Missti réttindi vegna sjö vikna í Svíþjóð Eva Bjarnadóttir skrifar 14. mars 2014 07:00 Réttleysi hefur áhrif á möguleika fólks sem búið hefur erlendis til endurhæfingar. Fréttablaðið/GVA Hrönn Thorarensen, hjúkrunarfræðingur, fékk ekki endurhæfingarlífeyri því hún hafði flutt lögheimili sitt í sjö vikur til Svíþjóðar. Hún greiddi enn skatta á Íslandi á því tímabili. Lögum var breytt eftir hrun þannig að nú er nauðsynlegt að hafa búið í þrjú ár samfleytt á Íslandi til að eiga rétt á endurhæfingar- lífeyri. „Rétt áður en ég flutti til Svíþjóðar, haustið 2009, var ég orðin óvinnufær vegna veikinda. Ég var því enn á launum til áramóta,“ útskýrir Hrönn, sem fylgdi barnsföður sínum út. Hún segist ekki hafa verið sátt við flutningana og áttað sig á að sambandið væri ekki nógu gott eftir að hún var komin út. Hún tók því ákvörðun um að flytja aftur til Íslands sjö vikum síðar.Hrönn ThorarensenMynd/Valgerður H. RúnarsdóttirEftir að heim var komið kláraði Hrönn rétt sinn hjá sjúkrasjóði stéttarfélagsins, og sótti að því búnu um endurhæfingarlífeyri í samráði við heimilislækni. Svarið kom henni á óvart. „Ég fékk höfnun því ég hafði fært lögheimili mitt til Svíþjóðar í sjö vikur,“ segir Hrönn, og var henni sagt að hún þyrfti að bíða í þrjú ár. „Það gat enginn hjálpað hjá Tryggingastofnun og ég gat ekki staðið í stappi á þessum tíma,“ útskýrir hún. Þegar þrjú ár voru liðin frá því að Hrönn flutti aftur heim frá Svíþjóð var staða hennar þannig að ástæða þótti til að sækja um varanlega örorku. Rúmu ári eftir að hafa lagt inn umsókn fékk hún höfnun því endurhæfing þótti ekki fullreynd. „Það skipti ekki máli þótt að í millitíðinni hafi komið í ljós að hvorki endurhæfing né lyf skiluðu tilætluðum árangri,“ segir Hrönn, sem kærði niðurstöðuna án árangurs. Hrönn bíður enn eftir úrlausn sinna mála hjá Tryggingastofnun, en vonar að ný og rétt greining á veikindum hennar hjálpi þar til. Það er ljóst að réttleysi og langur úrlausnartími hjá Tryggingastofnun hefur haft mikil áhrif á fjárhagsstöðu hennar og aðgang að nauðsynlegri þjónustu. „Þetta hefur breytt miklu fjárhagslega, sérstaklega í tengslum við lyfja- og lækniskostnað. Sjúkraþjálfun hefði bætt líðan mína,“ segir Hrönn, sem telur mjög alvarlegt að fólk sem flytur tímabundið frá landinu haldi ekki réttindum sínum. „Þennan stutta tíma sem ég bjó úti var ég enn að borga skatta hérlendis,“ bendir hún á og segist hafa mætt óþægilegu viðhorfi hjá Tryggingastofnun. „Það er eins og allir sé að svindla,“ útskýrir hún. Hrönn segir sterkt bakland hafa bjargað henni, en hún hefur þegið mikla hjálp frá fjölskyldu sinni, sem veitti henni á tímabili húsaskjól og fjárhagslega aðstoð. Réttur til endurhæfingarlífeyrisÞegar flutt er til Norðurlandanna þarf að flytja lögheimili til nýja landsins, ef ætlunin er að vera við nám eða störf lengur en eitt ár. Við flutninginn dettur viðkomandi út úr íslenska almanna- og sjúkratryggingakerfinu. Lögum um endurhæfingarlífeyri var breytt árið 2009 og taka nú einnig til búsetutíma á Íslandi. Eftir breytinguna þurfa umsækjendur um endurhæfingarlífeyri að hafa verið búsettir á Íslandi í þrjú ár samfleytt áður en umsókn er lögð fram, ef starfsorka þeirra var þegar skert þegar þeir fluttu til landsins. Endurhæfingarlífeyrir er framfærsla á meðan á endurhæfingu stendur og ósjaldan eina framfærslan. Hann er greiddur út á grundvelli áætlunar um hvernig endurhæfing skuli fara fram. Einstaklingar í endurhæfingu fá ekki greiðslur frá fyrra búsetulandi þar sem endurhæfingarlífeyrir er ekki greiddur úr landi.Þeir sem þiggja endurhæfingarlífeyri fá sömu stöðu og örorkulífeyrisþegar og greiðir lægri gjöld fyrir lyf- og heilbrigðisþjónustu. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Hrönn Thorarensen, hjúkrunarfræðingur, fékk ekki endurhæfingarlífeyri því hún hafði flutt lögheimili sitt í sjö vikur til Svíþjóðar. Hún greiddi enn skatta á Íslandi á því tímabili. Lögum var breytt eftir hrun þannig að nú er nauðsynlegt að hafa búið í þrjú ár samfleytt á Íslandi til að eiga rétt á endurhæfingar- lífeyri. „Rétt áður en ég flutti til Svíþjóðar, haustið 2009, var ég orðin óvinnufær vegna veikinda. Ég var því enn á launum til áramóta,“ útskýrir Hrönn, sem fylgdi barnsföður sínum út. Hún segist ekki hafa verið sátt við flutningana og áttað sig á að sambandið væri ekki nógu gott eftir að hún var komin út. Hún tók því ákvörðun um að flytja aftur til Íslands sjö vikum síðar.Hrönn ThorarensenMynd/Valgerður H. RúnarsdóttirEftir að heim var komið kláraði Hrönn rétt sinn hjá sjúkrasjóði stéttarfélagsins, og sótti að því búnu um endurhæfingarlífeyri í samráði við heimilislækni. Svarið kom henni á óvart. „Ég fékk höfnun því ég hafði fært lögheimili mitt til Svíþjóðar í sjö vikur,“ segir Hrönn, og var henni sagt að hún þyrfti að bíða í þrjú ár. „Það gat enginn hjálpað hjá Tryggingastofnun og ég gat ekki staðið í stappi á þessum tíma,“ útskýrir hún. Þegar þrjú ár voru liðin frá því að Hrönn flutti aftur heim frá Svíþjóð var staða hennar þannig að ástæða þótti til að sækja um varanlega örorku. Rúmu ári eftir að hafa lagt inn umsókn fékk hún höfnun því endurhæfing þótti ekki fullreynd. „Það skipti ekki máli þótt að í millitíðinni hafi komið í ljós að hvorki endurhæfing né lyf skiluðu tilætluðum árangri,“ segir Hrönn, sem kærði niðurstöðuna án árangurs. Hrönn bíður enn eftir úrlausn sinna mála hjá Tryggingastofnun, en vonar að ný og rétt greining á veikindum hennar hjálpi þar til. Það er ljóst að réttleysi og langur úrlausnartími hjá Tryggingastofnun hefur haft mikil áhrif á fjárhagsstöðu hennar og aðgang að nauðsynlegri þjónustu. „Þetta hefur breytt miklu fjárhagslega, sérstaklega í tengslum við lyfja- og lækniskostnað. Sjúkraþjálfun hefði bætt líðan mína,“ segir Hrönn, sem telur mjög alvarlegt að fólk sem flytur tímabundið frá landinu haldi ekki réttindum sínum. „Þennan stutta tíma sem ég bjó úti var ég enn að borga skatta hérlendis,“ bendir hún á og segist hafa mætt óþægilegu viðhorfi hjá Tryggingastofnun. „Það er eins og allir sé að svindla,“ útskýrir hún. Hrönn segir sterkt bakland hafa bjargað henni, en hún hefur þegið mikla hjálp frá fjölskyldu sinni, sem veitti henni á tímabili húsaskjól og fjárhagslega aðstoð. Réttur til endurhæfingarlífeyrisÞegar flutt er til Norðurlandanna þarf að flytja lögheimili til nýja landsins, ef ætlunin er að vera við nám eða störf lengur en eitt ár. Við flutninginn dettur viðkomandi út úr íslenska almanna- og sjúkratryggingakerfinu. Lögum um endurhæfingarlífeyri var breytt árið 2009 og taka nú einnig til búsetutíma á Íslandi. Eftir breytinguna þurfa umsækjendur um endurhæfingarlífeyri að hafa verið búsettir á Íslandi í þrjú ár samfleytt áður en umsókn er lögð fram, ef starfsorka þeirra var þegar skert þegar þeir fluttu til landsins. Endurhæfingarlífeyrir er framfærsla á meðan á endurhæfingu stendur og ósjaldan eina framfærslan. Hann er greiddur út á grundvelli áætlunar um hvernig endurhæfing skuli fara fram. Einstaklingar í endurhæfingu fá ekki greiðslur frá fyrra búsetulandi þar sem endurhæfingarlífeyrir er ekki greiddur úr landi.Þeir sem þiggja endurhæfingarlífeyri fá sömu stöðu og örorkulífeyrisþegar og greiðir lægri gjöld fyrir lyf- og heilbrigðisþjónustu.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira