Kanna vilja Hvergerðinga til sameiningar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. mars 2014 07:00 Um 2300 manns búa í Hveragerði þar sem íbúarnir munu samfara bæjarstjórnarkosningunm í maí lýsa skoðun sinni á hugsanlegri sameiningu við önnur sveitarfélög. Fréttablaðið/Valli Bæjarstjórn Hveragerðis hefur samþykkt að halda skoðanakönnun samfara sveitarstjórnarkosninugum í maí „til að fá fram leiðbeinandi línur frá bæjarbúum“ og það hvort þeir vilja að Hveragerði sameinist í stærra sveitarfélag. Upphaf málsins var tillaga fulltrúa minnihluta Á-listans um að kosið yrði í Hveragerði og Ölfusi um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Farið yrði í formlegar viðræður um sameiningu reyndist vera meirihluti á báðum stöðum. „Enginn vafi er á því að bæði sveitarfélögin myndu hagnast verulega á sameiningu. Miklir fjármunir myndu sparast í yfirstjórn auk þess yrðu öll samskipti mun auðveldari og samkeppnisstaðan sterkari,“ rökstuddu fulltrúar Á-listans tillögu sínu. Þeir bentu á að með sameiningunni yrði til stærsta sveitarfélag á Suðurlandi með rúmlega 4.200 íbúa.Furðurlegur framgangsmái segir meirihlutinn „Þessi framgangsmáti er í hæsta lagi furðulegur og brýtur raun gegn bæði lögum og venjum um sameiningar sveitarfélaga,“ lýstu fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks aðferðarfræðinni sem Á-listinn lagði til. Meirihlutinn lagði síðan fram breytingartillögu um að samhliða bæjastjórnarkosningunum yrði spurt um afstöðu Hvergerðinga til sameiningar við önnur sveitarfélög. „Ef svarið er já verði gefnir 3-4 kostir um sameiningu sem viðkomandi getur þá valið um,“ segir í tillögu bæjarstjórnarinnar sem samþykkt var.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, segir niðurstöður í skoðanakönnun samhliða bæjarstjórnarkosningum verða ráðgefandi.„Að okkar mati er það jákvætt að gefa bæjarbúum kost á því að tjá sig um fleiri sameiningarmöguleika en einungis við Ölfuss,“ tóku fulltrúar Á-listans undir tillögu sjálfstæðismanna. „Þó að hér sé um ráð gefandi skoðanakönnun að ræða en ekki bindandi atkvæðagreiðslu um sameiningu teljum við þessa leið gefa komandi bæjarstjórnum mikilvægar upplýsingar um hvaða sameiningarmöguleikar hugnast bæjarbúum best.“ Vinnur að því sem bæjarbúa vilja Aðspurð segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri ýmsa valkosti auk sameiningar við Ölfus hafa verið rædda, meðal annars sameiningu sveitarfélaga í Árnesssýslu, með og án Árborgar, sameiningu sveitarfélaga á öllu Suðurlandi og sameiningu við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Sjálf segist Aldís ekki tilbúin að gefa upp sína skoðun núna. Aðalatriðið sé að íbúarnir gefi vísbendingu. „Fólk þarf að meta hvort það vilji að Hveragerði sé sjálfstætt sveitarfélag með eigin stjórn eða hvort það telji hag okkar betur borgið í samvinnu og stærra samfélagi. Ég mun bara vinna að því sem bæjarbúar vilja.“ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Bæjarstjórn Hveragerðis hefur samþykkt að halda skoðanakönnun samfara sveitarstjórnarkosninugum í maí „til að fá fram leiðbeinandi línur frá bæjarbúum“ og það hvort þeir vilja að Hveragerði sameinist í stærra sveitarfélag. Upphaf málsins var tillaga fulltrúa minnihluta Á-listans um að kosið yrði í Hveragerði og Ölfusi um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Farið yrði í formlegar viðræður um sameiningu reyndist vera meirihluti á báðum stöðum. „Enginn vafi er á því að bæði sveitarfélögin myndu hagnast verulega á sameiningu. Miklir fjármunir myndu sparast í yfirstjórn auk þess yrðu öll samskipti mun auðveldari og samkeppnisstaðan sterkari,“ rökstuddu fulltrúar Á-listans tillögu sínu. Þeir bentu á að með sameiningunni yrði til stærsta sveitarfélag á Suðurlandi með rúmlega 4.200 íbúa.Furðurlegur framgangsmái segir meirihlutinn „Þessi framgangsmáti er í hæsta lagi furðulegur og brýtur raun gegn bæði lögum og venjum um sameiningar sveitarfélaga,“ lýstu fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks aðferðarfræðinni sem Á-listinn lagði til. Meirihlutinn lagði síðan fram breytingartillögu um að samhliða bæjastjórnarkosningunum yrði spurt um afstöðu Hvergerðinga til sameiningar við önnur sveitarfélög. „Ef svarið er já verði gefnir 3-4 kostir um sameiningu sem viðkomandi getur þá valið um,“ segir í tillögu bæjarstjórnarinnar sem samþykkt var.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, segir niðurstöður í skoðanakönnun samhliða bæjarstjórnarkosningum verða ráðgefandi.„Að okkar mati er það jákvætt að gefa bæjarbúum kost á því að tjá sig um fleiri sameiningarmöguleika en einungis við Ölfuss,“ tóku fulltrúar Á-listans undir tillögu sjálfstæðismanna. „Þó að hér sé um ráð gefandi skoðanakönnun að ræða en ekki bindandi atkvæðagreiðslu um sameiningu teljum við þessa leið gefa komandi bæjarstjórnum mikilvægar upplýsingar um hvaða sameiningarmöguleikar hugnast bæjarbúum best.“ Vinnur að því sem bæjarbúa vilja Aðspurð segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri ýmsa valkosti auk sameiningar við Ölfus hafa verið rædda, meðal annars sameiningu sveitarfélaga í Árnesssýslu, með og án Árborgar, sameiningu sveitarfélaga á öllu Suðurlandi og sameiningu við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Sjálf segist Aldís ekki tilbúin að gefa upp sína skoðun núna. Aðalatriðið sé að íbúarnir gefi vísbendingu. „Fólk þarf að meta hvort það vilji að Hveragerði sé sjálfstætt sveitarfélag með eigin stjórn eða hvort það telji hag okkar betur borgið í samvinnu og stærra samfélagi. Ég mun bara vinna að því sem bæjarbúar vilja.“
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira