Eins og að fella sig við það að labba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2014 08:00 Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni og Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu. Vísir/Vilhelm Norma Dögg Róbertsdóttir og Bjarki Ásgeirsson stóðu ekki aðeins efst á palli í fyrsta sinn heldur enduðu þau bæði langar sigurgöngur á Íslandsmótinu í fimleikum um helgina. Norma Dögg stöðvaði sigurgöngu Thelmu Rutar Hermannsdóttur og Bjarki varð fyrsti meistari Ármenninga í 19 ár.Stoltir Ármenningar „Síðustu ár hefur mig langað svakalega mikið til að vinna þetta, stundum hef ég ekki verið nógu góður en stundum kom eitthvað upp á,“ sagði Ármenningurinn Bjarki Ásgeirsson, sem vann fjölþraut karla en í 2. sæti varð Valgarð Reinhardsson úr Gerplu. „Nú gekk allt upp og þetta var algjör draumur. Ólafur Garðar Gunnarsson (fráfarandi Íslandsmeistari) var ekki með og þetta hefði verið miklu erfiðara ef hann hefði verið með,“ sagði Bjarki. Þetta var góð helgi fyrir Ármenninga sem héldu mótið að þessu sinni. Íslandsmeistarinn Bjarki Ásgeirsson og Jón Sigurður Gunnarsson unnu saman gull á fjórum áhöldum í gær. „Við Ármenningarnir unnum fjögur gull saman og göngum mjög stoltir frá þessu móti,“ sagði Bjarki.Átti ekki von á þessu „Ég stefndi á þetta en átti samt engan veginn von á þessu,“ sagði Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu, sem vann fjölþraut kvenna á laugardaginn. Norma bætti síðan við gulli í stökki í gær. „Ég held að stökkið hafi skilað mér sigrinum í fjölþrautinni því ég er með aðeins sterkari stökkæfingu en hinar,“ segir Norma, sem stöðvaði sigurgöngu Thelmu Rutar Hermannsdóttur. „Thelma stóð sig mjög vel en smá mistök kostuðu hana titilinn í ár, sem er mjög leiðinlegt,“ sagði Norma og fann til með liðsfélaga sínum. Gerpla átti þrjár efstu konur í fjölþrautinni, því Agnes Suto varð önnur og Thelma þriðja. Þær þrjár unnu síðan gullin á einstökum áhöldum „Við náum samt að vera vinkonur á æfingum sem skiptir rosalega miklu máli. Þetta er eins og önnur fjölskylda og það eru allir ánægðir fyrir hönd hinna,“ segir Norma.Fínt að vera jöfn Berglindi Thelma hefði getað orðið fyrsta konan til að vinna fjölþrautina sex sinnum sem og að vinna hana fimm ár í röð. „Ég get sagt að ég hafi hrasað smá tvíslánni. Ég rann aðeins af með höndina í mjög léttri æfingu sem kostaði sitt. Ég komst samt í úrslit á tveimur áhöldum og náði gullinu á báðum stöðum,“ segir Thelma, sem vildi ekki gera mikið úr pressunni vegna metsins. „Er ekki bara fínt að vera jöfn henni Berglindi (Pétursdóttur). Hún er gamli þjálfarinn minn og svona,“ sagði Thelma Rut létt. „Það kemur fyrir því að maður getur ekki alltaf átt fullkominn dag. Þetta var eins og að fella sig við það að labba,“ lýsir Thelma Rut mistökunum, sem kostuðu hana titilinn í fjölþraut. „Þetta var bara algjörlega hundrað prósent óheppni,“ sagði Thelma Rut. Hún vill ekkert gefa upp hvort hún reyni við sjötta titilinn á næsta ári. „Ég er að vera 21 árs og er að fara að byrja í háskóla næsta haust. Það tekur sinn toll og ég verð bara að sjá hvernig það spilast,“ sagði Thelma að lokum. Fimleikar Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sjá meira
Norma Dögg Róbertsdóttir og Bjarki Ásgeirsson stóðu ekki aðeins efst á palli í fyrsta sinn heldur enduðu þau bæði langar sigurgöngur á Íslandsmótinu í fimleikum um helgina. Norma Dögg stöðvaði sigurgöngu Thelmu Rutar Hermannsdóttur og Bjarki varð fyrsti meistari Ármenninga í 19 ár.Stoltir Ármenningar „Síðustu ár hefur mig langað svakalega mikið til að vinna þetta, stundum hef ég ekki verið nógu góður en stundum kom eitthvað upp á,“ sagði Ármenningurinn Bjarki Ásgeirsson, sem vann fjölþraut karla en í 2. sæti varð Valgarð Reinhardsson úr Gerplu. „Nú gekk allt upp og þetta var algjör draumur. Ólafur Garðar Gunnarsson (fráfarandi Íslandsmeistari) var ekki með og þetta hefði verið miklu erfiðara ef hann hefði verið með,“ sagði Bjarki. Þetta var góð helgi fyrir Ármenninga sem héldu mótið að þessu sinni. Íslandsmeistarinn Bjarki Ásgeirsson og Jón Sigurður Gunnarsson unnu saman gull á fjórum áhöldum í gær. „Við Ármenningarnir unnum fjögur gull saman og göngum mjög stoltir frá þessu móti,“ sagði Bjarki.Átti ekki von á þessu „Ég stefndi á þetta en átti samt engan veginn von á þessu,“ sagði Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu, sem vann fjölþraut kvenna á laugardaginn. Norma bætti síðan við gulli í stökki í gær. „Ég held að stökkið hafi skilað mér sigrinum í fjölþrautinni því ég er með aðeins sterkari stökkæfingu en hinar,“ segir Norma, sem stöðvaði sigurgöngu Thelmu Rutar Hermannsdóttur. „Thelma stóð sig mjög vel en smá mistök kostuðu hana titilinn í ár, sem er mjög leiðinlegt,“ sagði Norma og fann til með liðsfélaga sínum. Gerpla átti þrjár efstu konur í fjölþrautinni, því Agnes Suto varð önnur og Thelma þriðja. Þær þrjár unnu síðan gullin á einstökum áhöldum „Við náum samt að vera vinkonur á æfingum sem skiptir rosalega miklu máli. Þetta er eins og önnur fjölskylda og það eru allir ánægðir fyrir hönd hinna,“ segir Norma.Fínt að vera jöfn Berglindi Thelma hefði getað orðið fyrsta konan til að vinna fjölþrautina sex sinnum sem og að vinna hana fimm ár í röð. „Ég get sagt að ég hafi hrasað smá tvíslánni. Ég rann aðeins af með höndina í mjög léttri æfingu sem kostaði sitt. Ég komst samt í úrslit á tveimur áhöldum og náði gullinu á báðum stöðum,“ segir Thelma, sem vildi ekki gera mikið úr pressunni vegna metsins. „Er ekki bara fínt að vera jöfn henni Berglindi (Pétursdóttur). Hún er gamli þjálfarinn minn og svona,“ sagði Thelma Rut létt. „Það kemur fyrir því að maður getur ekki alltaf átt fullkominn dag. Þetta var eins og að fella sig við það að labba,“ lýsir Thelma Rut mistökunum, sem kostuðu hana titilinn í fjölþraut. „Þetta var bara algjörlega hundrað prósent óheppni,“ sagði Thelma Rut. Hún vill ekkert gefa upp hvort hún reyni við sjötta titilinn á næsta ári. „Ég er að vera 21 árs og er að fara að byrja í háskóla næsta haust. Það tekur sinn toll og ég verð bara að sjá hvernig það spilast,“ sagði Thelma að lokum.
Fimleikar Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sjá meira