grípur. Ef skólinn þarf að flytja þá er það hann sem hefur upp á Orkuveituna að klaga,“ segir Rannveig. Að sögn Rannveigar eru engar rannsóknir eða reynsla sem geta sagt til um langtímaáhrif jarðgasmengunarinnar frá Hellisheiði. Alltaf verði mengun á svæðinu, annað hvort koltvísýringsmengun eða af brennisteinsvetni. „Við viljum vita í hvaða farveg þessar tvær gastegundir verða settar svo þær verði ekki mengandi fyrir menn og umhverfi. Við viljum ekkert endilega taka sénsinn eins og fólk gerði hér í áratugi með reykingar,“ segir formaður bæjarráðs. Forstjóri OR bendir á að þegar Hellisheiðarvirkjun var byggð hafi ekki verið reglur um hámarksstyrk í útblæstrinum. „Ég held að menn hafi ekki áttað sig á hversu áhrifin yrðu mikil.“ Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Við viljum ekkert taka sénsinn á því að sjá hvort hér verði einhverjar varanlegar skemmdir á heilsufari fólks – það er ekki séns sem við getum tekið,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, um mengun sem kemur frá Hellisheiðarvirkjun. Brennisteinsvetni mælist yfir leyfilegum mörkum við Waldorfskólann í Lækjarbotnum í landi Kópavops. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, varð við ósk og mætti á fundi bæjarráðsins á fimmtudag. „Ég hef fullan skilning á að mönnum finnst slæmt að það sé ekki búið að leysa þetta en það skilja allir og sjá að við erum af mikilli alvöru að leysa vandann,“ segir Bjarni. „Á næstu dögum hefjum við tilraunarekstur á hreinsistöð sem hreinsar frá einni vél af sex á Hellisheiði. Ef það gengur vel munum við halda áfram á sama spori.“ Að sögn Bjarna felst tilraunin í að hreinsa brennisteininn úr útblæstrinum, blanda hann vatni og dæla niður á eitt til tvö þúsund metra dýpi þar sem hann binst berginu. „Við ætlum að vísa brennisteininum til föðurhúsanna,“ segir forstjórinn, sem kveður árangur af þessu í fyrsta lagi verða metinn eftir um hálft ár. Samhliða séu fleiri aðferðir prófaðar. Rannveig Ásgeirsdóttir segir málið vera tæknilegs eðlis. „En við erum náttúrulega ekki ánægð með að það sé starfsemi fyrir börn þar sem við getum ekki almennilega vitað hvaða afleiðingar þetta hefur inn í framtíðina,“ segir Rannveig og bendir á að Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þurfi að ákvarða í samræmi við lög og reglur hvort aftur verði gefið út leyfi fyrir starfsemi skólans á þessum stað og færa þá rök fyrir því. „Það er svo algerlega á valdi Waldorfskólans til hvaða ráða hann grípur. Ef skólinn þarf að flytja þá er það hann sem hefur upp á Orkuveituna að klaga,“ segir Rannveig. Að sögn Rannveigar eru engar rannsóknir eða reynsla sem geta sagt til um langtímaáhrif jarðgasmengunarinnar frá Hellisheiði. Alltaf verði mengun á svæðinu, annað hvort koltvísýringsmengun eða af brennisteinsvetni. „Við viljum vita í hvaða farveg þessar tvær gastegundir verða settar svo þær verði ekki mengandi fyrir menn og umhverfi. Við viljum ekkert endilega taka sénsinn eins og fólk gerði hér í áratugi með reykingar,“ segir formaður bæjarráðs. Forstjóri OR bendir á að þegar Hellisheiðarvirkjun var byggð hafi ekki verið reglur um hámarksstyrk í útblæstrinum. „Ég held að menn hafi ekki áttað sig á hversu áhrifin yrðu mikil.“
Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira