Tökum ekki séns eins og með reykingarnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. mars 2014 07:00 Reiknað er með að nýr tilraunabúnaður sem dælir brennisteini djúpt í jörð verði tekinn í notkun í næstu viku. Fréttablaðið/Vilhelm „Við viljum ekkert taka sénsinn á því að sjá hvort hér verði einhverjar varanlegar skemmdir á heilsufari fólks – það er ekki séns sem við getum tekið,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, um mengun sem kemur frá Hellisheiðarvirkjun. Brennisteinsvetni mælist yfir leyfilegum mörkum við Waldorfskólann í Lækjarbotnum í landi Kópavops. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, varð við ósk og mætti á fundi bæjarráðsins á fimmtudag. „Ég hef fullan skilning á að mönnum finnst slæmt að það sé ekki búið að leysa þetta en það skilja allir og sjá að við erum af mikilli alvöru að leysa vandann,“ segir Bjarni. „Á næstu dögum hefjum við tilraunarekstur á hreinsistöð sem hreinsar frá einni vél af sex á Hellisheiði. Ef það gengur vel munum við halda áfram á sama spori.“ Að sögn Bjarna felst tilraunin í að hreinsa brennisteininn úr útblæstrinum, blanda hann vatni og dæla niður á eitt til tvö þúsund metra dýpi þar sem hann binst berginu. „Við ætlum að vísa brennisteininum til föðurhúsanna,“ segir forstjórinn, sem kveður árangur af þessu í fyrsta lagi verða metinn eftir um hálft ár. Samhliða séu fleiri aðferðir prófaðar. Rannveig Ásgeirsdóttir segir málið vera tæknilegs eðlis. „En við erum náttúrulega ekki ánægð með að það sé starfsemi fyrir börn þar sem við getum ekki almennilega vitað hvaða afleiðingar þetta hefur inn í framtíðina,“ segir Rannveig og bendir á að Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þurfi að ákvarða í samræmi við lög og reglur hvort aftur verði gefið út leyfi fyrir starfsemi skólans á þessum stað og færa þá rök fyrir því. „Það er svo algerlega á valdi Waldorfskólans til hvaða ráða hann grípur. Ef skólinn þarf að flytja þá er það hann sem hefur upp á Orkuveituna að klaga,“ segir Rannveig. Að sögn Rannveigar eru engar rannsóknir eða reynsla sem geta sagt til um langtímaáhrif jarðgasmengunarinnar frá Hellisheiði. Alltaf verði mengun á svæðinu, annað hvort koltvísýringsmengun eða af brennisteinsvetni. „Við viljum vita í hvaða farveg þessar tvær gastegundir verða settar svo þær verði ekki mengandi fyrir menn og umhverfi. Við viljum ekkert endilega taka sénsinn eins og fólk gerði hér í áratugi með reykingar,“ segir formaður bæjarráðs. Forstjóri OR bendir á að þegar Hellisheiðarvirkjun var byggð hafi ekki verið reglur um hámarksstyrk í útblæstrinum. „Ég held að menn hafi ekki áttað sig á hversu áhrifin yrðu mikil.“ Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
„Við viljum ekkert taka sénsinn á því að sjá hvort hér verði einhverjar varanlegar skemmdir á heilsufari fólks – það er ekki séns sem við getum tekið,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, um mengun sem kemur frá Hellisheiðarvirkjun. Brennisteinsvetni mælist yfir leyfilegum mörkum við Waldorfskólann í Lækjarbotnum í landi Kópavops. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, varð við ósk og mætti á fundi bæjarráðsins á fimmtudag. „Ég hef fullan skilning á að mönnum finnst slæmt að það sé ekki búið að leysa þetta en það skilja allir og sjá að við erum af mikilli alvöru að leysa vandann,“ segir Bjarni. „Á næstu dögum hefjum við tilraunarekstur á hreinsistöð sem hreinsar frá einni vél af sex á Hellisheiði. Ef það gengur vel munum við halda áfram á sama spori.“ Að sögn Bjarna felst tilraunin í að hreinsa brennisteininn úr útblæstrinum, blanda hann vatni og dæla niður á eitt til tvö þúsund metra dýpi þar sem hann binst berginu. „Við ætlum að vísa brennisteininum til föðurhúsanna,“ segir forstjórinn, sem kveður árangur af þessu í fyrsta lagi verða metinn eftir um hálft ár. Samhliða séu fleiri aðferðir prófaðar. Rannveig Ásgeirsdóttir segir málið vera tæknilegs eðlis. „En við erum náttúrulega ekki ánægð með að það sé starfsemi fyrir börn þar sem við getum ekki almennilega vitað hvaða afleiðingar þetta hefur inn í framtíðina,“ segir Rannveig og bendir á að Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þurfi að ákvarða í samræmi við lög og reglur hvort aftur verði gefið út leyfi fyrir starfsemi skólans á þessum stað og færa þá rök fyrir því. „Það er svo algerlega á valdi Waldorfskólans til hvaða ráða hann grípur. Ef skólinn þarf að flytja þá er það hann sem hefur upp á Orkuveituna að klaga,“ segir Rannveig. Að sögn Rannveigar eru engar rannsóknir eða reynsla sem geta sagt til um langtímaáhrif jarðgasmengunarinnar frá Hellisheiði. Alltaf verði mengun á svæðinu, annað hvort koltvísýringsmengun eða af brennisteinsvetni. „Við viljum vita í hvaða farveg þessar tvær gastegundir verða settar svo þær verði ekki mengandi fyrir menn og umhverfi. Við viljum ekkert endilega taka sénsinn eins og fólk gerði hér í áratugi með reykingar,“ segir formaður bæjarráðs. Forstjóri OR bendir á að þegar Hellisheiðarvirkjun var byggð hafi ekki verið reglur um hámarksstyrk í útblæstrinum. „Ég held að menn hafi ekki áttað sig á hversu áhrifin yrðu mikil.“
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira