Kostað á þriðja tug milljóna að skrifa sögu verkafólks á Vestfjörðum Brjánn Jónasson skrifar 21. mars 2014 07:00 Langan tíma hefur tekið að skrifa sögu verkafólks á Vestfjörðum. Fréttablaðið/Egill Ritun sögu Alþýðusambands Vestfjarða hefur staðið yfir í rúman áratug, og hefur eitt af þremur bindum verið gefið út. Kostnaður við verkið er komið yfir 22 milljónir króna og er ljóst að hann á eftir að aukast verulega. Engin kostnaðaráætlun var gerð áður en ráðist var í útgáfuna árið 2001, og engin áætlun er til um endanlegan kostnað við verkið, segir Karitas M. Pálsdóttir, sem á sæti í ritefnd sögu verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum. Kostnaður við fyrsta bindið varð tæplega 16,9 milljónir króna, samkvæmt svari ritnefndarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar segir jafnframt að engin kostnaðaráætlun hafi verið gerð, heldur hafi höfundinum verið greitt í samræmi við vinnustundir í hverjum mánuði. „Við renndum aðeins blint í sjóinn með þetta og gerðum enga kostnaðaráætlun. Höfðum sjálfsagt ekki hugsun á það eða kunnáttu,“ segir Karitas.Vindur í seglum, fyrsta bindi sögu verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum, kom út árið 2011. Bókin er 506 blaðsíður, gefin út af Alþýðusambandi Vestfjarða, en dreift af Skruddu.Sigurður Pétursson sagnfræðingur var fenginn til verksins í lok árs 2002. Hann upplýsti í grein sem birtist á bb.is í maí 2010 að hann hafi fram að þeim tíma þegið um 12,4 milljónir króna í laun frá Alþýðusambandi Vestfjarða. Í svari ritnefndarinnar kemur fram að greiðslur til höfundar fyrir fyrsta bindið hafi numið alls 9,8 milljónum króna. Karitas segir skýringuna af þessu þá að til viðbótar við greiðslur fyrir söguritunina hafi Sigurður fengið greiðslur fyrir flokkun og frágang á skjölum og munum frá verkalýðsfélögunum. Annar kostnaður við útgáfuna, þar með talið umbrot, myndir og prentun var rúmar 7 milljónir. Kostnaður við annað bindið er þegar kominn í tæpar 5,5 milljónir króna, og kostnaður við ritun sögu verkalýðsins á Vestfjörðum því kominn yfir 22 milljónir samanlagt. Þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir kostnaði við umbrot og prentun annars bindis, né kostnaði við þriðja bindi, er ljóst að enn á eftir að bætast við verulegur kostnaður við verkið. Karitas segir að Alþýðusamband Vestfjarða hafi átt sjóð sem eyrnamerktur hafi verið sögurituninni, en hann hafi ekki dugað til. Þá hafi Verkalýðsfélag Vestfirðinga lagt fé í útgáfuna, auk þess sem einhverjir styrkir hafi fengist. Til stendur að reyna að fá fleiri styrki til að ljúka útgáfunni. Í svari frá ritnefnd Sögu verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að frá upphafi hafi verið ákveðið að skrifa söguna í þremur bindum. Það passar illa við það sem Sigurður sagði grein sinni á bb.is í maí 2010. Þar sagði hann að reiknað hafi verið með því að sagan kæmi út í tveimur bindum, en gat þess þó að fyrsta bindið væri „hugsanlega fyrsta af þremur“. Karitas segir að þetta hljóti að hafa verið misskilningur hjá Sigurði, alltaf hafi verið talað um þrjú bindi. Sigurður segir í samtali við Fréttablaðið að þegar hafi verið ákveðið að ekki ætti eingöngu að skrifa sögu verkalýðsfélaganna, heldur líka sögu atvinnumála á Vestfjörðum, hafi verið ljóst að verkið þyrfti að fylla tvö til þrjú bindi hið minnsta. Í svari ritnefndarinnar segir að áformað sé að gefa út annað bindi sögu verkalýðshreyfingarinnar á þessu ári, og það þriðja og síðasta árið 2016. Í frétt bb.is frá því í janúar 2003 er sagt frá því að Sigurður sé nú að safna saman gögnum og leita heimilda vegna vinnu við útgáfu rits sem fjalla eigi um sögu Alþýðusambands Vestfjarða og aðildarfélaga þess. Þar segir að reiknað sé með að verkið taki tvö til þrjú ár. Umfang verksins jókst þegar verkalýðsfélög á Vestfjörðum sameinuðust á árinu 2002, segir Karitas. Hún segir að þurft hafi að fara í gegnum mikið magn af skjölum, flokka þau og skoða, sem hafi seinkað verkinu mikið. „Við teljum að við höfum ekki farið úr böndum þó tíminn hafi orðið miklu lengri en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi,“ segir hún. Sigurður PéturssonSonur forseta Alþýðusambands Vestfjarða skrifar söguna Auk þess að vera sjálfstætt starfandi sagnfræðingur er Sigurður Pétursson bæjarfulltrúi og fráfarandi oddviti Í-listans, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingarinnar og Vinstri grænna á Ísafirði. Sigurður er sonur Péturs Sigurðssonar, sem hefur verið forseti Alþýðusambands Vestfjarða frá árinu 1970. Karitas segir fjölskyldutengsl Sigurðar hafa verið rædd þegar ákveðið var að fá hann til verksins. Því hafi fylgt bæði kostir og gallar, en ritnefndin hafi metið það kostirnir hafi verið mun veigameiri en gallarnir. Sigurður segir sjálfur að það orki ekki tvímælis að sonur forseta Alþýðusambands Vestfjarða hafi fengið það verk að rita sögu verkalýðsfélaganna á Vestfjörðum. „Ég held ef menn skoða í kringum sig, og athuga hverjir hafa fjallað um þetta efni fyrr, þá hafi þetta verið eðlilegt framhald af menntun minni og fyrri rannsóknum,“ segir Sigurður. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Ritun sögu Alþýðusambands Vestfjarða hefur staðið yfir í rúman áratug, og hefur eitt af þremur bindum verið gefið út. Kostnaður við verkið er komið yfir 22 milljónir króna og er ljóst að hann á eftir að aukast verulega. Engin kostnaðaráætlun var gerð áður en ráðist var í útgáfuna árið 2001, og engin áætlun er til um endanlegan kostnað við verkið, segir Karitas M. Pálsdóttir, sem á sæti í ritefnd sögu verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum. Kostnaður við fyrsta bindið varð tæplega 16,9 milljónir króna, samkvæmt svari ritnefndarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar segir jafnframt að engin kostnaðaráætlun hafi verið gerð, heldur hafi höfundinum verið greitt í samræmi við vinnustundir í hverjum mánuði. „Við renndum aðeins blint í sjóinn með þetta og gerðum enga kostnaðaráætlun. Höfðum sjálfsagt ekki hugsun á það eða kunnáttu,“ segir Karitas.Vindur í seglum, fyrsta bindi sögu verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum, kom út árið 2011. Bókin er 506 blaðsíður, gefin út af Alþýðusambandi Vestfjarða, en dreift af Skruddu.Sigurður Pétursson sagnfræðingur var fenginn til verksins í lok árs 2002. Hann upplýsti í grein sem birtist á bb.is í maí 2010 að hann hafi fram að þeim tíma þegið um 12,4 milljónir króna í laun frá Alþýðusambandi Vestfjarða. Í svari ritnefndarinnar kemur fram að greiðslur til höfundar fyrir fyrsta bindið hafi numið alls 9,8 milljónum króna. Karitas segir skýringuna af þessu þá að til viðbótar við greiðslur fyrir söguritunina hafi Sigurður fengið greiðslur fyrir flokkun og frágang á skjölum og munum frá verkalýðsfélögunum. Annar kostnaður við útgáfuna, þar með talið umbrot, myndir og prentun var rúmar 7 milljónir. Kostnaður við annað bindið er þegar kominn í tæpar 5,5 milljónir króna, og kostnaður við ritun sögu verkalýðsins á Vestfjörðum því kominn yfir 22 milljónir samanlagt. Þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir kostnaði við umbrot og prentun annars bindis, né kostnaði við þriðja bindi, er ljóst að enn á eftir að bætast við verulegur kostnaður við verkið. Karitas segir að Alþýðusamband Vestfjarða hafi átt sjóð sem eyrnamerktur hafi verið sögurituninni, en hann hafi ekki dugað til. Þá hafi Verkalýðsfélag Vestfirðinga lagt fé í útgáfuna, auk þess sem einhverjir styrkir hafi fengist. Til stendur að reyna að fá fleiri styrki til að ljúka útgáfunni. Í svari frá ritnefnd Sögu verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að frá upphafi hafi verið ákveðið að skrifa söguna í þremur bindum. Það passar illa við það sem Sigurður sagði grein sinni á bb.is í maí 2010. Þar sagði hann að reiknað hafi verið með því að sagan kæmi út í tveimur bindum, en gat þess þó að fyrsta bindið væri „hugsanlega fyrsta af þremur“. Karitas segir að þetta hljóti að hafa verið misskilningur hjá Sigurði, alltaf hafi verið talað um þrjú bindi. Sigurður segir í samtali við Fréttablaðið að þegar hafi verið ákveðið að ekki ætti eingöngu að skrifa sögu verkalýðsfélaganna, heldur líka sögu atvinnumála á Vestfjörðum, hafi verið ljóst að verkið þyrfti að fylla tvö til þrjú bindi hið minnsta. Í svari ritnefndarinnar segir að áformað sé að gefa út annað bindi sögu verkalýðshreyfingarinnar á þessu ári, og það þriðja og síðasta árið 2016. Í frétt bb.is frá því í janúar 2003 er sagt frá því að Sigurður sé nú að safna saman gögnum og leita heimilda vegna vinnu við útgáfu rits sem fjalla eigi um sögu Alþýðusambands Vestfjarða og aðildarfélaga þess. Þar segir að reiknað sé með að verkið taki tvö til þrjú ár. Umfang verksins jókst þegar verkalýðsfélög á Vestfjörðum sameinuðust á árinu 2002, segir Karitas. Hún segir að þurft hafi að fara í gegnum mikið magn af skjölum, flokka þau og skoða, sem hafi seinkað verkinu mikið. „Við teljum að við höfum ekki farið úr böndum þó tíminn hafi orðið miklu lengri en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi,“ segir hún. Sigurður PéturssonSonur forseta Alþýðusambands Vestfjarða skrifar söguna Auk þess að vera sjálfstætt starfandi sagnfræðingur er Sigurður Pétursson bæjarfulltrúi og fráfarandi oddviti Í-listans, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingarinnar og Vinstri grænna á Ísafirði. Sigurður er sonur Péturs Sigurðssonar, sem hefur verið forseti Alþýðusambands Vestfjarða frá árinu 1970. Karitas segir fjölskyldutengsl Sigurðar hafa verið rædd þegar ákveðið var að fá hann til verksins. Því hafi fylgt bæði kostir og gallar, en ritnefndin hafi metið það kostirnir hafi verið mun veigameiri en gallarnir. Sigurður segir sjálfur að það orki ekki tvímælis að sonur forseta Alþýðusambands Vestfjarða hafi fengið það verk að rita sögu verkalýðsfélaganna á Vestfjörðum. „Ég held ef menn skoða í kringum sig, og athuga hverjir hafa fjallað um þetta efni fyrr, þá hafi þetta verið eðlilegt framhald af menntun minni og fyrri rannsóknum,“ segir Sigurður.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira